Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 34
varst svo glæsileg í peysu- fötum og möttli utan yfir.“ Hin Marían dregur í land, segist ekkert muna eftir Lysnes á þessu þingi, ef hún hafi tekið eftir sér þá sé það vegna þess að hún hafi skorið sig úr allri litadýrð hinna kvennanna, „í þessum svarta möttli sem ég var í.“ Hún bætir við að hún muni ekki eftir Lysnes fyrr en hún hafi komið hingað að kenna geðhjúkrun 1978. Tengsl Marie Lysnes við ísland eru augljós af kápunni á bók hennar „Behandlere- voktere?" en þar má sjá „Öldu aldanna" eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Sjálfræði sjúklinga hefur greinilega verið Marie Lysnes hugleikið í geðhjúkrun og eflaust mótað viðhorf hennar til eldri borgara í dag. Þær eiga ýmislegt annað sameiginlegt en að hafa skrifað mikið, báðar hafa hlotið Florence Nightingale orðuna og eru heiðursfélagar í FÍH. Frumkvöðlar hafa þær Hjúkrunarfræðingar Nú um áramótin verður laus staða hjúkrunarfræðings í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Við leitum að hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga og skilning á heildrænni hjúkrun. Áherslan er lögð á heilbrigðiseflingu, forvarnir og endurhæfingu. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Bæjarfélagið Hveragerði er lifandi og blómlegur bær, örstutt frá höfuðborginni þar sem gott er að ala upp börn. Þar er hægt að njóta kosta þess að búa í litlu samfélagi en jafnframt hafa möguleika á tíðum samskiptum við höfuðborgarsvæðið. Aðeins er um 30 mínútna akstur til Reykjavíkur. Hringið og kannið húsnæðismál og launakjör. Upplýsingar veitir Hulda Sigurlína Þórðardóttir, hjúkrunarforstjóri, í símum 483 0300 eða 896 8815. Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði María fær Florence Nigthingale orðuna, með henni er Ragnheiður Haraldsdóttir, deildarstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu, frænka Maríu. verið varðandi menntun hjúkrunarfræðinga í löndum sínum og leiðtogar í fagfélögunum. Marie Lysnes segist aldrei hafa haft tíma til að gifta sig eða eignast fjölskyldu. „Ég var alin upp í Tromsö og þar áttu konur fyrst og fremst að giftast. Ef ekki varð af því, bar þeim að annast foreldra sína eða vinna sem húshjálp annars staðar.“ Marie ákvað þó að læra hjúkrun og er sem fyrr segir einn af frumkvöðlum geðhjúkrunar þar í landi. María Pétursdóttir er ekkja en eiginmaður hennar er nú löngu látinn. Þó tími Marie Lysnes hafi að þessu sinni farið mest í að sækja heim lækna ætla þær stöllur þó að gera sér dagamun og fara á tónleika í Salnum í Kópavogi áður en Marie Lysnes fer af landi brott. Er ekkert mál fyrir hana að ferðast ein milli landa, komin á tíræðisaldur? Hún segir það ekki vera enda fái hún góða aðstoð hvarvetna og biður að lokum um að fá lánaða hönd til að standa upp úr sófanum þar sem þær stöllur hafa verið myndaðar og koma undir sig „krukkunum" eins og Norskir kalla hækjurnar. Áður en þær stöllur eru kvaddar vill María Pétursdóttir koma því á framfæri að Vilmundur landlæknir hafi verið hlynntur háskólamenntun í hjúkrun. Hún hefur fært Félagi Islensrka hjúkrunarfræðinga mynd af Vilmundi og vill nú einnig gefa félaginu bók um Vilmund eftir Benedikt Tómasson. „Benedikt gaf mér bókina og ritaði á titilsíðu að hún væri til „þóknanlegrar ráðstöfunar". Ég vil því gefa hana FÍH með því skilyrði að ekki megi lána hana út.“ Og ritstjóri tekur við bókinni og þeir sem áhuga hafa á að glugga í hana geta komið á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 22. VKJ. María við nám í Toronto 1945. 322 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.