Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Page 19

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Page 19
Úrtak Söfnun gagna fór fram veturinn 1986-1987. Auglýst var eftir kon- um með fyrirtíðaspennu til þátt- töku í rannsókninni. Skilyrði til þátttöku voru: - konurnar teldu sig vera með fyrirtíðaspennu - almenn læknisskoðun sýndi góða heilsu þar með talið normal prolactin, eðlilegar thyroid rannsóknir og að konan væri inn- an við 10% af æskilegri líkams- þyngd. - aldur 21-35 ára - reglulegar tíðir -a.m.k. 6 mánuðir frá fæðingu, ekki með barn á brjósti - að konan hefði lokið a.m.k. einni meðgöngu - ekki notkun pillunnar né ann- arra hormónalyfja s.l. 6 mánuði - saga um fyrirtíðaeinkenni í a.m.k. 6 mánuði - að konan væri viljug til að vera ekki í meðferð vegna fyrirtíða- spennunnar þann mánuð sem rannsóknin fór fram. Af þeim konum sem uppfylltu skil- yrði til þátttöku voru 11, sem luku öllum þremur þáttum rannsóknar- innar, sem nauðsynlegir voru til úr- vinnslu; mættu í viðtal, mældust með LH sveiflu í þvagi og fylltu út DHD yfir einn tíðahring. Ein kona lauk ekki DHD, en var tekin með í aðra gagnaúrvinnslu. Fjórar af þessum 12 konum mynduðu samanburðarhóp. Þessar 4 konur töldu sig ekki hafa fyrirtíðaspennu og staðfesti DHD það. Aldur, hjúskaparstaða, atvinnu- þátttaka og tekjur heimilis var svipað í báðum hópum. Hins vegar var marktækur munur á því hversu betur menntaðar konurnar í samanburðarhópnum voru (Mann-Whithney U:U = 0.5). Niðurstöður Svar við rannsóknarspurningu 1: Er munur á minni af fyrstu tíða- upplifun ogfrœðslufyrirfyrstu tíð- ir hjá konum sem telja sig hafa fyrirtíðaspennu og konum sem ekki hafa fyrirtíðaspennu? Svo reyndist ekki vera (Fisher ex- cat probability test). Tilvist fyrir- tíðaspennu virðist óháð hvaða undirbúning konur fá fyrir fyrstu tíðir, hver veitti þann undirbún- ing, hversu ítarlegur hann var og tilfinningalegri upplifun á fyrstu tíðum, eins og konur muna þessi atriði. Rannsóknarspurning 2. Er munur á viðhorfum til tíða hjá konum sem telja sig hafa fyrirtíðaspennu og konum sem ekki hafa fyrirtíða- spennu? Mismunur á meðaltali svara var einungis marktækur á milli hóp- anna tveggja fyrir víddina „tíðir sem lamandi fyrirbæri“ (p< 0.030, Median test). Konurnar í rann- sóknarhópnum sögðu tíðir vera meira lamandi en konurnar í samanburðarhópnum. Rannsóknarspurning 3: Er munur á viðhorfi til kvenhlutverksins hjá konum sem telja sig hafa fyrirtíða- spennu og konum sem ekki hafa fyrirtíðaspennu? Ekki reyndist marktækur munur á meðaltalssvörum hópanna. Báðir hóparnir voru frekar kvenrétt- indasinnaðir. Svörin innan rann- sóknarhópsins voru á bilinu 5.5- 7.0 (x = 6.48; SD = 0.45), og á bilinu 4.85-6.71 (x = 5.89; SD = 0.78) innan samanburðarhópsins. Rannsóknarspurning 4: Hver eru einkenni kvenna sem telja sig vera með fyrirtíðaspennu? Á töflu 3 sjást einkenni tíðahrings- ins og meðaltalssvör fyrir alla þátt- takendur. Meðallengd tíðahrings- ins reyndist svipuð fyrir báða hóp- ana. í rannsóknarhópnum var meðallengdin 28.9 ± 2.3 dagar og varð LH sveiflan á milli 13. og 18. dags (x = 15.4 ± 2.0). Meðaltals- svör voru svipuð hjá báðum hóp- um í follicular fasa tíðahringsins, en svo var ekki í luteal fasanum. Meðaltalsstigafjöldi einkenna var þá marktækt hærri fyrir rannsókn- arhópinn heldur en fyrir saman- burðarhópinn (Mann-Withney U: U = 3.5). Einnig var marktækur munur á meðaltali mismunar á milli meðaltalanna (U = 0.5). Styrkleiki einkenna (sjá töflu 3) rannsóknarhópsins var að jafnaði H/Her fyrir þann tíðahring sem til athugunar var. Hins vegar varð ekki marktæk breyting á styrk- leika einkenna hjá samanburðar- hópnum. (Sjá mynd 1) Mynd 1 Stigafjöldi einkenna fyrir 40 einkenni Dagar HJÚKRUN i/bs-64. árgangur 17

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.