Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Side 11

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Side 11
þessum tíma tíðkaðist það að setja 3% hexachlorophen út í baðvatn- ið eða setja það á blautan svamp áður en þvottur hófst. Þar sem hexachlorophen leysist illa upp í vatni er talið betra að smyrja því beint á húð nýburans og þvo síðan strax af með volgu vatni. Var sú aðferð tekin upp í faraldrinum 1976 og jafnframt var lögð áhersla á aukið hreinlæti hjá starfsfólkinu, einkum handþvott. Faraldurinn rénaði vorið 1977 og voru það ár skráð 10 tilfelli á Landspítalanum. Vor og sumar 1978 jókst sýkinga- tíðni á ný og voru það ár skráð 19 tileflli. 1979 voru í heilbrigðis- skýrslum skráð 47 tilfelli af öllu landinu en frá 1980 hefur skráning af einhverjum orsökum fallið nið- ur alls staðar og engar niðurstöður í heilbrigðisskýrslum. Árið 1983 var hætt að framleiða physohex vegna þess að svo mjög hafði dregið úr notkun þess og var þá á Landspítala tekin upp notkun á hibitan 1% við böðunina en spritt áfram notað á naflastúf. Hibitan er chlorhexidinlausn en það efni hefur helst verið ráðlagt til notkunar í stað physohex. Ekki hafa komið fram nein eituráhrif af völdum chlorhexidin, þó er varað við að efnið komist inn í miðeyra, því eins og önnur sótthreinsiefni getur það valdið heyrnartapi. Sumarið 1984 eftir hálfs árs notkun með hibitan 1% kom í ljós að óvenju mörg börn fengu blöðru- bólu á Stór-Reykjavíkursvæðinu samkvæmt lýsingu hjúkrunarfræð- inga í ungbarnaeftirliti. Par sem Fæðingarheimili Reykjavíkur var lokað í júlí og fram til 15. ágúst þetta ár þótti sýnt, að flest þessara barna hefðu fæðst á Landspítalan- um. í ljósi þessa þótti ástæða til að reyna að finna árangursríkara efni við böðun nýbura. Var síðan ákveðið að nota meðferð sem byggð var á viðamikilli sænskri rannsókn, sem birtist í Journal of Hospital Infection (1984) 5, 121- 136. í þeirri rannsókn var fylgst með 3602 nýburum (frá því í októ- ber 1979 til desember 1981) og athuguð tíðni og tegundir af stap- hylococcasýkingum. Áður hafði í faraldri af völdum staphylococcus aureus komið í ljós að 87% af öllum staphylococcum, sem rækt- uðust frá sýkingum í nýburum, voru upprunnin á fæðingardeild. Hættan á sýkingu eftir að heim var komið jókst í réttu hlutfalli við fjölda staphylococca á húð barn- anna við útskrift. Svíar tóku upp notkun 4% chlor- hexidin (öðru nafni hibiscrub) á naflastúf einu sinni á sólarhring fyrstu 5-6 daga ævinnar. Börnin voru að öðru leyti böðuð úr vatni án sápu. Reyndist þetta árangurs- rík meðferð bæði við að draga úr fjölda staphylococcus aureus á húð barnanna meðan þau voru á fæðingadeild svo og að lækka tíðni blöðrubólu eftir að heim var kom- ið, en fylgst var með börnunum í 19 mánuði. í samstarfi milli sýkingavarnar- nefndar Landspítalans, sængur- kvennadeildar og barnadeildar Landspítalans svo og Fæðingar- heimilis Reykjavíkur var ákveðið að breyta meðferð nýbura á Land- spítalanum en að meðferð skyldi óbreytt á Fæðingarheimilinu til að viðmiðun fengist. Á Fæðingar- heimilinu var notað spritt á nafla- stúf, börnin að öðru leyti böðuð úr Húðsýkingar af völdum Staph. aureus hjá börnum tveggja til þriggja vikna gömlum í hlutfalli viðfjölda Staphylococca á 5.-6. degi eftir fœð- ingu. Ekkert sótthreinsunarefni var notað. Bólfesta af Staph. aureusá húð barna áfœðingadeild (cfu/20cm2) Fjöldi barna Fjöldi húðsýkinga eftir útskrift Allar Jákvœðar rœktanir afstaph. aureus 0-10 74 19(25,7%) 8(10,8%) Ul o o 367 114(31,1%) 58(15,8%) ÍOMO* 39 35(89,7%) 19(48,7%) Alls 480 168(35,0%) 85(17,7%) Journal of Hosp. Infection (1984) 5, 121-136. Húðsýkingar af völdum Staph. aureus hjá börnum tveggja til þriggja vikna gömlum í hlutfalli viðfjölda Staphylococca á 5.-6. degi eftirfœð- ingu. Hibiscrub 4% á naflastúf. Bólfestaaf Staph. aureusá húð barna á fœðingadeild (cfu/20 cm2) Fjöldi barna Fjöldi húðsýkinga eftir útskrift Allar Jákvœðar rœktanir afstaph. aureus 0-10 1751 96(5,5%) 22(1,2%) 50 -104 253 50(9,5%) 25(4,8%) Alls 2274 146(6,4%) 47(2,0%) Journal of Hosp. Infection (1984) 5,121-136. HJÚKRUN !fa-64. árgangur9

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.