Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 25
Gunnjóna Jensdóttir og Sigríður Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingar og „uroterapeuts“ HVAÐ ER „UROTERAPEUT"? Á síðastliðnum 10 árum hafa rúmlega 90 „uroterapeutar“ útskrifast frá háskólanum í Gautaborg og starfa þeir í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi og nú síðast á Islandi. Okkur tvær, sem lokið höfum þessu faglega námi í ráðgjöf fyrir fólk með þvagfæravandamál, langar í stuttu máli að kynna það hér, sem og starfsemi þvagfærarannsóknardeildar Landspítalans. I háskólanum í Gautaborg er hjúkrunarfræðingum, læknum og sjúkraþjálfurum boðið upp á 20 eininga samnorrænt fjarnám í ráðgjöf fyrir börn og fullorðna tneð þvagfæravandamál. (20 sænskar einingar = 15 íslenskar). Starfsheitið að námi loknu er „uroterapeut“ en við höfum ekki ennþá fundið yfir það íslenskt starfsheiti. Hugsanlega mætti tala um þvagfæraráðgjafa. Markmiðið með náminu er að auka þekkingu á hinum ýmsu sjúkdómum og kvillum í þvagfærum svo að skapa megi betri úrræði, og umfram allt betri umönnun og endurhæfingu, fyrir sjúklinga með þvagfæravandamál. Námið er ætlað þeim setn vinna með, eða hafa í hyggju að vinna með, fólki sem á við þvagfæravandamál að glíma. Krafist er 3 ára starfsreynslu eftir útskrilt og 10 eininga grunnnáms í rannsóknum, aðferðarfræði. Tókum prófin hér heima Náinið spannar 3 annir og skiptist í 5 námskeið, sem standa viku í senn, og síðan er ein vika ætluð í verklega vinnu á þvagfæra (,,urodynamik“) rannsóknarstofu. Hverju námskeiði lýkur með prófi og vorum við stöllur svo lánsamar að geta tekið þau hér heima en við vorum í námi frá janúarmánuði 1995 til marsmánaðar 1996. Háskólinn í Gautaborg sendi prófspurn- ingarnar til yfirmanns okkar og sá hann um að leggja fyrir okkur prófin. Síðan þurftum við að skila lokaverkefni og flytja það fyrir kennara og nemendur. Lokaverkefni okkar fjallaði um millivefja blöðrubólgu („cystitis interstitialis") og könnun á heilsutengdum lífsgæðum og líðan sjúklinga með sjúkdóminn. Kennslan fer fram á Ostra sjúkrahúsinu í Gautaborg í formi fyrirlestra, sýnikennslu, umræðu og eigin vinnu. Fyrirlesarar eru úr röðum lækna, þvagfæraráðgjafa, hjúkrunar- fræðinga og sjúkraþjálfara frá Norðurlöndunum og flestir tala sænsku. Námskeiðunum er skipt niður í flokka eftir efni. Byrjað er á fósturfræði, líffærafræði og lífeðlisfræði, ásamt lífeðlismeinafræði innan barna-, þvagfæra-, kven- og ellisjúkdóma. Einnig er komið inn á truflun á þarmastarfsemi í tengslum við þvagfærasjúkdóma og lítillega inn á kynlífsfræði. Farið er f bakteríufræði, ónæmisfræði og þvagfærasýkingar hjá börnum og íullorðnum. Að lokum er farið yfir sjúkdómsgrein- ingu og meðferðarúrræði. Að námi loknu á „uroterapeut“ að hafa þekkingu og hæfni lil að starfa sjálfstætt á sérstakri mótlöku eða göngudeild, eða innan barna-, þvagfæra-, kven-, eða öldrunarfræðinnar og hafa færni til að greina vandamálið, ákveða og framkvæma meðferð, eftir því sem við á, í samvinnu við sérfræðing. „urodynamiskar" rannsóknir Við höfum starfað á þvagfærarannsóknardeild Land- spítalans síðastliðin 3 ár. Þar eru gerðar „urodynamiskar“ rannsóknir, þ. e. mismunandi athuganir og rannsóknir sem miða að því að safna upplýsingum um og meta starfsemi neðri þvagvega á meðan á fyllingu, geymslu og tæmingu þvags stendur. Þar fer einnig fram ýmis önnur starfsemi sem viðkemur fólki með þvagfæravandamál. Má þar nefna blöðruskolanir með ýmsum lyfjum, kennslu og leiðbeiningar t. d. við að tæma þvagblöðruna ineð þvaglegg, við notkun hjálpartækja vegna þvagleka, við notkun raförvunartækja vegna þvagleka og verkja, ásamt fræðslu um vökvainntekt, heilbrigðar salernisferðir, blöðruþjálfun og mikilvægi grindarbotnsins og grindarbotnsæfinga. Einnig störfum við sem hjúkrunarfræðingar við nýrna- steinbrjótinn Mjölni en sú þjónusta hefur verið starfrækt á Landspítalanum síðastliðin 3 ár. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.