Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Page 4

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Page 4
Formannspistill Launin, jafnréttismálin og viðhorfsbreytingin Ásta Möller Mig langar að byrja þennan pistil á að segja sögu af hjónum um fertugt, foreldrum þriggja barna, bæði háskólamenntuð og starfandi hjá ríkinu. Þau voru samtímis í skóla og höfðu hugsað sér að hvort um sig hefði sömu tækifæri til starfsframa jafnframt því sem ábyrgð á börnum og heimilishaldi hvíldi jafnt á þeim báðum. Þessi hjón líta svo á að það sé sameiginleg ábyrgð hjóna að tryggja velferð fjölskyldunnar, þ.a.m. að leita leiða til að hámarka fjárhagslega afkomu fjölskyldunnar til að mæta þörfum hennar og tryggja henni ákveðin lífsgæði. Staðreyndin er hins vegar sú að konan er lifandi dæmisaga háskólamenntuðu konunnar í starfi hjá ríkinu sem hefur lág grunnlaun og litla möguleika á að fá viðbótarlaun á formi hærri röðunar í launaflokka, óunnar yfirvinnu, bílapeninga, þjónustueininga eða annarra yfirborgana sem tíðkast hjá ríkinu. Eiginmaðurinn hefur hins vegar möguleika á framangreindum yfirborgunum umfram kjarasamninga, auk þess sem honum bjóðast möguleikar á að viðhalda menntun sinni m.a. með námsferðum erlendis. Með þau markmið í huga að tryggja öryggi og velferð fjölskyldunnar, jafnframt því að hámarka fjárhagslega afkomu hennar, þurfa hjónin, meðvitað eða ómeðvitað, að haga verkaskiptingu á annan veg en þau höfðu hugsað sér í fyrstu. Sú staðreynd, sem ítrekað hefur verið staðfest í könnunum, að karlar hafa meiri tekjumöguleika leiðir því yfirleitt til þess að starfsframi karlsins hefur forgang umfram starfsframa konunnar. Karlinn leggur meira af sínum vökutíma í vinnu á kostnað tíma fyrir fjölskylduna og hann hefur meira svigrúm til að ráða tfma sínum. Hefðbundnum hluverkum karla og kvenna er því viðhaldið hvað sem umfjöllun um jafnrétti líður og burtséð frá óskum og vilja viðkomandi. Mikið hefur verið um það rætt að viðhorfsbreytingu þurfi til að tryggja jafnrétti kynjanna. Spumingin hér er hvort kemur á undan hænan eða eggið? Þarf viðhorfsbreytingu til að hækka laun kvenna, eða er hækkun á launum kvenna forsenda viðhorfsbreytinga? Ég hallast að hinu síðarnefnda. Það hefur ítrekað verið staðfest að kynjabundinn launamunur hér á landi er um 15%. Það má leiða að því líkum að launamunur hefðbundinna kvennastétta og hefðbundinna karlastétta sé enn meiri. Þessi staðreynd er skammarleg fyrir ísland og íslendinga. Á ráðstefnu á vegum norrænna samtaka hjúkmnarfræðinga sem haldin var í september sl. í Reykjavík og fjallað er um í þessu blaði vom kjara- og réttindamál norrænna hjúkrunarfræðinga til umræðu og var m.a. sérstök áhersla lögð á að fjalla um hvemig hjúkmnarfræðingar geta notfært sér aðferðir jafnréttisbaráttunnar í baráttu sinni fyrir bættum kjömm. Það er krafa hjúkrunarfræðinga til íslenskra stjómvalda að þau stuðli að viðhorfsbreytingum í þjóðfélaginu og byrji á byrjuninni með því að leiðrétta laun kvenna og skapi þannig raunvemlegar forsendur fyrir jafnrétti ogjafnræði kynjanna. Konur em ekki að biðja um forgjöf, þær krefjast þess hins vegar að vera ekki úthlutað refsistigum í forgjöf. LOKAÐU BOKIIMISII -FÁÐU PÉR SKYNDIBRÉF % Örugg fjárfesting • Alltaf innleysanleg • Hærri ávöxtun Ekkert lágmark • Enginn kostnaður • Gerðu samanburð FJÁRFESTINGARFÉLAGID SKANDIA H F • LAUGAVEGI 170 Ráðfjafar Skandia veita allarfrekari upplýsingar i síma 540 50 60 3 I M I 540 50 6 □ W Skandia TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. ibl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.