Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 26
Þvagleki er heilbrigðisvandamál þar sem hjúkrunarfræð-
ingar, t. d. á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum, geta lagt sitt
af mörkum og aðstoðað fólkvið að takast á við vandann. Með
beinum spurningum er komist að því hvort vandinn er til staðar
og með fræðslu og úrræðum komið til hjálpar.
Við flest stærri sjúkrahús í nágrannalöndum okkar hefur á
síðustu árum orðið sú þróun að þar eru starfræktar göngudeildir
fyrir fólk með þvagfæravandamál. Yfirleitt starfar þar saman
teymi þvagfærasérfræðings, kvensjúkdómasérfræðings,
„uroterapeuts" og sjúkraþjálfara og þangað getur fólk komið til
sjúkdómsgreiningar, rannsókna og meðferðar. Það er von okkar
að starfsemi með þessu sniði verði einnig á íslandi í náinni
framtíð. Jafnframt er markmiðið að þróa áfram þær
„urodynamisku“ rannsóknir sem gerðar eru á Landspítalanum.
Okkur langar að minnast lftillega á „Þránd í götu“, sem
vonandi verður breyting á, en það er hvernig staðið er að
kaupum á hjálpartækjum hér á landi. Hjálpargögn eru dýr og
margir hafa ekki fé til slíkra kaupa. Mjög erfitt er að fá niður-
greiðslu hjá Tryggingarstofnun á hjálpargögnum vegna þvag-
leka, t.d. álagsþvagleka. I nágrannalöndum okkar eru
hjálpartæki mun aðgengilegri og þar geta „uroterapeutar“
ávísað hjálpargögnum til skjólstæðinga sinna.
Starf „uroterapeuta" er mjög fjölþætt og þörf á fleirum hér
á íslandi, t. d. til að sérhæfa sig fyrir böm með þvagleka, fyrir
öldrunardeildir, fyrir einstaklinga með ýmis konar lamanir,
fyrir heilsugæslustöðvar og stærri sjúkrahús úti á landi. Vonum
við að ekki líði á löngu áður en fleiri bætast í okkar litla,
tveggja mann hóp.
250
Áhrif þvagleka
„Urinary incontinence“ hefur verið skilgreint sem ástand
þar sem ósjálfráður þvagleki veldur andlegum, líkamlegum og
félagslegum vanda.
•Þvagleki hefur áhrif á lífsgæði einstaklinga og veldur
skömm, einangrun og minnkaðri sjálfsvirðingu.
•Þvagleki hefur áhrif á alla þætti daglegs lífs, mat og
drykk,val á fatnaði, vellíðan í starfi, frístundir, ferðalög, náin
samskipti og kynlíf.
•Þvagleki er ennþá feimnismál og margir leita sér ekki
aðstoðar, enda er þvagleki oft nefndur „hinn duldi vandi“.
•Þvagleki er heilbrigðisvandamál; 15-20% allra kvenna
og 5% allra karla líða af þvagleka. Tíðnin eykst hjá öldruðum
og hjá konum við tíðarhvörf. Af 7 ára börnum þjást u.þ.b.10%
af þvagleka dag eða nótt.
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996