Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Page 12
Rannsókn á tíðni blöðrubólu ungbarna á Stór-Reykjavíkursvœðinu
1. maí 1985-30. nóvember 1985
Fjöldi L 934 1079
barna F 145
Blöðru- bólu tilfelli L 25 49
F 24
Hlulfall L 2,7% 4,5%
F 16,5%
Rannsókn á tíðni blöðrubólu ungbarna á Stór-Reykjavíkursvæðinu
1. maí 1986-1. maí 1987
Fjöldi L 1325 1576
barna F 251
Blöðru- bólu tilfelli L 99 132
F 33
Hlutfall L 7,5% 8,4%
F 13,1%
L = Börn fædd á Landspítala
F = Börn fædd á Fæðingarheimili Reykjavíkur
vatni án sápu fyrstu fjóra dagana
en síðan notað hibitan 1% frá 5.
degi. Tókst góð samvinna um
þetta með fæðingadeild, Fæðing-
arheimili og hjúkrunarfræðingum
í ungbarnaeftirliti á Stór-Reykja-
víkursvæðinu, en þeir sáu um að
skrá öll blöðrubólutilfelli á sérstök
eyðublöð og senda strok í ræktun
frá bólum.
Á Landspítalanum var þessi með-
ferð tekin upp í nóvember 1984 og
mæðrum jafnframt ráðlagt að nota
sömu meðferð þar til naflastúfur
dytti af. í maí 1985 (eftir 6 mán-
uði) var meðferð breytt að því
leyti að mæðrum var nú ráðlagt að
nota spritt í stað hibiscrub 4% á
naflastúf. Var það vegna kvartana
um að naflastúfur dytti seint af og
kæmi jafnvel ofholdgun. Er spritt-
ið notað eins oft og þurfa þykir til
að halda naflastúf þurrum en hibi-
scrub notað einu sinni á sólarhring
meðan barnið er á fæðingadeild.
Meðfylgjandi niðurstöður eru frá
1. maí 1985 til 30. nóvember 1985,
en rannsóknin fyrir þann tíma var
ekki nægjanlega áreiðanleg vegna
þess að of oft vantaði ræktunar-
niðurstöður.
Niðurstöður okkar urðu svipaðar
og í Svíþjóð. Meðferð með hibi-
scrub á naflastúf hafði í för með
sér miklu lægri tíðni á blöðrubólu
en ef spritt var notað eingöngu
eins og á Fæðingarheimilinu.
Af 934 börnum, sem fæddust á
Landspítala á þessu tímabili (1.
maí 1985-30. nóv. 1985) reyndust
25 fá blöðrubólu eftir að heim var
komið eða 2,7%. Af 145 börnum,
sem fæddust á Fæðingarheimilinu
á sama tíma reyndust 24 fá blöðru-
bólu eða 16,5% og er það mark-
tækur munur. Verður því þessari
meðferð haldið áfram á Landspítal-
anum. Jafnframt var í maí 1986
meðferð við böðun nýbura breytt
á Fæðingarheimilinu til samræmis
við böðun nýbura á fæðingadeild
Landspítalans.
Frá 1. maí 1986 til 1. maí 1987 þ. e.
L = Börn fædd á Landspítala
F = Börn fædd á Fæðingarheimili Reykjavíkur
í eitt ár var fylgst með tíðni blöðru-
bólu af völdum staphylococcus
aureus á sama hátt og áður þ.e.
hjúkrunarfræðingar í ungbarna-
eftirliti á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu sáu um að skrá öll blöðrubólu-
tilfelli og senda strok í ræktun frá
bólum. Síðan voru niðurstöður
sendar sýkingavarnahjúkrunar-
fræðingi Landspítala. Niðurstöð-
ur urðu því miður ekki eins góðar
og vonast hafði verið til.
Af 1325 börnum sem fæddust á
Landspítala á þessu tímabili reynd-
ust 99 fá blöðrubólu eftir að heim
var komið þ.e. 7,5%. Af 251 barni
sem fæddist á Fæðingarheimilinu
reyndust 33 fá blöðrubólu þ.e.
13,1%.
Áframhaldandi kvartanir voru um
að naflastúfur dytti seint af. Jafn-
framt að mæður séu hræddar við
að þrífa naflastúf og fær hann
þ. a. 1. að vera blautur of lengi og er
þá góð gróðrarstía fyrir staphylo-
cocca.
Á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri stendur til að taka upp nýja
meðferð við naflahreinsun nýbura.
Byggist hún á grein, sem birtist í
dönsku hjúkrunarblaði Klinisk
sygepleje no. 4, 1987 og ber heitið
„Navlepleje hos nyfödte-maal og
midler“. I þessari grein birtast
m.a. niðurstöður um áhrif ýmissa
sótthreinsiefna hvað varðar þurrk-
un og brottfall naflastúfs. Kemur í
ljós, að bestur árangur næst, ef
notað er púður, sem inniheldur
zinkoxid 3% og chlorhexidin 1%.
Er naflastúfur þá dottinn af eftir 6
daga.
Á Landspítala hafa undanfarin ár
verið notaðar klemmur á nafla.
Hjúkrunarfræðingar, ljósmæður
og mæður barna hafa kvartað yfir
að erfitt sé að komast vel að til að
þrífa naflastúfinn vegna fyrir-
10 HJÚKRUN '/ÍÍ8-64. árgangur