Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Qupperneq 24

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Qupperneq 24
Bergljót Líndal Hjúkrunarfræðingur sem yfírmaður, sérfræðingur í hjúkrun og sá sem ákvarðanir tekur Fyrirlestur haldinn á þingi SSN 9.-11. september 1987 Síðari hluti Hvernig er stjórnkerfi og valddreifing í hjúkrun Algengasta stjórnkerfið í hjúkrun á heilbrigðisstofnunum á íslandi eru: Hj úkrunarforst j óri, hj úkrunarframkvæmdast j óri, deildarstjóri, hjúkrunarfræðingar. Ákvarðanir fara mjög eftir því hvers konar form á hjúkrun er viðhaft. Verkhœfð hjúkrun. Pá er það deildarstjórinn eða stjórnandi hjúkrunar sem tekur ákvörðun. Verkhæfð hjúkrun miðast fyrst og fremst við verk sem þarf að vinna, en ekki einstaklinginn. Hóphjúkrun. Pá tekur hópstjór- inn ákvörðun í samráði við aðra hjúkrunarfræðinga og skjólstæð- inginn, en það gerir hann aðeins á sinni vakt. Á næstu vakt er það hópstjóri þeirrar vaktar sem tekur ákvörðun. Það er þetta fyrst og fremst sem greinir hóphjúkrun frá einstaklingsbundinni hjúkrun. Einstaklingsbundin hjúkrun. Einn og sami hjúkrunarfræðingur tekur allar ákvarðanir varðandi hjúkr- unina allan sólarhringinn. Þegar hann er ekki á vakt vinnur vakt- hafandi hjúkrunarfræðingur í hans umboði og á hans ábyrgð. Það er sennilega að mestu í höndum deildarstjóra hvers konar hjúkrun er viðhöfð, en þó verður það að vera með samþykki yfir- stjórnandans og samkvæmt mark- miði og stefnu stofnunarinnar. En hvers konar deild er um að ræða: Skyndi-, langlegu- eða eitthvað þar á milli? Hvers konar starfsmenn eru á deildinni, hvers konar starfsmenn vill stjórnandinn? Eru þeir fagmenntaðir, vel hæfir - eða ófaglærðir? - eru þeir nógu margir - vantar fólk - er hægt að skipuleggja og yfir- vega eða er alltaf verið að bjarga fyrir horn - eru ákvarðanir teknar með skammtíma markmið í huga - eða langtíma markmið - er notað hjúkrunarferli - eru deildirnar sjálfstæðar, er stofnunin dreifstýrð eða er hún miðstýrð - hvert er markmið stofnunar- innar - hver er hugmyndafræðin - hvers konar stjórnun ríkir á stofnuninni. Allt þetta hefur áhrif á stjórnun deildarstjórans. Hvaða stjórnun- arstíl hefur hann og hvaða stjórn- unarstíl getur hann og má hann hafa. Það sem vænlegast er til árangurs er að á stofnuninni sé lýðræðisleg verkstjórn og dreif- stýring og stjórnendur á öllum stjórnþrepum kunni að gefa frá sér. Forsenda þess að sú stjórnun- araðferð nái tilgangi sínum er að á stofnuninni sé vel menntað og hæft starfsfólk. Þetta sjá hinir fjár- málalegu stjórnendur ekki alltaf. Þeir horfa á launakostnað þegar þarf að spara og þeim hættir til að draga þá ályktun að því lægri sem hann er því lægri rekstrarkostnað- ur. En þegar til lengri tíma er litið er beinlínis fjárhagslega hag- kvæmara að hafa hinn vel hæfa starfsmann sem hefur starfssvið í samræmi við sína menntun axlar þá ábyrgð sem því fylgir. Þarna reynir á stjórnandann/hjúkrunar- forstjórann og færni hans, þegar hann ræður fólk til starfa og hversu skynsamlega hann nýtir 22 HJÚKRUN Víw-64. árgangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.