Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 28

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 28
Judith A. Kopper, hjúkrunarkennari: Lífið eftir brottnám brjósts. Skilaboð til hjúkrunarfræðinga Judith A. Kopper er aðstoðarpróf- essor við Winona State Unitversity í Minnesota í Bandaríkjunum og starfar auk þess að félagsmálum hjúkrunarfrœðinga, bæði innan vébanda American Nurses’ Asso- ciation og Minnesota Nurses’ Asso- ciation. Grein hennar „Life after a mastectomy: A message to nurses“ birtist í tímaritinu MINNESOTA NURSING ACCENT 58(2):feb 1986. Greinin hlaut „Excellence in Writing“ verðlaun AJNIMNA 1985. Mig langar að deila með hjúkrun- arfræðingum reynslu minni af brottnámi brjósts fyrir 11 mánuð- um. Það er mér afar mikilvægt að reyna að uppræta þær ranghug- myndir, sem ég hafði sjálf um þessa aðgerð áður en þetta kom fyrir mig og einnig að taka undir með konum, sem hafa tjáð tilfinn- ingar sínar við sömu aðstæður. Það er von mín, að með því að deila reynslu minni með ykkur muni ég ná fleiru en einu tak- marki. Mig langar að auka næmi hjúkrunarfræðinga gagnvart sjúk- lingum, samstarfsfólki og ættingj- um þeirra sem eru að upplifa þetta; hjálpa hjúkrunarfræðingum til að skilja betur hvernig hægt er að veita þessum konum stuðning- og sýna fram á að konur geta hald- ið áfram að lifa eðlilegu, afkasta- miklu lífi þrátt fyrir brottnám brjósts og lyfjameðferð við krabba- meini. Þegar ég uppgötvaði hnút í brjóst- inu voru fyrstu viðbrögðin þau, að þetta hlyti að vera blaðra þar sem ég hafði aldrei talið sjálfa mig í áhættuhópi vegna krabbameins í brjósti. Ég hafði gaumgæfilega kynnt mér tölfræðilegar upplýs- ingar um sjúkdóminn og var alltaf viss um að ég væri ekki á lista yfir þá, sem líklegir væru til að fá krabbamein. Engir nánirættingjar höfðu fengið sjúkdóminn og ég hafði gifst, átt börn og haft á brjósti - allt á „réttum" tíma í lífi mínu. Þess vegna var ég sannfærð um að nokkuð sem þetta gæti ekki hent mig, nú 43 ára gamla. Þrátt fyrir vissu mína, hafði ég alltaf skoðað brjóst mín reglulega. Læknarnir studdu mig í vantrú minni og leyfðu mér að afneita þessu þar til niðurstöður sýnatöku staðfestu 4. stigs æxli. Ég er enn undrandi á hversu hratt æxlið gat stækkað og komist svona fljótt út í holhandareitlana. Sjálf aðgerðin var ekki tiltakan- lega erfið, líkamlega. Ég hafði ekki mikla verki og gat farið heim eftir nokkra daga. Eins og þið getið ímyndað ykkur, var erfiðast að takast á við tilfinningalegu hlið- ina á því sem hafði gerst. Hjúkr- unarfræðingarnir sem önnuðust mig sáu óaðfinnanlega um líkam- legar þarfir mínar, en virtust ekki geta eða vilja athuga andleg við- brögð mín við því sem gerst hafði. Að hluta til geri ég ráð fyrir, að þeim hafi þótt óþægilegt að ræða þessa hlið málanna vegna þess að ég er hjúkrunarkennari og kenni hjúkrunarfræðinemum á spítal- anum sem ég lá á. Margir sam- kennara og samstarfsmanna heim- sóttu mig. Ég býst við að sú skrúð- ganga hafi verkað ógnandi á hjúkrunarfræðingana á deildinni; ég vildi samt óska þess, að hjúkr- unarfræðingarnir „mínir“ hefðu gefið sér tíma til að spyrja hvort ég fengi þann andlega stuðning, sem ég svo mjög þarfnaðist. Það vakti furðu mína að upp- götva, að sumir vina minna gátu setið og grátið með mér - en öðrum leið augljóslega illa í nær- veru minni og umræðurnar urðu því yfirborðskenndar. Af eigin reynslu get ég sagt ykkur, að það er nóg að segja: „Ég veit að þetta er erfitt, hvernig get ég hjálpað?" Það eru engin töfraorð til. Mikil- vægast er að viðurkenna ástandið og bjóða fram stuðning. Að láta vita að þú veist hvað hefur skeð er mikil hjálp. Ég vildi aldrei reyna að fela hvað hafði skeð og ég þekkti fólk, sem ég vildi afdráttar- laust að vissi hvað hafði hent mig, 26 HJÚKRUN lÁm-64. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.