Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 11

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 11
þessum tíma tíðkaðist það að setja 3% hexachlorophen út í baðvatn- ið eða setja það á blautan svamp áður en þvottur hófst. Þar sem hexachlorophen leysist illa upp í vatni er talið betra að smyrja því beint á húð nýburans og þvo síðan strax af með volgu vatni. Var sú aðferð tekin upp í faraldrinum 1976 og jafnframt var lögð áhersla á aukið hreinlæti hjá starfsfólkinu, einkum handþvott. Faraldurinn rénaði vorið 1977 og voru það ár skráð 10 tilfelli á Landspítalanum. Vor og sumar 1978 jókst sýkinga- tíðni á ný og voru það ár skráð 19 tileflli. 1979 voru í heilbrigðis- skýrslum skráð 47 tilfelli af öllu landinu en frá 1980 hefur skráning af einhverjum orsökum fallið nið- ur alls staðar og engar niðurstöður í heilbrigðisskýrslum. Árið 1983 var hætt að framleiða physohex vegna þess að svo mjög hafði dregið úr notkun þess og var þá á Landspítala tekin upp notkun á hibitan 1% við böðunina en spritt áfram notað á naflastúf. Hibitan er chlorhexidinlausn en það efni hefur helst verið ráðlagt til notkunar í stað physohex. Ekki hafa komið fram nein eituráhrif af völdum chlorhexidin, þó er varað við að efnið komist inn í miðeyra, því eins og önnur sótthreinsiefni getur það valdið heyrnartapi. Sumarið 1984 eftir hálfs árs notkun með hibitan 1% kom í ljós að óvenju mörg börn fengu blöðru- bólu á Stór-Reykjavíkursvæðinu samkvæmt lýsingu hjúkrunarfræð- inga í ungbarnaeftirliti. Par sem Fæðingarheimili Reykjavíkur var lokað í júlí og fram til 15. ágúst þetta ár þótti sýnt, að flest þessara barna hefðu fæðst á Landspítalan- um. í ljósi þessa þótti ástæða til að reyna að finna árangursríkara efni við böðun nýbura. Var síðan ákveðið að nota meðferð sem byggð var á viðamikilli sænskri rannsókn, sem birtist í Journal of Hospital Infection (1984) 5, 121- 136. í þeirri rannsókn var fylgst með 3602 nýburum (frá því í októ- ber 1979 til desember 1981) og athuguð tíðni og tegundir af stap- hylococcasýkingum. Áður hafði í faraldri af völdum staphylococcus aureus komið í ljós að 87% af öllum staphylococcum, sem rækt- uðust frá sýkingum í nýburum, voru upprunnin á fæðingardeild. Hættan á sýkingu eftir að heim var komið jókst í réttu hlutfalli við fjölda staphylococca á húð barn- anna við útskrift. Svíar tóku upp notkun 4% chlor- hexidin (öðru nafni hibiscrub) á naflastúf einu sinni á sólarhring fyrstu 5-6 daga ævinnar. Börnin voru að öðru leyti böðuð úr vatni án sápu. Reyndist þetta árangurs- rík meðferð bæði við að draga úr fjölda staphylococcus aureus á húð barnanna meðan þau voru á fæðingadeild svo og að lækka tíðni blöðrubólu eftir að heim var kom- ið, en fylgst var með börnunum í 19 mánuði. í samstarfi milli sýkingavarnar- nefndar Landspítalans, sængur- kvennadeildar og barnadeildar Landspítalans svo og Fæðingar- heimilis Reykjavíkur var ákveðið að breyta meðferð nýbura á Land- spítalanum en að meðferð skyldi óbreytt á Fæðingarheimilinu til að viðmiðun fengist. Á Fæðingar- heimilinu var notað spritt á nafla- stúf, börnin að öðru leyti böðuð úr Húðsýkingar af völdum Staph. aureus hjá börnum tveggja til þriggja vikna gömlum í hlutfalli viðfjölda Staphylococca á 5.-6. degi eftir fœð- ingu. Ekkert sótthreinsunarefni var notað. Bólfesta af Staph. aureusá húð barna áfœðingadeild (cfu/20cm2) Fjöldi barna Fjöldi húðsýkinga eftir útskrift Allar Jákvœðar rœktanir afstaph. aureus 0-10 74 19(25,7%) 8(10,8%) Ul o o 367 114(31,1%) 58(15,8%) ÍOMO* 39 35(89,7%) 19(48,7%) Alls 480 168(35,0%) 85(17,7%) Journal of Hosp. Infection (1984) 5, 121-136. Húðsýkingar af völdum Staph. aureus hjá börnum tveggja til þriggja vikna gömlum í hlutfalli viðfjölda Staphylococca á 5.-6. degi eftirfœð- ingu. Hibiscrub 4% á naflastúf. Bólfestaaf Staph. aureusá húð barna á fœðingadeild (cfu/20 cm2) Fjöldi barna Fjöldi húðsýkinga eftir útskrift Allar Jákvœðar rœktanir afstaph. aureus 0-10 1751 96(5,5%) 22(1,2%) 50 -104 253 50(9,5%) 25(4,8%) Alls 2274 146(6,4%) 47(2,0%) Journal of Hosp. Infection (1984) 5,121-136. HJÚKRUN !fa-64. árgangur9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.