Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 38
Frá fagdeildum: Námstefna um krabbameinslyfjameðferð Námstefna á vegum fagdeildar hjúkrunarfræðinga á krabbameinssviði var haldin 4. nóvember sl. Þema námstefnunnar var krabbameinslyfjameðferð. Dag- skráin hófst með fyrirlestri Sigrúnar Reykdal, blóð- fræðings, um stofnfrumuígræðslu og síðan fjallaði Lilja Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur, um áhrif líkamsræktar á líðan kvenna á tímabili lyfja- og geislameðferðar við brjóstakrabbameini. Helgi Sigurðsson, krabbameins- læknir, sagði frá nýjungum í krabbameinslyfjameðferð og gildi Eprex á líðan sjúklinga. Að loknu matarhléi ræddi Halla Þorvaldsdóttir um sálrænan stuðning við krabbameinssjúklinga. Þá fjallaði Nanna Friðriksdóttir, hjúkrunarfræðingur, um námskeiðið að lifa með krabbamein, og skjólstæð- ingur sagði frá reynslu sinni af því að greinast með krabbamein og meðferð. Námstefnan var vel sótt, þátttakendur komu víða að, voru um 100 talsins og að sögn fulltrúa fagdeildarinnar mjög ánægðir með námstefnuna. Bækur og bæklingar Nurses of All Nations A history of the International Council og Nurses 1899-1999 í tilefni hundrað ára afmælis ICN hefur verið gefin út saga samtakanna frá upphafi, sagt frá upphafi, þróun og aðildarríkjum alþjóðasamtakanna og áhrifum þeirra á hjúkrunarsamfélag heimsins. Bókin er prýdd 80 Ijósmyndum og gefin út af Lippincott útgáfunni. Interdisciplinary Perspectives on Health Policy and Practice -Competing Interests or Complementary Interpretations? Höfundar: Jane Robinson, Mark Avis, Joanna Latimer og Michael Traynor. Bókin fjallar m.a. um fræðileg sjónarhorn sem liggja að baki heilbrigðisþjónustu og stefnumótun í alþjóðlegum heilbrigðismálum. Bókin er gefin út af Churchill Livingstone útgáfunni. Safe Management of wastes from health-care activities Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur gefið út bók þar sem fjallað er um þær hættur sem stafa af mengun frá ýmsum áhöldum og efnum sem notuð eru innan heilbrigðiskerfisins og geta valdið meiri skaða en flestur annar úrgangur. í bókinni eru ýmsir flokkar tilgreindir, hvaða hættur þeir hafa hugsanlega í för með sér og hvernig hægt er að koma í veg fyrir mengunarslys af þeirra völdum. Bókin ætti að vekja áhuga stjórnenda sjúkrahúsa, skipuleggjendur heilsugæslunnar og áhugafólks um umhverfisvernd. Bókin er gefin út 1999 og eru ritstjórar A. Pruss, E. Giroult og P. Rushbrook. Spor -greinasafn Guðrúnar Marteinsdóttur Háskólaútgáfan og námsbraut í hjúkrunarfræði hafa gefið út greinasafn dr. Guðrúnar Marteinsdóttur, hjúkrunarfræðings og dósents. Verkið hefur að geyma safn greina sem Guðrún samdi á árunum 1981-1994. Greinarnar hafa áður birst í íslenskum fagtímaritum og gefa innsýn í athyglisverð hjúkrunarviðfangsefni á þessum tíma. Ritstjórn er í höndum Sóleyjar Bender, lektors, og Mörgu Thome, dósents, PhD. Greinasafnið kostar 980 krónur og rennur allur ágóði af sölunni til minningarsjóðs Guðrúnar Marteinsdóttur. Greinasafnið er til sölu á skrifstofu námsbrautar í hjúkrunarfræði, skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að Suðurlandsbraut 22 og i Bóksölu stúdenta. High-dose Irridation: Wholesomeness of Food Irridiated with Doses above 10 kGy Útgefandi WHO 1999 Poison Index The treatment of Acute Intoxication Bókin er komin út í endurbættri útgáfu. Sagt er frá yfir 350 mismunandi tegundum eitrana, meðferð við þeim og gagnrýni á afeitrunarmælingum. Bókin er 686 síður, höfundur er G. Seyffart. Útgefandi er PABST Science Publishers, heimasíða: www.papst-publishers.de 326 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.