Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 13
skulum á þessum tímamótum standa saman sem ein heild í einu félagi hjúkrunarfræðinga. Leiðin að því marki þótti löng og oft ströng en eftir á að hyggja var hún aðeins þroskatímabil og leið að einu sterku afli hjúkrunarfræðinga. Á tímamótum sem þessum er vert að líta til þeirra miklu áhrifa sem hjúkrun og hjúkrunarfræðingar hafa haft á íslenskt þjóðfélag. Má þar m.a. nefna fræðslu þeirra til almennings um heilbrigða lífshætti, mikilvægi forvarna og um viðbrögð við sjúkdómum og öðrum heilsufarsvanda- málum. Hjúkrunarfræðingar hafa aukið skilning þjóð- félagsins á þörfum sjúklinga og hjálpað til við að bæta heilsufar þjóðarinnar. Daglega stuðla þeir að sjálfsbjörg einstaklinga og gera þeim þannig kleift að vera eða verða nýtir þjóðfélagsþegnar. Hugmyndafræði hjúkrunar og hjúkrunarstarfið hafa áhrif á gildismat og siðferðilega umfjöllun í þjóðfélaginu og aukin þekking hvers hjúkrunar- fræðings og hjúkrunarannsóknir auka þekkingargrunn þjóðfélagsins. Þessi áhrif á íslenskt þjóðfélag munum við áfram hafa ef við höfum trú á hjúkrun, á okkur sjálfum og öðrum hjúkrunarfræðingum. í nýjasta Tímariti hjúkrunarfræðinga eru settir fram nokkrir punktar úr sögu hjúkrunar á íslandi. Þar er getið áfanga sem allir hjúkrunarfræðingar eru án efa stoltir af. Bak við þá flesta standa margir hjúkrunarfræðingar og að baki flestum áföngum sem hjúkrunarfræðingar ná standa fleiri en einn hjúkrunarfræðingur. Hjúkrunarstörfin eru borin uppi af miklum fjölda hjúkrunarfræðinga sem á hverri mínútu dag hvern leggja sig alla fram við að sinna skjól- stæðingum sínum. Það er hinn hljóði hópur hjúkrunar- fræðinga sem mestu skiptir um árangur og virðingu stéttarinnar og félagsins. Ég vona að allir hjúkrunar- fræðingar sjái þátt sinn í þeim áföngum sem hjúkrun á íslandi, hjúkrunarstéttin og Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga hefur náð. Innilegar hamingjuóskir. wwm* píq mmm Littmann Hlustunarpípur Eyrna- & aU! Lugnskoðunartæki Henry Schein Fides. Uu«s8at“9.6“Akurcyri s,mi^6' Faxafen 12, 108 Reykjavík Simi 588 8999 Dr. Guðrún Kristjánsdóttir Kæru hjúkrunarfræðingar og aðrir góðir gestir! Á þessum tímamótum vil ég I for- föllum Birnu Flygenring, formanns stjórnar námsbrautar í hjúkrunar- fræði, koma á framfæri kveðjum og árnaðaróskum frá kennurum, starfsfólki og stúdentum við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla (slands og jafnframt sérstakri kveðju frá Birnu. Áttatíu ár er langur tími í ævi hvers manns en stuttur tími í sögu mannkyns. Saga okkar er stórbrotin og marg- brotin og í raun mun eldri en ártölin gefa til kynna. Hjúkrun hefur fylgt manninum frá því hann hóf líf sitt á jörðinni og þörfin fyrir hjúkrun er manneskjunni nálæg jafnt I nútíð sem fortíð. Þekking okkar á hjúkrun hefur þó breyst, nákvæmni og árangur í störfum okkar og þjónustu hefur skilað miklu til að bæta líf og hagi samferðamanna okkar á þessum 80 árum. Því er ekki úr vegi að minnast þeirra sem geta ekki verið með okkur vegna þess að þau eru úti á starfs- akrinum að sinna hjúkrun þeirra sem við eigum starfið undir - skálum því fyrir öllum þeim hjúkrunarfræðingum sem eru á vakt á þessari stundu og einnig þeim sem vegna fjarlægðar og skyldna við fólkið úti um okkar stórbrotna og víðfeðma land geta ekki lagt leið sína til okkar á þessum tímamótum - skál! í tilefni 80 ára afmælisins vill starfsfólk námsbrautar I hjúkrunarfræði við Háskóla (slands færa félaginu þessa gjöf. Verkið er málverk og nefnist „Náttúrubrot" og er eftir Erling Jón Valgarðsson (Ella). Hjúkrun er eðlilegur hluti af náttúru okkar mannanna og ef vel á að vera aðskilur hún ekki manninn og umhverfi hans. Ég les því Ijóð sem Aðalsteinn Svanur Sigfússon orti í tilefni af sýningu lista- mannsins og nefnist „Helgur staður náttúrubrot". - Af jörðu ertu kominn. Af örlæti sínu hlúir hún að öllu lífi og finnur því stað. Af lítillæti sinu fóstrar hún okkur, fæðir og klæðir. Af vísdómi sínum býr hún okkur hvílustað að lokum. Að jörðu skaltu aftur verða. í lotningu bý ég mér litla helgireiti, griðastaði sem ég hverf til, þar ert þú sem af jörðu ert kominn auðfúsugestur. Jörðin er helgur staður, hún er fóstra mín. - Gleðjumst yfir hjúkrun í þessu landi í 80 ár! Til hamingju með daginn! Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 75. árg. 1999 301

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.