Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 12
hjúkrunarfræðinga að ávarpa fundinn og færa Hjúkr- unarfélaginu árnaðaróskir í tilefni afmælisins. Nú tíu viðburðaríkum árum síðar fyllist ég þakklæti yfir að hafa fengið tækifæri að vera virkur þátttakandi í að móta sögu hjúkrunar á þessum síðasta áratugi síðustu aldar árþúsundsins. Fyrir það þakka ég hjúkrunarfræðingum sérstaklega um leið og ég óska félaginu og hjúkrunar- fræðingum öllum bjartrar framtíðar á nýju árþúsundi. Kristín Á Guðmunds- dóttir, formaður Sjúkra- liðafélags íslands Heilbrigðisráðherra, formaður, hjúkrunarfræðingar og aðrir hátíðargestir. Fyrir hönd Sjúkraliðafélags íslands færi ég hjúkrunarfræð- ingum bestu hamingjuóskir á þessum tímamótum í sögu samtaka þeirra. Áttatíu ár eru ekki langur tími í veraldarsögunni, en á tímakvarða launþegahreyfinga og stéttabaráttu eru samtök hjúkrunarfræóinga með þeim elstu hér á landi. Samtök sem markað hafa djúp spor í sögu launþega frá upphafi. í tilefni þessara tímamóta færi ég ykkur fyrir hönd sjúkraliða lítið listaverk eftir Þóreyju Magnúsdóttur ,/Eju“, listamann sem getið hefur sér gott orð og viðurkenningu sem hugmyndaríkur „skúlptúristi". Verk hennar, sem ég hef valið til að færa samtökum ykkar, er engill sem er lýsandi tákn um þau miklu og margvíslegu líknarstörf sem hjúkr- unarstéttin hefur unnið frá upphafi til þessa dags. Það er sannfæring mín að góðir andar svífi yfir verkum hjúkrunar- fræðinga og englar í einhverri mynd sveimi yfir störfum hjúkrunarstéttanna. Ég vænti þess að „englar alheimsins" muni hér eftir sem hingað til vaka yfir verkum okkar og samstarf hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða eigi eftir að aukast og eflast og gagnkvæmur skilningur þessara stétta vaxi og dafni á komandi árum. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka fyrir gott boð og ítreka mínar innilegustu hamingjuóskir til ykkar á þessum tímamótum. Björk Vilhelmsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna Ráðherra, aðrir hjúkrunarfræð- ingar og veislugestir. Ég vil fyrir hönd Bandalags háskólamanna óska hjúkrunar- fræðingum til hamingju með þau 80 ár sem stéttin hefur staðið saman, faginu og fræðunum til ómetanlegs stuðnings. Við í Bandalagi háskólamanna erum stolt af því að hafa hjúkrunarfræðinga innan okkar vébanda og ég get líka sagt að það er jafnframt styrkur okkar. í tilefni þessara 80 ára vill bandalagið gefa hjúkrunar- fræðingum einhverja gjöf. Ég gekk á milli listmunasala og fann ekki neitt sem ég gat tengt við heilbrigði og hjúkrun. En þá sá ég þessa forkunnarfögru skál eftir íslenska lista- konu (Rannveigu Tryggvadóttur) og sá að hún gat sam- einað allt í senn: huga, hjarta og hönd. Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur, landlæknisembættinu Kæru hjúkrunarfræðingar, aðrir góðir gestir! Til hamingju með daginn í dag og alla þá áfanga sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur náð á 80 árum. Mörgu ber að fagna og margt ber að þakka. Ber þar fyrst að nefna árangur hins mikla og vanda- sama trúnaðar- og mannúðarstarfs sem hjúkrunarfræð- ingar á íslandi hafa sinnt í öll þessi ár. Árangur þess er augljós í kraftmiklu íslensku þjóðfélagi. Þrátt fyrir það að þjóðin sé ekki laus við sjúkdóma og margvíslegan heil- brigðisvanda stendur ísland í fremstu röð meðal þjóða heimsins hvað varðar heilbrigði og mannúðlega heil- brigðisþjónustu. Þann árangur má að stórum hluta þakka hjúkrunarfræðingum. Annað fagnaðarefni er að stór hluti ungs fólks vill sinna sama starfi og við, þ.e. hjúkrunarstarfinu, um tvöfalt fleiri en við höfum aðstæður til að mennta til starfans. Þann ávinning má þakka hjúkrunarfræðingum og það er upp- skera þess að hjúkrunarfræðingar hafa skilað góðu hlut- verki til samfélagsins. Þriðja fagnaðarerindið er að við hjúkrunarfræðingar Til hamingju. 300 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.