Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Qupperneq 9
Hvað hefur áunnist?
Tímaritið leitaði álits Svanlaug-
ar Árnadóttur formanns félags-
ins á niðurstöðu kjaranefndar.
Einu starfsstéttirnar sem fengu nokk-
uð í úrskurði kjaranefndar eru:
Ijósmæður, lögregla og hjúkrunar-
fræðingar, en þessir hópar liafa feng-
ið eins launaflokks hækkun.
Hjá hjúkrunarfræðingum 'hefur
verið tekið tillit til deildarstjóra
þannig að þeir hækka úr 13. og 14.
lfl. í 16. og 17. lfl., eftir 5 ár í starfi.
I sérkröfum Hjúkrunarfélags Islands
var áhersla lögð á stjórnunarstöð-
urnar, sem erfitt hefur verið að fá
fólk í.
Greiðsla fyrir fastar útkallsvaktir
nemur fullu vaktaálagi samkvæmt
aðalkj arasamningi.
Það sem er til bóta eru breytingar
á starfs- og námsstigum, þannig að
náms- og starfsaldur nýtist betur til
launaflokkshækkana. Stigamat á
námi frá Hjúkrunarskóla Islands, 87
stig, frá fyrra sérkj arasamningi er
fellt niður, aðeins gengið út frá
hjúkrunuarprófi.
Nokkur atriði hafa falið niður í
úrskurðinum og er eftir að fá leið-
réttingu á því.
Að hjúkrunuarfræðingar hafa að-
eins fengið eins launaflokks hækkun
á byrjunarlaun þykir mér mjög mið-
ur og er hrædd um að allir séu von-
sviknir yfir þessum málalokum.
Eins og kunnugt er, hefur fjöldi
hjúkrun
hjúkrunarfræðinga lausar uppsagn-
ir, sem framlengdar voru fram yfir
sérkjarasamninga. Niðurstaða liggur
nú fyrir, og verður kynnt á félags-
fundi. Hver viðbrögð hjúkrunar-
fræðinga verða við úrskurði kjara-
nefndar verður timinn að leiða i
ljós. □
Uppsagnirnar
Eins og skýrt var frá í 2. tbl. 1977
tóku hjúkrunarfræðingar, sem sagt
höfðu lausum stöðum sínum, þá á-
vörðun í marslok 1977, að beiðni
stjórnar Hjúkrunarfélags íslands að
fresta framkvæmdum uppsagna fram
yfir gildistöku sérkjarasamnings
HFÍ og fjármálaráðherra og Reykja-
víkurborgar. Ástæða þessarar á-
kvörðunar var m. a. sú að þessum
hjúkrunarfræðingum hverjum og
einum, ásamt stjórn HFl hafði bor-
ist bréf frá fjármálaráðherra og
borgarstjóra þar sem því var lýst yf-
ir að við gerð næsta kjarasamnings
HFÍ vildu viðkomandi yfirvöld
„stefna að því að taka kjör hjúkrun-
arfræðinga til sérstakrar meðferðar,
m. a. með hliðsjón af því að kanna,
hvort kjör þeirra hafi við gerð kjara-
samninga að undanförnu hækkað til
jafns við kjör annarra aðildarfélaga
BSRB.“
Eins og kunnugt er tókust samn-
ingar ekki milli HFÍ og framan-
greindra aðila og var málinu vísað
til kjaranefndar. Hún kvað upp úr-
skurð sinn 24. febrúar 1978.
Ritstjórn.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR!
Munið að tilkynna til skrifstofu HFÍ breytingar
á heimili og vinnustað.