Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 3

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 3
FORSÍÐA: Postulínsstyttur í eigu Hjúkrunarfé- lags íslands. Gjöf frá forseta ís- lands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, til minningar um móður hennar Sigríði Eiríksdóttur. Ljósmynd: Matthew J. Driscoll. 1. tölublað maí 1988 64. árgangur ÚTGEFIÐ AF HJÚKRUNARFÉLAGI ÍSLANDS RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: STEFANÍA SIGURJÓNSDÓTTIR, SÍMI 687575 RITSTJÓRN: ÁSA ST. ATLADÓTTIR, SÍMI 51126 SIGRÍÐUR SKÚLADÓTTIR, SÍMI 43908 RANNVEIG SIGURBJÖRNSDÓTTIR, SÍMI 40187 AUGLÝSINGAR OG BLAÐADREIFING: STEFANÍA SIGURJÓNSDÓTTIR, SÍMI 687575 SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, SÍMI 687575 BLAÐIÐ KEMUR ÚT ÁRSFJÓRÐUNGSLEGA. ENDURPRENTUN BÖNNUÐ ÁN LEYFIS RITSTJÓRA. ÁSKRIFTAGJALD ER KR. 500 EFNISYFIRLIT Hjúkrun barna með sjúkdóma í stoðkerfi 2 Tíðni blöðrubólu ungabarna (Pemphigus neonatonum) á Stór-Reykjvíkursvæðinu 8 Framhverf könnun á áhrifaþáttum og einkennum fyrirtíðarspennu 12 Hjúkrunarfræðingur sem yfirmaður, sérfræðingur í hjúkrun og sá sem ákvarðanir tekur 22 Lífið eftir brottnám brjósts 26 Kenningar Júlíu Völdan um tengsl mataræðis og sjúkdóma 29 Starfsmannafræðsla á sjúkrahúsum 34 Kynning á bráðamóttöku Landspítalans 36 Menntunarmál 38 Kristilegt félag heilbrigðisstétta 10 ára 42 Á skurðstofuhjúkrun að vera eyland í hjúkrunarferlinu? 46 Letur: Times 10 pt. á 12 pt. fæti. Millifyrirsagnir 12 pt. myndatextar 8 pt. á 10 pt. fæti. t A S,1'.1' ■ / . Pappír: fincoat 100 gr. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Góðir felagsmenn Það hefur verið viðburðaríkur tími í sögu félagsins, ef horft er til baka til haustdaga 1986. En frá þeim tíma hefur undir- rituð gegnt formennsku í forföllum kjörins formanns Sig- þrúðar Ingimundardóttur. Á tímamótum er jafnan hollt að staldra við og líta yfir farinn veg og meta árangur þeirra starfa, er unnin hafa verið. Hvað hefur áunnist, hvar stöndum við? Það hafa verið sviptingar í kjarabaráttunni, nokkuð hefur áunnist og öðru hefur verið fórnað. Árangur kjarabarátt- unnar metur hver og einn fyrir sig, en félagið hefur fengið viðurkenningu ríkisvaldsins fyrir því, að öll hjúkrunarstéttin skuli búa við svipuð kjör. í lok ársins 1986 voru samþykkt á Alþingi ný lög um samn- ingsrétt opinberra starfsmanna, en með þessum lögum er samningsrétturinn fluttur til einstakra stéttarfélaga og verk- fallsrétturinn er nú hjá þeim félögum, er samningsréttinn hafa. Með þessum lögum hefur HFÍ verkfallsrétt fyrir 2/3 félagsmanna sinna, staða félagsins er því gjörbreytt. í síðustu samningum reyndi fyrst á breytta stöðu við samn- ingagerð og má margan lærdóm af því draga. Fulltrúar frá kjararáði og stjórn félagsins sátu ráðstefnu í Danmörku í marss.l., erfjallaði um launaþróunog kjaramál hjúkrunarfræðinga. Þar komu fram nokkrar athyglisverðar hugmyndir um leiðir til þess að lyfta upp launum hjúkrunarfræðinga. Nágrannaþjóðir okkar hafa við svipuð vandamál að glíma og við þekkjum, flótti frá þjónustustörfum og störfum í þ águ þess opinbera, minnkandi þjóðartekjur, offramleiðsla og niðurskurður á framlögum til heilbrigðismála. Ný husakynni Flutningur félagsins í ný húsakynni á s.l. sumri er einn merkasti áfangi í sögu félagsins og á eftir að breyta miklu umalltinnra starffélagsins, erþess nú þegarfariðaðgæta. Félaginu hefur tekist að eignast glæsilega eign á einum fegursta stað borgarinnar. Að svo vel hefur tekist til, sem raun ber vitni, má þakka mörgum, svo sem forsjálni forvera okkar að sjá svo um, að hjúkrunarfræðingar hafa getað búið að „sínu“ og ávallt séð um að ávaxta sitt ptind. En ekki hafa félagsmenn í dag síður látið sitt eftir liggja, því fjárframlög og allhá félagsgjöld hafa gert okkur þetta kleift. Skyggnst inn í framtíðina Með aukinni fagþekkingu og fræðimennsku í hjúkrun, nýrri hugmyndafræði og breyttum viðhorfum, er rík þörf fyrir aukið sjálfstæði í starfi. Fræðimennska og rannsóknirkalla á aukið fjármagn, ef árangur á að nást. Þess vegna er öflugt stéttarfélag nauðsynlegt baráttutæki, ekki aðeins í beinni kjarabaráttu heldur einnig til þess að hafa þjóðfélagsleg áhrif, sem getur stuðlað aö framþróun í hjúkrun. Sameiginlegt markmið allra íslenskra hjúkrunarfræðinga þarf því að vera að efla stéttarvitund og styrkja samstöðu meðal hjúkrunarfræðinga og sameiginlega að vinna að bættum kjörum. Fyrirhugað er norrænt samstarf um gæðamat í hjúkrun. HFÍ hefur leitað eftir samstarfi við FHH við undirbúning að þessu verkefni. Bæði félögin hafa fullan hug á að vel takist til um þetta viðamikla verkefni. Góðirfélagsmenn. Hér kveður undirrituð og þakkar fyrir góð samskipti við félagsmenn og hvetur alla hjúkrunarfræðinga til þess að sýna stéttvísi og taka fullan þátt í félagsbaráttunni. ýa'iina/JLjurjonsdóUir ;j p < HJÚKRUN '/{«-64. árgangur 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.