Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Page 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Page 26
er að prófa nemendur sem leika á önnur hljóðfæri og gefa þeim stig fyrir þá ætti það sama gilda fyrir nemendur sem eru að læra á harmoníku. Annað er óréttlætti og getur jafnvel haft letjandi áhrif. Við erum sffellt að berjast fyrir því að þarna verði breyting á.“ Afsökun fyrir því að stunda ekki líkamsrækt Eins og fram kemur hóf Jóna að leika opinberlega fyrir nokkrum árum og hef ég séð hana leika eina síns liðs á stóru mannamóti, klukkustundum saman og án hvíldar. En harmoníkan er mjög þungt hljóðfæri. Hvemig fer hún að þessu? „Harmoníkan mín er f 0 1/2 kíló og það er iðulega sem ég spila nærri hvíldarlaust frá 6 að kvöldi til kannski 4 á nóttunni - annars er ekkert gaman! Ég gleymi mér vanalega og það er svo ekki fyrr en daginn eftir sem ég verð þreytt. Ég nota yfirleitt alltaf magnara og hátalara þegar ég spila og tengi það við söngkerfi hússins ef slíkt er fyrir hendi. Ég þarf þ ví að stilla upp áður en ég byrja og er því eins konar rótari hjá sjálfri mér. Reyndar hef ég þarna afsökun fyrir því að stunda enga aðra líkamsrækt, að vera að burðast með þetta, og er þá sáltari við sjálfa mig. Stundum kem ég líka fram með „strákunum mínum“, þ.e.a.s. hljómsveitinni minni, og þá emm við einnig með söngkonu.“ -Hvernig Jinnst þér tónlistin og hjúkrunin fara saman? „Það sem er líkt með tónlist og hjúkmn er að maður er að þessu fyrir fólkið. Tónlistin er mjög góð fyrir andlega vellíðan og ég vildi að meira væri um hana á spítölum. Það væri gott jafnt fyrir sjúklinga sem starfsfólk. Ég væri til í að gera meira af því að spila á spítölum og jafnvel fyrir einstaka sjúkling, allt eftir óskum hvers og eins. Þetta getur verið mjög góð sáluhjálp og fólk gæti óskað eftir að fá að heyra þau lög sem það langar til og líður vel af að hlusta á.“ Frönsk kvöld á döfinni? -Hvaða lögfinnst þér skemmtilegast að spila? „Mér finnst mjög gaman að prófa eitthvað nýtt og ég geri mikið af því að hlusta á tónlist og tileinka mér lög frá sem flestum löndum. Þannig get ég t.d. spilað lög frá heimalandinu þegar ég er að spila fyrir erlenda gesti. Mér finnst gaman að franskri harmoníkutónlist og núna er ég að leita mér að söngkonu sem getur sungið vel á frönsku því mig langar svo að að vera með frönsk harmoníku- kvöld.“ Að sjálfsögðu var Jónu samstundis bent á hjúkrunarfræðing sem er söng- kona og fædd í París, þ.e.a.s. hana Jóhönnu Harðardóttur sem sýndi á sér „hina hliðina“ í maíhefti Túnarits hjúkrunarfrœðinga. Vonandi ná þær saman svo að við getum farið að hlakka til að hlusta á „Musique de l'infirmiéres“ á komandi vetrarkvöldum. Herra og dömu sjúkrasokkar í öllum litum REMEDIA Borgartúni 20, sími 562 7511 TÍMARIT IIJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.