Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 7
Ritstjóraspjall m Afmæli og áríð 2000 Desemberblaðið er að þessu sinni til- einkað því að 80 ár eru liðin frá því fyrsta félag hjúkrunarfræðinga var stofnað hér á landi. Afmælið var haldið hátíðlegt þann 6. nóvember sl. á Kjarvalsstöðum kl. 16.00-18.00. Boðið var upp á ýmsa dagskrárliði og var mikið fjölmenni í húsinu. Áttatíu rauðar rósir skreyttu Kjarvalsstaði og á boðstólum var konfekt og freyðivín í tilefni dagsins. Til að miðla þeim sem ekki komust í fagnaðinn hlutdeild í afmælinu birtast í þessu tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga myndir og ræður þeirra sem lögðu sitt af mörkum til að gera hátíðarhöldin sem veglegust. Afmælisnefndin átti veg og vanda af dagskránni. í nefndinni áttu sæti Þorgerður Ragnarsdóttir, sem var formaður, Bergdís Kristjánsdóttir, Pálína Sigurjónsdóttir og Aðalbjörg J. Finnbogadóttir. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn í upphafi árs 1999 og eftir ýmsar hugmyndir um fyrirkomulag afmælishátíðar varð úr að hafa móttöku að Kjarvalsstöðum. í auglýsingu frá nefndinni í síðasta tölublaði voru hjúkrunarfræðingar hvattir til að fjölmenna þar sem húsið væri stórt. í Ijós kom þó að húsið var varla nógu stórt, svo góð var mætingin. Lesendum óska ég gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Það er ótrúlegt að árið 2000 sé rétt ókomið, svo stutt er síðan næstu aldamót voru í Ijósárafjarlægð. Þetta er síðasta eintak Tímarits hjúkrunarfræðinga á þessu ári og því við hæfi og gleðiefni á þessum tímamótum að kynna fyrirhugaða heima- síðu Félags fslenskra hjúkrunarfræðinga. Undirbúningur er nú í fullum gangi og verður nýr upplýsingamiðill væntanlega tekinn í notkun á netinu á næsta ári, árið 2000. Það má því segja að heimasíðan sé aldamótagjöf handa hjúkrunarfræðingum en jólagjöfin er nú sem fyrr handbók og dagbók. Gleðilegjól! S JÚKRAHÚS REYKJAVÍ KU R Hjúkrunarfræðingar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur senda Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga hjartanlegar hamingjuóskir í tilefni 80 ára afmælis félagasamtaka hjúkrunar á Islandi. Megi félagið halda áfram að eflast hjúkrunarfræðingum og skjólstæðingum þeirra til heilla. fea Fjórðungssjúkrahúsið áAkureyri óskar Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga til hamingju með 80 ára afmælið Landspítalinn óskar Félagi islenskra hj úkrunarfrœðinga til hamingju með 80 ára afmœlið LANDSPÍTALINN .../ þágu mannúdar og vísinda... Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 75. árg. 1999 295

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.