Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 59
i i L Réttargeðdeildein Vadstena í Svíþjóð menn eru allir með tveggja ára sérhæft nám að baki (ígildi sérhæfðs sjúkraliða- náms) og virtist okkur það skila sér mjög vel, auka sjálfstraust þeirra og tækifæri til þátttöku í meðferðarstarfi. Auk þessa eru þeir með mjög vel þróað stuðnings- mannakerfi (kontaktmenn) og hafa allir sjúklingar tvo stuðningsmenn strax frá innlögn. Auk áðurgreindrar starfsmennt- unar halda þeir sérstök námskeið fyrir stuðningsmenn. A deildinni er mjög vel hugsað um starfsfólk og er félagsráðgjafi í fullu starfi við handleiðslu þess. Meðferð Vinnan með sjúklingana er mjög margþætt og mest áhersla lögð á aðlögun daglegs lífs, endurhæfingu og starfsþjálfun. Iðjuþjálfun, auk starfa á vinnustað deildarinnar, gegnir þar mikilvægu hlutverki. I kjallara hússins eru sjö deildir af mismunandi toga til þjálfunar og endurhæfingar; smíðaverk- stæði, herbergi fyrir leirvinnu, kennslu- stofa, þjálfunareldhús, silkimálun, myndlist og prentverksvinna sem er það fjölbreytt að næstum allir sjúklingar geta fundið þar verkefni við sitt hæfí. Öll framleiðsla sem þarna er unnin og heppnast vel, er síðan markaðssett og seld og njóta sjúklingarnir góðs af því. Til viðbótar þessu er vinnustaður (framleiðsla) fyrir sjúklinga sem hafa náð meiri bata og er hann í öllu eins og almennur vinnustaður úti í þjóðfélaginu. Hjúkrunarfræðingar skipuleggja störf hvers dags fyrir starfsmenn deildarinnar en mestur tími hjúkrunarfræðinga fer í teymisvinnu með sálfræðingum, félags- ráðgjöfum, iðjuþjálfa og læknum. Þess má geta að við sátum alla fundi sem haldnir voru á deildinni um meðferð sjúklinga og augljóst var að góð teymisvinna er mikilvægasti þáttur meðferðarinnar. f hverri viku koma fulltrúar dómsvalda á réttargeðdeildina og kveða upp úrskurð þess efnis hvort sjúklingar, sem um það hafa sótt, megi fara fylgdarlaust af deildinni. Sjúklingar koma óskum sínum á framfæri við dómsvald og lækni, sem áður hefur metið ástand sjúklings. Læknir mætir með sjúklingi fyrir réttinn, vitnar um hvort hann styðji ósk sjúklingsins eða ekki og færir rök fyrir sínu mati. Akvarðanir um útivist í fylgd starfsmanna eru teknar á deildinni. Þetta dreifir þeirri ábyrgð sem óneitan- lega fylgir því að veita geðsjúkum afbrotamanni leyfi til að fara ferða sinna fylgdarlaus. Slík leyfi eru hinsvegar nausynleg til endurhæfingar og mögu- leika á útskrift. Einnig er bundið í sænskum lögum að fyrir hendi sé meðferðaráætlun fyi ir alla sjúklinga sem dæmdir eru inn á réttargeðdeild þegar geðrannsókn hefur farið fram. Lögum samkvæmt má geðrannsókn ekki taka lengri tíma en fjórar vikur. Þessar þrjár vikur í Vadstena gáfu okkur góða innsýn í dagleg störf á réttar- geðdeild í Svíþjóð og yflrsýn yfir málefni geðsjúkra afbrota- manna þar í landi. Auk þessa fengum við tækifæri til að sækja heim fleiri merkar stofnanir svo sem réttargeðdeild í Ryhov sem þykir ein sú allra fremsta þar í landi, svo og fangelsið í Skanninge, eftirmeð- ferðardeild í Linköp- ing , og einnig skoðuðum við sambýli og íbúðir fyrir út- skrifaða sjúklinga í eftirmeðferð. Réttar- geðlækningar eru nýkomnar á kort íslenskra heilbrigðis- og dómsmála og því nauðsynlegt og gagnlegt að sjá hvemig slíkt starf fer fram á deild sem nýtur mikillar virðingar f viðkomandi landi. Við sáum hve mikilvæg mannleg starfsmannastefna er og hvernig markvisst upplýsingaflæði milli starfsfólks skilar sér á árangur- sríkan hátt í meðferð sjúklinganna. það er von okkar að þessi stutta kynning á réttargeðhjúkmn, sviði sem hér á landi hefur verið vanrækt í áratugi, veiti örlitla innsýn í hugmyndafræði og verkefni okkar að Sogni. Segja má að umönnun réttargeðsjúkra hér á landi hafi farið allvel af stað og má þar m.a. þakka samvinnu við deildina í Vadstena, sem við höfum haft sem fyrirmynd. Það sem stendur þessum veigamikla þætti heilbrigðisþjónustunnar fyrir þrifum hér á landi er skortur á hefðum og laga- ramma. Það er brýn nauðsyn á að úr því verði bætt sem fyrst svo að þróun á þessu sviði geti orðið eðlileg og sambærileg við það sem gerist annars staðar í hinum vestræna heimi. DISKUS - Nýtt tæki fyrir astmasjúklinga Glaxo Wellcome hefur sett á markað DISKLfS, nýtt þurrdufttæki fyrir astmasjúklinga. Hvert tæki inniheldur 60 afmælda lyfjaskammta og er búið skammtateljara svo notandinn veit alltaf hve margir skammtar eru eftir í tækinu. Tækið inniheldur mánaðarskammt af astmalyfjum frá Glaxo Wellcome, ýmist langvirkt berkjuvíkkandi lyf eða fyrirbyggjandi, bólgueyð- andi lyf. DISKUS fer vel í hendi og vasa og engir lausir hlutir fylgja svo sem lok eða hetta. Skömmtun úr tækinu er jöfn og nákvæm frá fyrsta skammti til þess síðasta. Auk þess skiptir ekki höfuðmáli hve kröftuglega sjúklingur getur andað að sér, skammturinn kemst til skila hvort sem innöndun er veik eða sterk. Það er þó góð regla að anda alltaf að sér eins kröftuglega og kostur er þegar lyfið er tekið. Sjúklingurinn finnur bragð af skammtinum og velkist því aldrei í vafa um hvort skammturinn haft skilað sér. Þar sem hver skammtur er fyrirfram afmældur og pakkaður í álþynnu hefur rakastig umhverfisins engin áhrif á skömmtun úr tækinu. DISKUS tækið er afar auðvelt í notkun og auðvelt er að kenna og læra á tækið. Með DISKUS býður Glaxo Wellcome þægilegt og öruggt tæki sem uppfyllir kröfur astmasjúklinga. Tœkið opnað Lyflð skammtað Lyfinu andað inn TfMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996 283
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.