Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Síða 56

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Síða 56
Fréttir—Fréttir—Fréttir—Fréttir Fréttir frá Reykjavíkurdeild HFÍ. Aðalfundur Reykjavíkurdeildar HFÍ var haldinn 28. janúar s.l., í fundarsalnum að Suðurlandsbraut 22. Fámennt var á fundinum og er stjórn deildarinnar ekki ánægð með það. Það er hreint og beint makalaust að í deild sem telur 1466 meðlimi skuli innan við 50 manns mæta á aðalfund. Ég bið ykkur að hugleiða það, að vonleysi og örvænting grípur mann, þegar félagsmenn sýna félaginu sínu eða deildinni því- líkan dofa og áhugaleysi. Það sér hver maður að svona getur þetta ekki gengið lengur. Hvað er fé- lagið annað en hinn almenni félags- maður? Er til of mikils ætlast að félagsmenn mæti á fundi sex sinn- um á ári, þ.e.a.s. á félagsfund í deildinni sinni, annan hvern mán- uð? Stjórn deildarinnar er nú þannig skipuð: Sigurbjörg Björgvinsdóttir, for- maður, kosin fyrir ári síðan, til tveggja ára. Pálína Ásgeirsdóttir, varaformað- ur. Stefanía Snorradóttir, gjaldkeri. Sigríður Sigurðardóttir, ritari. Varamenn eru: Helga Bjarnadótt- ir og Sigrún Óskarsdóttir. Þá fór fram kosning á fulltrúum til full- trúafundar, sem haldinn verður í byrjun júní. Kosnir voru 10 nýir fulltrúar, en deildin á 30 fulltrúa á næsta fulltrúafundi. Hinir hlutu kosningu, í fyrra, til tveggja ára. Tillögur deildarstjórnar um laga- breytingar: Stjórnin lagði til að fækkað yrði í stjórn deildarinnar um tvo. Yrðu þá fjórir aðalmenn og tveir vara- menn, í stað fimm aðalmanna áður og þriggja varamanna. Vara- menn verða áfram boðaðir á stjórnarfundi, en þeim í sjálfsvald sett hvort þeir mæta. Kjör endurskoðenda: Sigurlaug Magnúsdóttir situr áfram í eitt ár og Ingibjörg Sigurð- ardóttir gaf kost á sér næstu tvö árin. Að iokum langar mig að þakka fé- lögum í fráfarandi stjórn samstarf- ið. Árið var erfitt fyrir okkur, þar sem við byrjuðum allar nýjar fyrir ári, en þetta hefur jafnframt verið afar lærdómsríkt ár. Haldnir voru tólf stjórnarfundir og sex félagsfundir á árinu. Að síðustu langar mig að minna á að ég verð áfram með viðtalstíma á miðvikudögum frá kl. 15 til 17 og eru allar hugmyndir og ábending- ar vel þegnar. Með von um betri fundarsókn á nýju ári. Sigurbjörg Björgvinsdóttir, formaður Reykjavíkurdeildar HFÍ. Heilbrigðisþing Þannó. febrúars.l. varhaldiðheil- brigðisþing í Reykjavík. Þingið sátu u.þ.b. 200 fulltrúar heilbrigð- isstétta og annarra þeirra sem sinna heilbrigðismálum. Fyrir hönd Hjúkrunarfélags Is- lands sátu þingið Pálína Sigurjóns- dóttir, formaður og María Gísla- dóttir, úr framkvæmdastjórn. Heilbrigðisþing skal halda fjórða hvert ár samkvæmt lögum um heil- brigðisþjónustu. Þetta var annað íslenska heilbrigðisþingið. Hið fyrra var haldið árið 1980. Árið 1977 setti Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin fram heilbrigðismark- mið undir kjörorðinu „Heilbrigði allra árið 2000“. Árið 1986 ákvað þáverandi ríkis- stjórn, að frumkvæði heilbrigðis- ráðherrans, Ragnhildar Helga- dóttur, að vinna að landsáætlun í heilbrigðismálum með hliðsjón af stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar. Árið 1987 var íslensk heilbrigðis- áætlun lögð fram til Alþingis. Á vegum heilbrigðisráðuneytisins unnu síðan sjö vinnuhópar að skoðun hinna ýmsu þátta heil- brigðisáætlunarinnar og skiluðu álitsgerðum. í vinnuhópunum voru 6 hjúkrunarfræðingar. Á heilbrigðisþinginu í febrúar s.l. var fjallað um heilbrigðisáætlun- ina og nefndarálitin. Skýrslur vinnuhópanna voru um: Stefnu í heilbrigðismálum, heilbrigða lífs- hætti, heilbrigðiseftirlit, heilsu- gæslu, lyfjamál, tryggingamál, fjármuni og mannafla og rann- sóknir og kennslu. Dr. Halfdan Mahler, framkvæmda- stjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar, ávarpaði þingið og fjall- aði m.a. um forvarnir og fyrirbyggj- andi starf. Að loknum ávörpum og framsögu vinnuhópa fóru fram almennar umræður. Nú að loknu heilbrigðisþingi á að endurskoða heilbrigðisáætlunina m.t.t. ábendinga og síðan verður hún væntanlega lögð fram í vor til þingsályktunar. Ráðstefna Samtaka heilbrigðisstétta Laugardaginn 23. janúar s.l. var haldin ráðstefna Samtaka heil- brigðisstétta. í þessum samtökum eru 19 aðildarfélög. Þau voru stofnuð fyrir 19 árum með for- göngu Maríu Pétursdóttur. 50 HJÚKRUN '/fe-64. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.