Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 12

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 12
Rannsókn á tíðni blöðrubólu ungbarna á Stór-Reykjavíkursvœðinu 1. maí 1985-30. nóvember 1985 Fjöldi L 934 1079 barna F 145 Blöðru- bólu tilfelli L 25 49 F 24 Hlulfall L 2,7% 4,5% F 16,5% Rannsókn á tíðni blöðrubólu ungbarna á Stór-Reykjavíkursvæðinu 1. maí 1986-1. maí 1987 Fjöldi L 1325 1576 barna F 251 Blöðru- bólu tilfelli L 99 132 F 33 Hlutfall L 7,5% 8,4% F 13,1% L = Börn fædd á Landspítala F = Börn fædd á Fæðingarheimili Reykjavíkur vatni án sápu fyrstu fjóra dagana en síðan notað hibitan 1% frá 5. degi. Tókst góð samvinna um þetta með fæðingadeild, Fæðing- arheimili og hjúkrunarfræðingum í ungbarnaeftirliti á Stór-Reykja- víkursvæðinu, en þeir sáu um að skrá öll blöðrubólutilfelli á sérstök eyðublöð og senda strok í ræktun frá bólum. Á Landspítalanum var þessi með- ferð tekin upp í nóvember 1984 og mæðrum jafnframt ráðlagt að nota sömu meðferð þar til naflastúfur dytti af. í maí 1985 (eftir 6 mán- uði) var meðferð breytt að því leyti að mæðrum var nú ráðlagt að nota spritt í stað hibiscrub 4% á naflastúf. Var það vegna kvartana um að naflastúfur dytti seint af og kæmi jafnvel ofholdgun. Er spritt- ið notað eins oft og þurfa þykir til að halda naflastúf þurrum en hibi- scrub notað einu sinni á sólarhring meðan barnið er á fæðingadeild. Meðfylgjandi niðurstöður eru frá 1. maí 1985 til 30. nóvember 1985, en rannsóknin fyrir þann tíma var ekki nægjanlega áreiðanleg vegna þess að of oft vantaði ræktunar- niðurstöður. Niðurstöður okkar urðu svipaðar og í Svíþjóð. Meðferð með hibi- scrub á naflastúf hafði í för með sér miklu lægri tíðni á blöðrubólu en ef spritt var notað eingöngu eins og á Fæðingarheimilinu. Af 934 börnum, sem fæddust á Landspítala á þessu tímabili (1. maí 1985-30. nóv. 1985) reyndust 25 fá blöðrubólu eftir að heim var komið eða 2,7%. Af 145 börnum, sem fæddust á Fæðingarheimilinu á sama tíma reyndust 24 fá blöðru- bólu eða 16,5% og er það mark- tækur munur. Verður því þessari meðferð haldið áfram á Landspítal- anum. Jafnframt var í maí 1986 meðferð við böðun nýbura breytt á Fæðingarheimilinu til samræmis við böðun nýbura á fæðingadeild Landspítalans. Frá 1. maí 1986 til 1. maí 1987 þ. e. L = Börn fædd á Landspítala F = Börn fædd á Fæðingarheimili Reykjavíkur í eitt ár var fylgst með tíðni blöðru- bólu af völdum staphylococcus aureus á sama hátt og áður þ.e. hjúkrunarfræðingar í ungbarna- eftirliti á Stór-Reykjavíkursvæð- inu sáu um að skrá öll blöðrubólu- tilfelli og senda strok í ræktun frá bólum. Síðan voru niðurstöður sendar sýkingavarnahjúkrunar- fræðingi Landspítala. Niðurstöð- ur urðu því miður ekki eins góðar og vonast hafði verið til. Af 1325 börnum sem fæddust á Landspítala á þessu tímabili reynd- ust 99 fá blöðrubólu eftir að heim var komið þ.e. 7,5%. Af 251 barni sem fæddist á Fæðingarheimilinu reyndust 33 fá blöðrubólu þ.e. 13,1%. Áframhaldandi kvartanir voru um að naflastúfur dytti seint af. Jafn- framt að mæður séu hræddar við að þrífa naflastúf og fær hann þ. a. 1. að vera blautur of lengi og er þá góð gróðrarstía fyrir staphylo- cocca. Á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri stendur til að taka upp nýja meðferð við naflahreinsun nýbura. Byggist hún á grein, sem birtist í dönsku hjúkrunarblaði Klinisk sygepleje no. 4, 1987 og ber heitið „Navlepleje hos nyfödte-maal og midler“. I þessari grein birtast m.a. niðurstöður um áhrif ýmissa sótthreinsiefna hvað varðar þurrk- un og brottfall naflastúfs. Kemur í ljós, að bestur árangur næst, ef notað er púður, sem inniheldur zinkoxid 3% og chlorhexidin 1%. Er naflastúfur þá dottinn af eftir 6 daga. Á Landspítala hafa undanfarin ár verið notaðar klemmur á nafla. Hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og mæður barna hafa kvartað yfir að erfitt sé að komast vel að til að þrífa naflastúfinn vegna fyrir- 10 HJÚKRUN '/ÍÍ8-64. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.