Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 17
meðferðar hafa sjálfir velt fyrir sér hvort mannúðarstefnan lifi af í heimi hagkvæmnissjónarmiða í meðferð (Montgomery & Webster, 1993). í heimi þverrandi auðlinda og síaukinnar fólksfjölgunar hlýtur að teljast mikilvægt að horfa á árangur í víðustu merkingu þess orðs, hvaða stefnur svo sem menn kjósa að aðhyllast. Horft er á árangur af lausnamiðaðri meðferð bæði með tilliti til bættrar geðheilsu og sjáanlegra hegðunar- breytinga hjá skjólstæðingunum. Sýnt hefur verið fram á að árangur af skammtímameðferð er ekki síðri en af langtíma- meðferð og í flestum tilfellum skjótari (Webster, 1990). Svo langt hafa menn gengið að gera eftirfylgnirannsóknir á skjól- stæðingum eftir aðeins einn meðferðartíma („single-session therapy”) og hafa niðurstöður sýnt jákvæðan árangur í yfir 80% tilfella (Talmon, 1990). Webster, Vaughn og Martinez (1994) telja að í rauninni þjóni lausnamiðuð meðferð hagsmunum skjólstæðinganna sjálfra í mun ríkari mæli en eldri hugmynda- fræði, hins vegar sé þörf á frekari rannsóknum á efninu (Webster, Vaughn & Martinez, 255). Hugmyndafræðin Samkvæmt þeirri hugmyndafræði, sem að baki þessarar meðferðarstefnu býr, er litið á raunveruleikann sem eitthvað „að innan“, þ.e.a.s. raunveruleiki einstaklingsins er sá sem hann sjálfur býr til með persónueigindum sínum og samspili við aðra einstaklinga í umhverfinu. Þannig er ekki gert ráð fyrir hinum eina stóra sannleika eða einum ytri raunveruleika. Þetta samrýmist þvf svokallaðri „konstrúktívri“ veraldarsýn. O'Hanlon (1990) hefur sagt, að hver manneskja sé í rauninni miðja alheimsins í þeim skilningi að hún sé í einstökum, einstaklingsbundnum aðstæðum, reynslu, tíma og rúms. Hver manneskja er þannig í sjálfri sér undantekning. Samkvæmt flestum geðmeðferðarstefnum er bæði „vandamálið" og lausn þess mjög háð fræðilegri sýn meðferðaraðilans (Webster, 1990). Þannig gæti Gestalt-sinni skilgreint tiltekið vandamál skjól- stæðings sem erfiðleika við tjáningu tilfinninga, atferlissinni gæti séð vandamálið frá þeim sjónarhóli að nauðsyn væri á frábrugðinni umbun, og sálgreinandi með „psychodynamiska“ sýn myndi hugsanlega sjá vandann sem afleiðingu af togstreitu í bernsku (Friedman & Fanger,1991;Webster,1990). Ekki skal lagt mat á þessar nálganir - og allar hafa þær sitthvað til síns ágætis. Það sem þó er ólíkt öðrum nálgunum er, að eitt það fyrsta sem meðferðaraðili í lausnamiðuðu meðferðarnámi lærir er að skilgreina vandamálin frá sjónarhóli sjúklingsins, án tillits til eigin fræðilegrar afstöðu. Prochaska & Norcross (1994) hafa skilgreint svokallaða Transtheoretical Therapy. Þeir leggja áherslu á að allar hugmyndastefnur innan geðfræð- anna bjóði upp á góða innsýn í mannlega tilveru og gefi forskrift að hugsanlegum lausnum, hvaða nafni sem þær nefnist. Hins vegar sé nauðsyn á meðferðarstefnu sem geti samhæft og samtvinnað hina ýmsu þætti/áherslur úr ólíkum áttum. Samkvæmt veraldarsýn lausnamiðuðu meðferðarinnar hefur hver einstaklingur möguleika til að leysa sjálfur sín eigin mál. Það er hlutverk meðferðaraðilans að benda á leiðir og hjálpa einstaklingnum við að koma á og viðhalda heilla- vænlegum breytingum í lífi sínu (Cade & O'Hanlon, 1993). Meðferðaraðilinn notar allt sem skjólstæðingurinn eða einstaklingurinn kemur með í meðferðina, þar á meðal einkenni og/eða kvartanir, til hjálpar (Webster, 1990). Þannig gæti lausnamiðaður meðferðaraðili skrifað upp á einkennið, ef svo má að orði komast („prescribe the symptom“) og/eða sett það í annað samhengi (,,reframe“) (Webster, 1990). Forsendur Forsendur meðferðarinnar hafa verið dregnar saman af Budman og Gurman (1988) á eftirfarandi hátt: (1) Breytingar eru ekki einungis hugsanlegar, heldur óhjákvæmilegar; (2) það sem tekist er á við í meðferðinni er það sem skilgreint hefur verið af sjúklingnum, ekki meðferðaraðilanum; (3) hinn raunverulegi hversdagslegi heimur sjúklingsins, utan meðferðartímanna, er það sem mestu máli skiptir - þar eru tilfinningabönd styrkt og hafin breytingaferli sem til bóta horfa fyrir einstaklinginn. Ýmsir benda á, að frumforsendur lausnamiðaðrar nálg- unar í geðmeðferð liggi fyrst og fremst í breyttum áherslum, miðað við hefðbundna langtímameðferð, þar sem fræðileg sýn meðferðaraðilans ræður mestu um meðferðarstefnu og hvar gengið er út frá hefðbundunum skilgreiningum á heilbrigði og óheilbrigði. Þessar áherslubreytingar birtast í ýmsu myndum. Samkvæmt lausnamiðaðri meðferðarstefnu er: A miðað að því að finna lausn vandans — (fremur en að auka innsæi skjólstæðinga í hann); A krafist samvinnu meðferðaraðila og skjólstæðings; A lögð áhersla á möguleika og sköpun - (Friedman & Fanger hafa nefnt þetta „the paradigm shift of moving from problems to possibi 1 ities“ - Friedman & Fanger, 1991, bls. 25); A lögð áhersla á eftirvæntingu og von; A notaður orðaforði sem undirstrikar breytingar, bjartsýni og eðlilegan vöxt einstaklingsins - (sneitt hjá orðaforða sem undirstrikar vandamál, sjúkdómsgreiningu, liðna tíð og það sem er afbrigðilegt); A litið á breytingar sem breytilegt ferli („dyriamic") en ekki línulaga (,,linear“); A litið svo á, að minnsta jákvæða breyting í lífi skjólstæðings geti leitl lil stærri jákvæðra hegðunarbreytinga (svokölluð fiðrildisáhrif) (Berg & Miller, 1992; Erikson & Rossi, 1979; Friedman & Fanger, 1990; Gurman & Kniskern, 1981). Ytri rammi meðferðarvinnunnar Unnt er að beita lausnamiðaðri rneðferðartækni við hvaða aðstæður sem er. Ræturnar liggja að hluta til í fjölskyldu- meðferð, meðal annars í Fjölskyldumeðferðarstofnuninni í Milwaukee, eins og áður er um getið, en aðferðirnar hafa á síðustu árum verið teknar upp við ýmsar aðstæður. lleilu geðsjúkrahúsin byggja meðferðarvinnu sína á þessari hug- myndafræði. Meðferðin getur verið hæði einstaklingsbundin og í hóp. Innan geðsjúkrahúsa í Bandaríkjunum hefur rutt sér til rúms sú aðferð að stunda þessa meðferð með aðstoðarteymi á bak við spegil („one-way mirror“) eða myndatökuvél. Þá er einn meðferðaraðili með skjólstæðinginn fyrir framan spegilinn eða myndatökuvélina, en á bak við hann /hana er meðferðarteymi sem hlustar og leggur á ráðin. Símasamband er á milli herbergjanna og getur teymið hringt inn skilaboð hvenær sem þeim finnst ástæða til að grípa inn f. I miðjum meðferðartfmanum er gert hlé og meðferðaraðilinn hittir teymið TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.