Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Page 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Page 39
Hvað er aö gerast? Haustnámsstefna Frá Vestfjarðardeild Starfsemi deildarinnar verður hefðbundin næstu mánuðina. Dagana 27.-28. september verður árleg haustnámsstefna og að þessu sinni verður fjallað um gigt. Drög að dagskrá, sem ákveðin var í samráði við Þóru Árnadóttur hjúkrunarfræðing, eru birt hér. Til námsstefnunnar er boðið öllum heilbrigðisstarfsmönnum á Vestfjörðum en auðvitað er ekkert skilyrði að þátttakendur séu búsettir hér vestra. Allir heilbrigðisstarfsmenn, sem áhuga hafa, eru velkomnir og nú eru engin vandræði að komast því tvö ílugfélög eru með ferðir liingað! Að ekki sé minnst á nokkurra klukkustunda akstur. Almennur félgsfundur er fyrirhugaður í október/nóvember og jólafundur 10.-15. desember, með viðeigandi alvöru og glensi. Námsstefna Vestfjarðardeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 27.-28. september 1996 Drög að dagskrá: Iktsýki, greining og meðferð (KS) Faraldsfræði gigtarsjúkdóma (KS) Notagildi mótefnamælinga í gigtarsjúkdómum (AV) Kristallagigt, greining og meðferð (AV) Endurhæfing gigtarsjúklinga (SH) Liðvernd og hjálpartæki (IJ) Sjálfshjálparnámskeið fyrir fólk með gigt (SH og ÞÁ) Hjúkrun gigtarsjúklinga (ÞÁ) Kynning á Gigtarfélagi Islands (ÞÁ) Fyrirlesarar: (KS) Kristján Steinsson, yfirlœknir gigtardeildar Lsp. (AV) Arnór Víkingsson, sérfrœðingur gigtardeild Lsp. (SH) Sólveig Hlöðversdóttir, sjúkraþjálfari, G.I. (IJ) Inga Jónsdóttir, iðjuþjálji, Lsp. (ÞÁ) Þóra Ánadóttir, hjúkrunardeildarsljóri gigtardeildar Lsp. Gæðastjórnun á skurðstofum Frá fagdeild skurðhjúkrunarfræðinga Fagdeild skurðhjúkmnarfræðinga var formlega stofnuð 25. apríl 1994. Áður hafði verið starfandi Skurð- hjúkrunarfélag Islands sem stofnað var 7. desember 1972. Núverandi stjórn fagdeildarinnar skipa: Svala Jónsdóttir formaður, Elín 7 rr Halldórsdóttir gjaldkeri, Bryndís Ólafsdóttir ritari og Steinunn Hermannsdóttir og Ingunn Wernersdóttir meðstjórnendur. Á vegum fagdeildarinnar hafa verið unnar og gefnar út vinnureglur - staðlar í skurðhjúkrun, um talningu í aðgerð, sótthreinsun húðar og smitfrf vinnu- brögð. Nú er verið að vinna að samhæf- ingu umgengnisreglna og handþvotta- reglna. Stjórn fagdeildar skurðhjúkrunar- fræðinga hafði í janúar sl. samband við heilbrigðisráðuneytið og landlæknis- embættið vegna skorts á skráningu hjúkmnar á einkareknum skurðstofum og bauð fram ráðgjöf. I framhaldi af þessu erindi hefur landlæknisembættð nú ákveðið að gera könnun á því hvernig skráningu sé háttað á skurðstofum á landinu. Viðbótarnám í skurðhjúkrun við námsbraut í hjúkmnarfræði hófst í janúar 1995 og munu 14 hjúkmnarfræð- ingar útskrifast nú í haust. Bindum við miklar vonir við þennan stóra hóp. Fagdeild skurðhjúkmnarfræðinga hefur veitt ráðgjöf við skipulagningu námsins og fjöldi skurðhjúkrunarfræðinga lagt silt af mörkum, bæði við bóklega og verklega kennslu. Námið hefur því verið mikil fagleg hvatning bæði fyrir nemendur og starfandi skurðhjúkmnarfræðinga. Undanfarin ár hefur fagdeildin árlega haldið ráðstefnu í tengslum við aðalfund og verður næsta ráðstefna lialdin 2. nóvember 1996 á Grand Hótel. Ráðstefnan ber heitið „Gæðastjórnun á skurðstofum". Fyrirlesarar verða meðal annarra Magna Birnir, Hrafn Óli Sigurðsson, Helga Einarsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir og Kristín Gunnarsdóttir. Einnig munu hjúkmnar- fræðingar í viðbótarnáminu leggja sitt af mörkum. Vonum við að skurðhjúkmnar- fræðingar fjölmenni líkt og hingað til. Bryndís Ólafsdóttir, ritari Fréttamolar frá SEW NEWS... Gúmmíhanskar geta valdið ofnæmi Vara þarf slarfsfólk við hættunni á latexofnæmi sem er vaxandi og jafnvel hættulegt vandamál. Notkun á gúmmí- hönskum (sem gerðir eru úr latexi) hefur aukist vemlega í kjölfar sjúk- dóma eins og eyðni og vfmsa sem geta borist með blóði en kenna þarf hjúkrunarfræðingum hvernig þeir geta komið í veg fyrir að fá ofnæmi undan hönskunum. Ekki ætti t.d. að nota púðraða latexhanska og velja ætti gerð sem í er sem minnst af ofnæmisvöldum. Einnig ætti að forðast að nota hanska nema nauðsyn beri til. SEW NEWS, ICN, maí - júní hefti. Tveggja laga gúmmíhanskar Betri vernd fæst gegn hættunni á að smitast af eyðni eða lifrarbólgu B með því að nota tveggja laga gúmrní- hanska sem samstundis sótthreinsar nál sem í þá stingst. Rannsóknir hafa sýnl að sótthreinsunarefnið sem er á milli laganna drepur herpesvíms á nál. In vitro prófun á eyðniveirunni hefur einnig verið mjög jákvæð. Efnið drepur eyðniveiruna jafnvel þó magn hennar sé 100 falt þess sem þarf til að smita manneskju. Hanskarnir eiga að koma á markað árið 1997. SEW NEWS, ICN, janúar,/febrúar 1996. © □ Að lóta ekki starfið stjórna lifinu Rétt mataræði, regluleg líkamsþjálfun og næg hvíld skipta sköpum til að vega up|i á móti álagseinkennum sem geta skapast í starfinu. Það er afar mikilvægt að muna að lífið býður upp á margt Ileira en bara vinnuna. Hjúkmnarfræðingum er ráðlagt að stunda tómstundastarf eða vera virkir í félags- eða pólitísku starfi. Einnig að ræða við starfsfélaga sína um það sem þeim liggur á hjarta Jmnnig að vandamál hrannast ekki upp óleyst. SEW NEWS, ICN, maí-júní 1996. M V (SEW NEWS er fréttabréf sem gefið er út á vegum Alþjóðasambands hjúkrunarfrœðinga og Jjallar um félags- og Jjárhagsleg málefni þeirra.) TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4 tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.