Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Page 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Page 10
Tafla 1 Væntinear til verkia og revnsla af verkium samkvæmt tölu- op Iínukvarða. ásamt fiölda siúklinga sem gefa verkium 7 eða nieira á tölukvarða. Væntingar til verkia oe revnsla af verkium Fyigni Fjöldi sem gefur Tölukvarói Línukvarði tðlu-og verkjum>7,0 M (+ sf) n* M (+ sf) n línukvarða á tölukvaróa (%) Rcynsla af verkjum Þegar vaknaöi upp eftir aðgerð 5,2 (+ 2,6) 37 5,0 (± 2,7) 26 .9882 12 (32,4%) Þegariiggur í rúmi á 1. degi eftir aðgerö 4,4 (±3,1) 106 4,0 (± 3,0) 57 .8893 31 (29,2%) Við djúpöndun/hósta á 1. degi eftir aögerð 4,1 (± 3,4) 77 4,3 (± 3,2) 43 .9543 24 (31,2%) Við hreyfingu ál.degi eftiraðgerð 4,8 (± 2,9) 93 4,5 (± 2,8) 46 .9401 29 (31,2%) Þegar liggur í rúmi á 3. degi eftir aðgerð 3,6 (± 3,1) 107 4,0 (± 3,1) 71 .9503 23 (21,5%) Við djúpöndun/hósta á 3. degi eftir aðgerð 4,1 (±3,6) 74 4,9 (± 3,5) 51 .9563 22 (29,8%) Við hreyftngu á 3. degi eftir aögerð 4,0 (± 2,6) 103 4,3 (± 2,5) 70 .9211 17 (16,5%) Væntingar til verkja 5,4 (± 2,8) 98 5,2 (± 2,7) 85 .9276 38 (38,8%) * ncr fjöldi sjúklinga sem metur styrk verkja samkvæmt lfnu-e(5a tölukvarða á hverjum tfma höfðu fundið fyrir frá aðgerð, í hvíld, við djúpöndun/hósta og við hreyfingu. í viðtali III voru þeir beðnir um að nefna styrk versta verkjar við sömu aðstæður síðastliðinn sólarhring. í símviðtali IV voru sjúklingar spurðir hvort þeir hefðu haft verki við útskrift og þá hvort þeir voru „litlir“, „töluverðir" eða „miklir“. Jafnframt voru þeir beðnir um að nefna styrk versta verkjar sem þeir höfðu fundið fyrir síðastliðinn sólarhring annars vegar við áreynslu og hins vegar í hvíld. Ennfrémur voru sjúklingar sem voru með verki í viðtölunum beðnir um að nefna styrk þess verkjar. Samfelldni verkja og verkjastilling. Til að fá betri mynd af verkjareynslunni var spurt hvort verkimir væm stöðugir, með hléum eða jafnvel engir. Samfelldni verkjanna var metin í viðtölum II, III og IV með fullyrðingum allt frá „ég hef ekki fundið fyrir neinum verkjum“ í „ég hef haft stöðuga verki“. Árangur verkjalyfjanna (verkjastilling) var metinn f viðtölum II og III með fullyrðingum allt frá að „verkjalyfin hafa gert mig alveg verkjalausa(n)“ í „þau hafa minnkað verkinn lítið sem ekkert“. Áhrif verkja á ADL. í viðtali I fyrir aðgerð vom sjúklingar með verki spurðir um áhrif verkjanna á svefn, einnig voru þeir spurðir um bjargráð sem þeir notuðu til að slá á verki. í viðtali IV eftir útskrift vom sjúklingar spurðir um áhrif verkja á athafnir daglegs lífs þ.e. hreyfíngu, svefn og hvíld, vinnu eða daglegt líf. Úrvinnsla gagna Við gagnagreiningu var notast við lýsandi tölfræði, Pearson-fylgnistuðul, t-próf, kí-kvaðrat og fervikagreiningu (ANOVA). Marktæknimörk vom sett við < ,05. Hlutfallstölur sem gefnar eru upp, nema annað sé tilgreint, reiknast út frá fjölda sjúklinga sem tóku þátt í viðkomandi viðtali. Niðurstöður Lýsing á þátttakendum Meðalaldur sjúklinganna var 56,4 ár (sf - 13,9), 70 karlmenn og 60 konur. Greiningu um krabbamein höfðu 25,2%. Níutíu og níu sjúklingar (76,2%) sögðust hafa haft verki tengda núverandi sjúkdómsástandi og var meðaltalsstyrkur versta verkjar sem þeir höfðu fundið fyrir 6,6 (sf = 2,5). Meirihluti sjúklinganna (79,6%) hafði haft verkina lengur en sex mánuði og höfðu verkirnir áhrif á svefn (vöknuðu um miðjar nætur eða snemma, „ekki úthvíldir“) hjá 59 sjúklingum (45,4%). Sextfu sjúklingar (46,2%) tóku inn verkjalyf vegna verkjanna, þar af 38 (63,3%) daglega. Sjúklingarnir vom spurðir um hvernig þeir tækjust almennt á við verki og sýndu svör þeirra að algengast var að taka inn verkjalyf (sjá töfíu 2). Verkjalyf sem fólk nefndi oftast að það tæki vom Magnýl® (n = 32), Parkódín® (n = 27), Panodil® (n = 24), Kódimagnýl® (n = 9), og Dolvipar® (n = 8). Sjúklingarnir fóru í mismunandi og mismiklar skurð- aðgerðir, þeirra á meðal höfuð-, hjarta-, ristil-, æða-, brjósta- og mjaðma- og hryggaðgerðir. Tímalengd aðgerðanna (samkvæmt svæfíngarblaði) var allt frá 33 mínútum í 9,5 klst. Við hluta gagnagreiningar voru skurðaðgerðirnar flokkaðar eftir skurð- svæðum. Fjallað er um niðurstöður sem tengdust samanburði á aðgerðum á eftirfarandi líkamssvæðum: Brjósti/brjóstholi (n = 32), kviðarholi (n = 23), hrygg (n = 12) og neðri útlimum (n = 47). Niðurstöður sem tengdust öðrum líkamssvæðum (höfði, hálsi, þvag-/kynfærum) var sleppt hvað varðar lýsingu eftir aðgerðarsvæðum vegna smæðar undirhópa. Ennfremur er Tafla 2 Almenn úrræði siúklinea veana verkia (N-130). Úrræði sjúklinga n (%) Verkjalyf 94 (72,3%) Slökun 37 (28,5%) Haika af sér 26 (20,0%) Heitir bakstrar 24 (18,5%) Líkamsæfíngar 21 (16,2%) Nudd 12 ( 9,2%) Hugsa um eitthvaö annað 10 ( 7,7%) Sjúkraþjálfun 8 ( 6,2%) Kaldir bakstrar 7 ( 5,4%) 234 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.