Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 22

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 22
síður hafa fyrirtíðaspennu, en hinar sem minntust fyrstu tíða jákvætt. Niðurstöður núverandi rannsóknar á fræðslu fyrir tíðir eru einnig í ósamræmi við niðurstöður Woods et.al. (1987). Þeirra niður- stöður voru að ef konurnar töldu sig hafa fengið undirbúning fyrir fyrstu tíðir og töldu sig hafa verið tilbúnar fyrir tíðaupplifun, þá dró úr einkennum fyrirtíðaspennu. Viðhorf til kvenhlutverksins reyndist óháð tilvist fyrirtíða- spennu. Þær niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður Shader og Ohly (1970) og Berry og Mc- Guire (1972). Hins vegar voru niðurstöður Woods, Most og Dery (1982) og Woods et.al. (1987) á þá vegu að konur með hefðbundin viðhorf til kvenhlutverksins væru líklegri til að upplifa tímabilið umhverfis tíðir (perimenstruum) á neikvæðan hátt. Konurnar í rann- sóknarhópnum, í núverandi rann- sókn, voru róttækari í viðhorfum sínum til kvenhlutverksins, en kon- urnar í samanburðarhópnum þó ekki væri um marktækan mun að ræða. Niðurstöður rannsóknarinnar um að konur með fyrirtíðaspennu telji tíðir hafa meira lamandi áhrif á athafnaþrek eru í samræmi við niðurstöður Brooks-Ruble og Gunn (1980). Líkleg skýring á þessu er að líf kvenna með fyrir- tíðaspennu verður fyrir reglu- bundinniröskun. Þau einkenni í þessari rannsókn sem oftast jukust að styrkleika eru að jafnaði þau sömu og aðrir hafa greint. Af þeim 98 skiptum þar sem L/H styrkleikamynstur greindist var einkennið í 22 tilvikum ekki til staðar meðan á blæðingum stóð (mynstur A, E og F). Woods, Most og Dery (1982) greindu frá því að það sé mjög algengt að ein- kenni sem eru af háum styrkleika í vikunni fyrir tíðir séu það einnig meðan á blæðingum stendur. Þær ályktuðu að það gæti verið raun- hæft að rannsaka fyrirtíðaspennu og óþægindi tengd blæðingum sem eitt og sama fyrirbærið. Niður- stöður þessarar rannsóknar benda til að ástæða sé til að rannsaka þessi tvö hugtök sem aðskilin fyrirbæri. Af ofannefndum 98 L/H mynstr- um reyndust 51 (52%) einkenni vera til staðar í vikunni þegar egg- los varð (mynstur C, D, E og F), en 17 (17.35%) einkenni voru ein- ungis til staðar í vikunni fyrir tíðir (mynstur A). Þetta er í samræmi við aðrar niðurstöður (Sheldrake og Cormack, 1976; Koeske og Koeske, 1975) sem hafa gefið til kynna að konur, sem telja sig hafa fyrirtíðaspennu, eru líklegri en aðrar konur til að upplifa einkenni á öðrum tímum tíðahringsins heldur en einungis í vikunni fyrir tíðir. Áhugavert er að geta þess, að þegar einkenni með L/H styrk- leika voru skoðuð nánar kom í ljós að hluti einkenna, sem iðulega eru nefnd þegar fjallað er um fyrir- tíðaspennu, var ekki að finna hjá a.m.k. 4 konum. Þegar þau styrk- leikamynstur sem sýna aukningu á styrk einkenna frá follicular yfir í luteal fasa tíðahringsins (L/H, L/M, H/Her) voru skoðuð saman, kom í ljós að þessi einkenni voru öll til staðar hjá a.m.k. 5 konum. Dæmi eru: „óþægindi í kviðar- holi“, „þunglyndi“, „þreyta“, „óþolinmæði“, „pirringur“ og „stjórnleysi“. Þessi niðurstaða gefur til kynna að um aukningu á styrkleika þessara algengu ein- kenna sé að ræða en að ekki sé um hið klassíska „er - er ekki“ (on - off) styrkleikamynstur að ræða. Áhugavert er að skoða styrkleika- mynstur einkenna fyrir jákvæðu einkennin. Hin sex jákvæðu ein- kenni breyttust að styrkleika í 30 skipti. í 11 (36.6%) tilvikum var um aukningu á styrkleika að ræða, sem gefur til kynna að breytingar, sem konur finna fyrir í vikunni fyrir tíðir geti verið uppbyggjandi. Af þessum 11 mynstrum voru 8 (72.7%) tengd einkennunum „fyll- ist krafti og framkvæmdasemi“, „meira drífandi (impulsive)“, „aukin virkni“. í engu tilfelli dró úr einkenninu „meira drífandi“ (impulsiveness). Þetta er í sam- ræmi við niðurstöður Coolpepper (getið í Rome, 1986) og Miota (1987), en þær eru, að konur með fyrirtíðaspennu séu iðulega meira skapandi í vikunni fyrir tíðir. Helsta takmörkun þessarar rann- sóknar er að sjálfsögðu stærð úrtaks, og sérstaklega hversu fáar konur voru í samanburðarhópn- um. Þessi takmörkun gerir það að verkum að lítið er hægt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknar- innar. Hins vegar er mikilvægt fyrir hjúkrunarfræðing og aðra, sem veita konum með fyrirtíða- spennu einhverja ráðgjöf, að leggja áherslu á jákvæðar breyt- ingar sem konan hugsanlega finn- ur fyrir. Vitneskja um að tímabilið fyrir tíðir hefur ekki einungis nei- kvæðar breytingar í för með sér, getur aukið hæfileika konunnar til að takast á við ástandið. Heimildir Abplanalp, J.M. (1983). PsychologicCom- ponents of the Syndrome. Evaluating the Research and Choosing the Treat- ment. The Journal of Reproductive Medicine, 28(8): 517-524. Abraham, G.E. (1983). Nutritional Fact- ors in the Etiology of the Premenstrual Tension Syndromes. The Journal of Reproductive Medicine, 28(7): 446-460. Abraham, G.E. og Hargrove, J.T. (1980). Effect of vitamin B-6 on premenstrual symptomatology in women with pre- menstrual tension syndromes: a double- bind crossover study. Infertility, 3(2): 15-165. Berry, C., McGuire, F. (1972). Menstrual distress and acceptance of sexual role. American Journal of Obstetrics and Gynecology, 114(1): 83-87. Brooks, J., Ruble, D., og Clark, A. (1977). College Womens Attitudes and Expect- ations Concerning Menstrual-Related 20 HJÚKRUN Vta-64. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.