Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 9
og þroska þannig að magnið er
frekar það sem horfa verður á.
Hjúkrun: Til þess að fylgjast með
vökvabúskap er hentugt að athuga
ástand húðar (turgor) og slím-
húðar m.t.t. þurrks, einnig þvag-
útskilnað og eðlisþyngd þvags. Til
þess að auka inntekt fæðu þarf að
athuga matarvenjur barns fyrir
innlögn á sjúkrahúsið (m.t.t. mat-
málstíma, venja og hvaða mat
barnið hefur helst viljað borða).
Ef um er að ræða yngra en 2 ára
þarf að vanda sérstaklega til upp-
lýsingasöfnunar og fyrirmæla um
mataræðið. Þekking þarf þá að
vera fyrir hendi á t.d. pelavenjum
og hvort það var byrjað á fastri
fæðu. Hvernig matarlystin er og
matarvenjur almennt?
Ef bera fer á lystarleysi er hægt að
setja upp óskalista í samvinnu við
barnið og foreldrana. Sjálfsagt er
að gefa barni bætiefni t.d. Dolci-
vit, til viðhalds og í sérstökum til-
gangi t.d. til vinnslu á Ca++.
Þegar talað er um aðlaðandi
umhverfi er t.d. átt við að barnið
sé hreint, og að vel fari um það í
vinalegu hreinu umhverfi. Að
maturinn sé lagður þannig fyrir
það að auðvelt sé fyrir það að
matast. Einnig að tannhirðing hafi
átt sér stað, því það getur aukið
matarlyst barnsins. Mikilvægt get-
ur verið að á stofunni ríki ró, og að
foreldrar séu viðstaddir/fjarver-
andi allt eftir því hvað hefur áhrif á
betri matarlyst hjá barninu.
Hjúkrunargreining 7 -
Rökstuðningur
Oftast raskast fæðuinntekt og
hægðavenjur við rúmlegu. Rúm-
lega getur t.d. dregið úr eðlilegri
hvöt hjá barni til hægðalosunar
vegna minnkaðrar hreyfingar,
óþæginda og vöðvaslappleika, og
á endanum getur farið svo að það
hætti að svara kalli.
Við langvarandi legu er depurð
ekki óalgeng, sem óneitanlega
hefur áhrif á matarlyst barns. Ef
matarlystin er um tíma léleg
kemur hægðatregða gjarnan í
kjölfarið.
Tíðni/magn/form hægða getur
verið einstaklingsbundið og breyt-
ingar þar að lútandi því mismun-
andi hjá hverjum og einum. Mikil-
vægt er því að fá nákvæmar upp-
lýsingar um hægðavenjur barns
m.t.t. að obs. frávik frá hinu eðli-
lega, og að setja raunhæf markmið
í hjúkruninni.
Hjúkrun: Til þess að geta gripið til
viðeigandi ráða, ef tregða fer að
gera vart við sig, þarf fyrst að obs.
hægðir m.t.t. tíðni, magns og
forms. Einnig má benda á önnur
einkenni s.s. ógleði, þaninn kvið
og almenn óþægindi.
Nauðsynlegt er að virða næði barns
tengt hægðalosun. Að hafa hægðir
inni á stofu getur verið feimnismál
hjá því, og það getur þess vegna
farið að halda í sér.
Að stuðla að ríkulegri vökvainn-
tekt er mikilvægur þáttur í að
spornagegn hægðatregðu. Ef barn
innbyrðir ekki nægjanlegan vökva
til viðhalds vökvaþörf líkamans,
verður upptaka vökva úr melting-
arvegi meiri en eðlilegt er, sem
leiðir til hægðatregðu og erfiðleika
við hægðalosun. Barn á rúmlegu
hefur einnig tilhneigingu til að fá
hægðatregðu vegna hreyfingar-
leysis eins og fram hefur komið.
Ef hvatning og fræðsla til barnsins
um nauðsyn þess að drekka vel og
velja úrgangsríkt fæði ber ekki
árangur, er hægt að grípa til
hægðalyfja fast s.s. syr. Laktu-
losu.
Heimildaskrá
Luckman, J. og Sörensen K.C. 1979 Basic
Nursing A psykophsiologic approach.
W.B. Saunders Company.
Luckman, J. og Sörensen K.C. 1980.
Medical Surgical Nursing. W.B. Saund-
ers Company, second edition.
„The Nursing Clinic's of N.A." Dec. 1981
16:4.
Hjúkrunargreiningar við barnadeild Landa-
kotsspítala ’85-’86. N. Am. Nrg. - Diag.
Ass., apríl ’84.
Höfundur er hjúkrunarfrœðingur á
slysadeild Borgarspítalans
Kristilegt félag heilbrigðisstétta
býður öllu starfsfólki, sem vinnur á sjúkrahúsum, heilsugæslu-
stöðvum, hjúkrunarheimilum eða’samsvarandi stofnunum að
taka þátt í hinni fyrstu norrænu ráðstefnu KFH 9.-16. ágúst
1988.
Mótsstaður: Alþjóðlegur menntaskóli Postulakirkjunnar, Lykke-
gaardsvej 100, 6000 Kolding, Danmörku. Sími:
90 455 524 795
Yfirskrift mótsins er: Nú er hagkvæm tíð.
Ræðumenn fjalla um það efni frá ýmsum sjónarhornum. Munu
þeir höfða sérstaklega til þeirra sem vinna meðal sjúkra og fatl-
aðra. Auk þess verða kennslustundir um:
• „Alhliða umönnun sjúkra“
• „Siðræn vandamál"
• „Persónulega bænastund"
• „Legvatnsskoðun"
• „Líknardráp"
• „Ýmsar lækningaaðferðir í Ijósi Biblíunnar"
• „Fjölskyldulíf"
• „Ný-aldar hreyfinguna“
Nánari upplýsingar veitir skrifstofa KFH, Hátúni 4, 2.h., sími
91-14327.
HJÚKRUN — 64. árgangur7