Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 56

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 56
Fréttir—Fréttir—Fréttir—Fréttir Fréttir frá Reykjavíkurdeild HFÍ. Aðalfundur Reykjavíkurdeildar HFÍ var haldinn 28. janúar s.l., í fundarsalnum að Suðurlandsbraut 22. Fámennt var á fundinum og er stjórn deildarinnar ekki ánægð með það. Það er hreint og beint makalaust að í deild sem telur 1466 meðlimi skuli innan við 50 manns mæta á aðalfund. Ég bið ykkur að hugleiða það, að vonleysi og örvænting grípur mann, þegar félagsmenn sýna félaginu sínu eða deildinni því- líkan dofa og áhugaleysi. Það sér hver maður að svona getur þetta ekki gengið lengur. Hvað er fé- lagið annað en hinn almenni félags- maður? Er til of mikils ætlast að félagsmenn mæti á fundi sex sinn- um á ári, þ.e.a.s. á félagsfund í deildinni sinni, annan hvern mán- uð? Stjórn deildarinnar er nú þannig skipuð: Sigurbjörg Björgvinsdóttir, for- maður, kosin fyrir ári síðan, til tveggja ára. Pálína Ásgeirsdóttir, varaformað- ur. Stefanía Snorradóttir, gjaldkeri. Sigríður Sigurðardóttir, ritari. Varamenn eru: Helga Bjarnadótt- ir og Sigrún Óskarsdóttir. Þá fór fram kosning á fulltrúum til full- trúafundar, sem haldinn verður í byrjun júní. Kosnir voru 10 nýir fulltrúar, en deildin á 30 fulltrúa á næsta fulltrúafundi. Hinir hlutu kosningu, í fyrra, til tveggja ára. Tillögur deildarstjórnar um laga- breytingar: Stjórnin lagði til að fækkað yrði í stjórn deildarinnar um tvo. Yrðu þá fjórir aðalmenn og tveir vara- menn, í stað fimm aðalmanna áður og þriggja varamanna. Vara- menn verða áfram boðaðir á stjórnarfundi, en þeim í sjálfsvald sett hvort þeir mæta. Kjör endurskoðenda: Sigurlaug Magnúsdóttir situr áfram í eitt ár og Ingibjörg Sigurð- ardóttir gaf kost á sér næstu tvö árin. Að iokum langar mig að þakka fé- lögum í fráfarandi stjórn samstarf- ið. Árið var erfitt fyrir okkur, þar sem við byrjuðum allar nýjar fyrir ári, en þetta hefur jafnframt verið afar lærdómsríkt ár. Haldnir voru tólf stjórnarfundir og sex félagsfundir á árinu. Að síðustu langar mig að minna á að ég verð áfram með viðtalstíma á miðvikudögum frá kl. 15 til 17 og eru allar hugmyndir og ábending- ar vel þegnar. Með von um betri fundarsókn á nýju ári. Sigurbjörg Björgvinsdóttir, formaður Reykjavíkurdeildar HFÍ. Heilbrigðisþing Þannó. febrúars.l. varhaldiðheil- brigðisþing í Reykjavík. Þingið sátu u.þ.b. 200 fulltrúar heilbrigð- isstétta og annarra þeirra sem sinna heilbrigðismálum. Fyrir hönd Hjúkrunarfélags Is- lands sátu þingið Pálína Sigurjóns- dóttir, formaður og María Gísla- dóttir, úr framkvæmdastjórn. Heilbrigðisþing skal halda fjórða hvert ár samkvæmt lögum um heil- brigðisþjónustu. Þetta var annað íslenska heilbrigðisþingið. Hið fyrra var haldið árið 1980. Árið 1977 setti Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin fram heilbrigðismark- mið undir kjörorðinu „Heilbrigði allra árið 2000“. Árið 1986 ákvað þáverandi ríkis- stjórn, að frumkvæði heilbrigðis- ráðherrans, Ragnhildar Helga- dóttur, að vinna að landsáætlun í heilbrigðismálum með hliðsjón af stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar. Árið 1987 var íslensk heilbrigðis- áætlun lögð fram til Alþingis. Á vegum heilbrigðisráðuneytisins unnu síðan sjö vinnuhópar að skoðun hinna ýmsu þátta heil- brigðisáætlunarinnar og skiluðu álitsgerðum. í vinnuhópunum voru 6 hjúkrunarfræðingar. Á heilbrigðisþinginu í febrúar s.l. var fjallað um heilbrigðisáætlun- ina og nefndarálitin. Skýrslur vinnuhópanna voru um: Stefnu í heilbrigðismálum, heilbrigða lífs- hætti, heilbrigðiseftirlit, heilsu- gæslu, lyfjamál, tryggingamál, fjármuni og mannafla og rann- sóknir og kennslu. Dr. Halfdan Mahler, framkvæmda- stjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar, ávarpaði þingið og fjall- aði m.a. um forvarnir og fyrirbyggj- andi starf. Að loknum ávörpum og framsögu vinnuhópa fóru fram almennar umræður. Nú að loknu heilbrigðisþingi á að endurskoða heilbrigðisáætlunina m.t.t. ábendinga og síðan verður hún væntanlega lögð fram í vor til þingsályktunar. Ráðstefna Samtaka heilbrigðisstétta Laugardaginn 23. janúar s.l. var haldin ráðstefna Samtaka heil- brigðisstétta. í þessum samtökum eru 19 aðildarfélög. Þau voru stofnuð fyrir 19 árum með for- göngu Maríu Pétursdóttur. 50 HJÚKRUN '/fe-64. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.