Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 19

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 19
Úrtak Söfnun gagna fór fram veturinn 1986-1987. Auglýst var eftir kon- um með fyrirtíðaspennu til þátt- töku í rannsókninni. Skilyrði til þátttöku voru: - konurnar teldu sig vera með fyrirtíðaspennu - almenn læknisskoðun sýndi góða heilsu þar með talið normal prolactin, eðlilegar thyroid rannsóknir og að konan væri inn- an við 10% af æskilegri líkams- þyngd. - aldur 21-35 ára - reglulegar tíðir -a.m.k. 6 mánuðir frá fæðingu, ekki með barn á brjósti - að konan hefði lokið a.m.k. einni meðgöngu - ekki notkun pillunnar né ann- arra hormónalyfja s.l. 6 mánuði - saga um fyrirtíðaeinkenni í a.m.k. 6 mánuði - að konan væri viljug til að vera ekki í meðferð vegna fyrirtíða- spennunnar þann mánuð sem rannsóknin fór fram. Af þeim konum sem uppfylltu skil- yrði til þátttöku voru 11, sem luku öllum þremur þáttum rannsóknar- innar, sem nauðsynlegir voru til úr- vinnslu; mættu í viðtal, mældust með LH sveiflu í þvagi og fylltu út DHD yfir einn tíðahring. Ein kona lauk ekki DHD, en var tekin með í aðra gagnaúrvinnslu. Fjórar af þessum 12 konum mynduðu samanburðarhóp. Þessar 4 konur töldu sig ekki hafa fyrirtíðaspennu og staðfesti DHD það. Aldur, hjúskaparstaða, atvinnu- þátttaka og tekjur heimilis var svipað í báðum hópum. Hins vegar var marktækur munur á því hversu betur menntaðar konurnar í samanburðarhópnum voru (Mann-Whithney U:U = 0.5). Niðurstöður Svar við rannsóknarspurningu 1: Er munur á minni af fyrstu tíða- upplifun ogfrœðslufyrirfyrstu tíð- ir hjá konum sem telja sig hafa fyrirtíðaspennu og konum sem ekki hafa fyrirtíðaspennu? Svo reyndist ekki vera (Fisher ex- cat probability test). Tilvist fyrir- tíðaspennu virðist óháð hvaða undirbúning konur fá fyrir fyrstu tíðir, hver veitti þann undirbún- ing, hversu ítarlegur hann var og tilfinningalegri upplifun á fyrstu tíðum, eins og konur muna þessi atriði. Rannsóknarspurning 2. Er munur á viðhorfum til tíða hjá konum sem telja sig hafa fyrirtíðaspennu og konum sem ekki hafa fyrirtíða- spennu? Mismunur á meðaltali svara var einungis marktækur á milli hóp- anna tveggja fyrir víddina „tíðir sem lamandi fyrirbæri“ (p< 0.030, Median test). Konurnar í rann- sóknarhópnum sögðu tíðir vera meira lamandi en konurnar í samanburðarhópnum. Rannsóknarspurning 3: Er munur á viðhorfi til kvenhlutverksins hjá konum sem telja sig hafa fyrirtíða- spennu og konum sem ekki hafa fyrirtíðaspennu? Ekki reyndist marktækur munur á meðaltalssvörum hópanna. Báðir hóparnir voru frekar kvenrétt- indasinnaðir. Svörin innan rann- sóknarhópsins voru á bilinu 5.5- 7.0 (x = 6.48; SD = 0.45), og á bilinu 4.85-6.71 (x = 5.89; SD = 0.78) innan samanburðarhópsins. Rannsóknarspurning 4: Hver eru einkenni kvenna sem telja sig vera með fyrirtíðaspennu? Á töflu 3 sjást einkenni tíðahrings- ins og meðaltalssvör fyrir alla þátt- takendur. Meðallengd tíðahrings- ins reyndist svipuð fyrir báða hóp- ana. í rannsóknarhópnum var meðallengdin 28.9 ± 2.3 dagar og varð LH sveiflan á milli 13. og 18. dags (x = 15.4 ± 2.0). Meðaltals- svör voru svipuð hjá báðum hóp- um í follicular fasa tíðahringsins, en svo var ekki í luteal fasanum. Meðaltalsstigafjöldi einkenna var þá marktækt hærri fyrir rannsókn- arhópinn heldur en fyrir saman- burðarhópinn (Mann-Withney U: U = 3.5). Einnig var marktækur munur á meðaltali mismunar á milli meðaltalanna (U = 0.5). Styrkleiki einkenna (sjá töflu 3) rannsóknarhópsins var að jafnaði H/Her fyrir þann tíðahring sem til athugunar var. Hins vegar varð ekki marktæk breyting á styrk- leika einkenna hjá samanburðar- hópnum. (Sjá mynd 1) Mynd 1 Stigafjöldi einkenna fyrir 40 einkenni Dagar HJÚKRUN i/bs-64. árgangur 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.