Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Page 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Page 52
Vigdís Jónsdóttir hagfræðingur Ný lög um réttindi og skyldur starfsmonno ríkisins I, vor voru samþykkt á Alþingi ný . lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Frumvarpið til þessara laga var samið án samráðs við stéttarfélög opinberra starfsmanna og gagnrýndu þau harðlega tilurð og efni frumvarpsins. Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga beitti sér fyrir því síðastliðið vor, í samvinnu við önnur stéttarfélög, að reyna að fá stjórnvöld til að draga þetta írumvarp lil baka og ná samkomulagi við stéttarfélög opinberra starfsmanna uin fyrirkomulag réttinda og skyldna til framtíðar. Félagið sendi m.a. 16 blaðsíðna umsögn um frumvarpið til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis auk þess sem fulltrúar félagsins gengu á fundi alþingismanna og ráðherra í því skyni að reyna að hafa áhrif á stjórnvöld í þessu máli. Félagið tók einnig þátt f fundaherferð samtaka opinberra starfsmana og hélt sérstaka fundi með hjúkrunarfræðingum víða um land. Stjórnvöld létu liins vegar ekki segjast í þessu máli og frumvarpið varð að lögum á Alþingi í lok þings sfðastliðið vor. Hér á eftir verður minnst á nokkur atriði í nýjum lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem geta haft áhrif á réttarstöðu hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Aukið vald yfirmanna og ráðherra til að ákvarða og breyta kjörum starfsmanna Laun til viðbótar grunnlaunum í 9. greina laganna er kveðið á utn það að forstöðumenn stofnana geti ákveðið að greiða einstökum starfsmönn- um laun til viðbótar grunnlaunum skv. kjarasamningum vegna sérstakrar hæfni, álags eða árangurs í starfi. Fjármála- ráðherra á að setja reglur um þessi viðbótarlaun og einnig á fjármálaráð- herra að hafa eftirlit með framkvæmd þessara reglna. Fjármálaráðherra getur þar að eigin frumkvæði breytt ákvörð- 220 TÍMARIT IIJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 72. árg. 1996 unum um viðbótarlaun ef þær brjóta í bága við reglurnar og einnig getur hann afnumið heimild forstöðu- manna til að ákvarða starfsmönnum viðbótarlaun ef rekstrarafkoma stofnunar er ekki í samræmi við fjárlög. Aukið vald til að breyta kjörum og/ eða starfi starfsmanna Skv. 9. grein laganna getur forstöðumaður stofnunar ákveðið að breyta viðbótarlaunum starfsmanna hvenær sem er. Starfsmaður getur kosið að segja upp starfi sínu vegna slíkra breytingar en þá verður hann að gera það innan eins mánaðar frá því að breytingin var tilkynnt honum. Ef breytingin er starfsmanninum í óhag heldur hann óbreyttum kjörum út uppsagnarfrestinn. I 19. grein laganna er kveðið á um það að starfsmanni sé skylt að hlíta breytingum á störfum sínum og verksviði frá því er hann tók við starfi. Starfsmaður getur kosið að segja upp starfi sínu vegna slíkra breytingar en þá verður hann að gera það innan eins mánaðar frá því að breytingin var tilkynnt honum. Ef breytingamar hafa í för með sér skert launakjör eða réttindi á starfsmaður rétt á að halda óbreyttum launakjörum og réttindum út uppsagnarfrest sinn eða, ef um embættismenn er að ræða, það sem eftir er af skipunartíma hans í embætti. Hér er um að ræða mikla skerðingu á réttarstöðu starfsmanna nkisins. Á almennum vinnumarkaði gildir sú regla að ef vinnuveitandi vill breyta kjörum eða starfi starfsmanna þarf hann að semja við starfsmenn um þær breytingar eða segja upp ráðningarsamningi starfsmanns og bjóða honum ráðningu á breyttum kjörum. Ríkisstarfsmenn þurfa hins vegar sjálfir að segja upp störfum ef þeir sætta sig ekki við að kjör þeirra séu skert eða starfi þeirra sé breytt. Réttur nýrra starfsmanna til fyrirframgreiddra launa felldur brott Samkvæmt lögunum munu nýir starfsmenn ekki eiga rétt á að fá laun sín greidd fyrirfram. Þeir starfsmenn sem hafa fengið laun sín greidd fyrirfram munu þó halda þeim rétti. Biðlaun skert eða felld niður Samkvæmt lögunum munu nýir starfsmenn ekki hafa biðlaunarétt. Hins vegar er gert ráð fyrir því að embættis- menn og þeir starfsmenn, sem höfðu biðlaunarétt fyrir gildistöku laganna, liafi áfram biðlaunarétt en hann er mjög skertur. T.d. munu biðlaun falla niður ef starfsmaður tekur til starfa hjá öðrum aðila en ríkinu. Skertur réttur starfsmanns til að skjóta ákvörðunum yfirmanns til úrskurðar æðra stjórnvalds 49. grein laganna kveður á um það að ákvörðunum stjórnvalda samkvæmt lögunum verði „ekki skotið til œðri stjórnvalda, nema öðruvísi séfyrir mœlt í einstökum ákvœðum laganna“. Fyrir gildistöku laganna áttu ríkisstarfsmenn rétt á að skjóta máli sínu til æðri stjómvalda (t.d. æðri yfirmanna eða ráðherra) skv. stjórnsýslulögum. T.d. ef forstöðumaður tók einhverja ákvörðun sem starfsmaður sætti sig ekki við þá átti þessi starfsmaður rétt á að skjóta þeirri ákvörðun til úrskurðar æðra stjórnvalds, þ.e. yfirmanns forstöðumanns eða ráðherra. í þessu nýju lögum er það hins vegar sett sem regla að ekki sé hægt að skjóta ákvörðunum stjórnvalda samkvæmt lögunum til æðra stjórnvalds. Veikinda- og barnsburðar- leyfisréttur óljós til framtíðar I bráðabirgðaákvæði laganna er gert ráð fyrir þvf að ríkisstarfsmenn haldi núverandi veikinda- og bamsburðar- leyfisrétti uns annað hefur verið ákveðið eða um það samið, væntanlega í kjara- samningum. Vemleg óvissa ríkir því um þessi réttindi í framtíðinni. Hér má einnig nefna að á borð nefndar heil- brigðisráðherra em drög að fmmvarpi um fæðingarorlof þar sem gert er ráð fyrir að allir launamenn hafi sama rétt til launa/greiðslna í fæðingarorlofi. Samkvæmt þessum drögum á að ná þessu markmiði (frh. á bls. 222)

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.