Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 43
O Heilbrigðisstofnunin, Blöndósi Hjúkrunarfræðingar Óskum eftir hjúkrunarfræðingi til starfa á sjúkrasviði sem samanstendur af bráðahjúkrun, öldrunarhjúkrun, endurhæfingu, umönnun sængurkvenna og fl. Þeim hjúkrunarfræðingum sem hafa áhuga, er velkomið að hringja eða koma og skoða. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunar- forstjóri, Kristjana Arnardóttir, í síma 452-4206, heimasími 452-4904. Dualarheimilíð Seljahlíð Hjúkrunarfræðingar - Hjúkrunarfræðinemar Dvalarheimilið Seljahlíð óskar eftir hjúkrunarfræðingum og hjúkrunarfræðinemum í föst störf og afleysingar. Allan upplýsingar fást hjá Margréti Ósvaldsdóttur í síma 557-3633. Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðisstofnun Austurlands varð til í janúar 1999 þegar heilsugæslustöðvar og sjúkrahús á Austurlandi voru sameinuð. Starfseiningar stofnunarinnar eru heilsugæslustöðvarnar á Vopnafirði, Bakkafirði, Seyðisfirði, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Djúpavogi og Breiðdalsvík og sjúkrahúsin á Seyðisfirði, Egilsstöðum og Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað sem er bráða- og sérgreinasjúkrahús svæðisins. Markmið stofnunarinnar er að veita íbúum þess svæðis, sem stofnunin þjónar, sem besta heilbrigðisþjónustu. Á stofnuninni fer fram þróunarstarf í hjúkrun sem starfandi hjúkrunarfræðingar taka þátt í. Landsbyggðin er spennandi starfsvettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga. Viðfangsefni hjúkrunarfræðings, sem starfar á stofnuninni, eru fjölbreytt og krefjandi og geta verið allt frá bráðahjúkrun til líknandi hjúkrunar. Hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað, bæði í fastar stöður og til afleysinga. Heilsugæsluhjúkrunarfræðíngur Óskum að ráða hjúkrunarfræðing til að leysa af starfandi hjúkrunarstjóra á Breiðdalsvík sem einnig sinnir heilsugæslu á Djúpavogi. Um er að ræða afleysingastöðu frá áramótum í eitt ár vegna námsleyfis. Upplýsingar um störfin gefur Guðrún Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 477-1403 Conveen vó'rur víðjovagCeda ^ ^ Coloplast = Conveen línan frá Coloplast hjálpar þeim sem eiga við þvaglekavandamál að stríða, jafnt konum sem körlum. Ótrúlegt úrval, m.a. þvagleggir EasiCath, þvagpokar, bindi, dropa-safnarar, uridom, þvaglekatappar og hægðalekatappar. Ennfremur húðlína, krem og hreinsiefni sérstaklega framleidd fyrir húð sem er viðkvæm fyrir ertingu af völdum sterkra úrgangsefna.öryggi og vellíðan stuðla að bættum lífsgæðum Margar gerðir af þvagpokum sem taka frá, 350 ml til 1500 ml. Marghólfa pokar með leggjarfestingum sem laga sig að fætinum og hafa örugga og þægilega lokun. Ný tegund poka með mjúkri styttanlegri slöngu sem leggst ekki saman (100% kinkfri). Karlmenn hafa val!! Það er ekki nauðsynlegt að vera með bleyju þótt þvaglekavandamál geri vart við sig. Nú eru komin á markaðinn ný latexfrí uridom sem ekki leggjast saman og lokast. Margar stærðir og lengdir. Security plus uridomin auka frelsi, öryggi og vellíðan. Bindi fyrir konur úr non woven efni sem tryggir að bindið er alltaf mjúkt og þurrt viðkomu. Bindið lagar sig að líkamanum og situr vel og örugglega. Hvorki leki né lykt. Margar stærðir. Dropasafnarar fyrir karlmenn úr mjúku non woven efni sem dregur í sig 80-1 OOml. Einnota yfirborðsmeðhöndlaðir þvagleggir, þeir einu á markaðnum þar sem götin eru líka yfirborðsmeðhöndluð. Þetta gerir það að verkum að þvagleggurinn særir síður þvagrásina og uppsetningin verður þægilegri og öruggari fyrir notandann. Ó.Johnson& Kaaber hf Sætúni 8, 105 Reykjavík S. 535 4000 • Fax: 562 1 878 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 75. árg. 1999 331

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.