Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Síða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Síða 18
í hinu herberginu. Þar er rætt um það sem gerst hefur í tímanum fram að því og hvemig best sé að gefa skjólstæðingn- um svokölluð „intervening messages" sem er eins konar túlkun meðferðaraðilans og teymisins á því sem skjólstæðingurinn hefur verið að tjá sig um, ásamt uppástungum og ráðleggingum. Þar sem um er að ræða kennslu geðmeðferðaraðila í fram- haldsnámi (til MS og PhD - gráða) em myndbandstæki oftast notuð og fer þá fram greining á meðferðartímanum eftirá, undir sérstakri handleiðslu prófessors. Fyrir meðferðartímann fundar sá sem tekur viðtalið með teyminu, biður um ráðleggingar varðandi sinn þátt í meðferðinni og talar um veikar og sterkar hliðar sínar sem meðferðaraðila. Einnig kynnir hann sjúkling- inn fyrir teyminu og leggur fram skriflegt samþykki hans fyrir viðtalinu, teyminu og myndavélinni/speglinum. Eftir með- ferðartímann er síðan aftur fundur, þar sem meðferðaraðilinn fær gagnrýni á frammistöðu sína og dregnir eru saman helstu punktar úr viðtalinu. Þá er og rætt um skjólstæðinginn, stöðu hans við núverandi aðstæður, framtíðarmöguleika og áfram- haldandi meðferð. Þetta er sú aðferð sem notuð er á Colorado Psychiatric Hospital og höfundur þessarar greinar var aðili að, eins og fyrr segir. Talið er mátulegt að hver meðferðartími standi yfir í klukkustund og fjöldi tíma fyrir hvern einstakling þrír til fimm. Alltaf er reynt að ákveða hvenær á að hætta meðferðinni og slíkt gera meðferðaraðilinn og skjólstæðingur- inn í sameiningu. Einnig ákveða þeir í sameiningu áframhald- andi meðferð, hvar, hvenær og með hverjum, ef þörf er talin fyrir slíkt. Ýmislegt um meðferðartæknina Frömuðir í lausnamiðaðri meðferð eru mjög hlynntir því að einfalda hlutina og sleppa sem flestum útúrdúrum. Nota skal hversdagslegt mál, tala umfram allt sama mál og skjól- stæðingurinn og vera raunhæfur í aðgerðum og væntingum (Cade & O'Hanlon, 1993; O'Hanlon, 1990). Þriár reglur eru miög í heiðri hafðar • Ekki laga það sem ekki er þegar skemmt • Um leið og þú veist hvað virkar, notaðu það • Ef hlutirnir ganga ekki, reyndu þá eitthvað annað (O'Hanlon, 1990). Rfk áhersla er á markmiðssetningu Berg (1991) segir um markmiðin: • Markmiðin þurfa að vera einföld og raunhæf. • Orða þarf markmiðin á jákvæðan hátt og tengja þau sjáanlegu atferli. • Nauðsynlegt er að markmiðin vísi til byrjunar á nýju hegðunarmynstri, en ekki til endaloka gamals mynsturs. • Ef markmið skjólstæðingsins samræmist ekki markmiðum meðferðaraðilans, þarf að mætast á miðri leið og semja. Þriú miðlæg hugtök og aðferðir í lausnamiðaðri nálgun Berg og félagar við Fjölskyldumeðferðarstofnunina í Milwaukee hafa gefið út nokkurs konar leiðbeiningar fyrir meðferðaraðila sem eru að læra þessa nálgun. Leiðbeining- unum hefur verið dreift á ýmsum ráðstefnum, námskeiðum og fundum um efnið, en þær hafa ekki verið opinberlega birtar. Berg og félagar hafa gefið góðfúslegt leyfi til að birta hér samantekt á þessum leiðbeiningum. Tekið skal fram að dæmi sem notuð eru koma öll frá Berg og félögum: 1. Spurningar • Spurningar sem vísa til bata fvrir fvrsta tíma Lpresession change questions“'l: Mikilvægt er að hlusta vel eftir hvort einhver breyting hafi orðið á líðan einstaklingsins frá þvf hann pantaði tíma (einkastofa; heilsugæslustöð) og ef um sjúkrahúsvist er að ræða, kanna þá hvort einhver breyting hafi orðið til batnaðar að mati skjólstæðings. Unnt er að nota stigs-spurningar („scaling- questions“) í þessum tilgangi. Stigs-spurning gæti hljóðað einhver veginn svona: „Á skala frá 1 til 10, þar sem 1 er sú versta líðan sem þú hefur upplifað en 10 er það besta sem þú getur hugsað þér, hvar ertu núna?“ • Kraftaverkaspurningar í„miracle questions“k Þessum spurningum er ætlað að hjálpa einstaklingnum að setja sér markmið og horfa til framtíðarinnar án vandamálsins eða einkennanna. Þær eru orðaðar í ákveðinni framtíð en ekki í viðtengingarhætti. Hugsa má sér slíka spurningu eftirfarandi: „Setjum sem svo að eina nóttina gerist kraftaverk meðan þú sefur, (athuga: EKKI myndi gerast eða gæti gerst) þannig að þegar þú vaknar verður (athuga: EKKI væri eða myndi vera/ verða) vandamálið, sem varð þess valdandi að þú ert hingað komin(n), algerlega horfið. Hvað heldurðu að verði (athuga: EKKI hvað myndi verða) það fyrsta sem gefur þér vísbendingu um að kraftaverk hafi gerst og að vandamálið sé horfið?“ Síðan hjálpar meðferðaraðilinn einstaklingnum að ímynda sér fram- tfðina án vandamálsins, eða vandamálanna. Mælt er með að taka inn í þessar spurningar sambönd einstaklingsins við umhverfið og spyrja að því, hvemig maki, foreldri, vinnufélagi o.s.frv. muni sjá breytinguna. Einnig að biðja einstaklinginn að lýsa því, hvað muni breytast í lífinu almennt við það að tiltekið vandamál hverfur. • Undantekningaspurningar f..exception questions“h Þessum spurningum er ætlað að hjálpa skjólstæðingnum að skilgreina tíma eða tímabil í fortfðinni, þegar vandamálið hefur ekki verið til staðar. Dæmi um slíka spurningu væri, eftir að kraftaverkaspurningin hefur verið borin upp: „Verðurðu stundum var/vör við að hluti af þessu kraftaverki hafi gerst?“ Ef skjólstæðingurinn lýsir þvf að vandamálið sé meira og minna til staðar, nema við sérstök tækifæri, spyr meðferðaraðilinn t.d.: „Segðu mér frá þeim tímabilum þegar vandamálið er ekki til staðar. Hvernig ferðu að því að láta það gerast?“ • Stigs-spurningar f„scaling questions“'l: Eins og áður er getið, hjálpa þessar spurningar einstakl- ingnum að meta huglægar stærðir og gera þær áþreifanlegar, nákvæmar og mælanlegar. Unnt er að nota þær til að meta sjálfsvirðingu og sjálfsöryggi skjólstæðingsins, vilja hans og getu til breytinga og hæfni hans til að forgangsraða því sem þarf að vinna með í lífi hans/hennar. Dæmi um slíkar spumingar 242 TtMARIT HJÚKRUNAItFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.