Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 31
Fundur með formönnum svæðisdeilda Fundurinn var haldinn að morgni 5. nóvember og sóttu fundinn auk formanna svæðisdeilda og formanns félagsins fulltrúar stjórnar og starfsmanna. Formenn sögðu frá starfsemi deildanna en fræðslustarf er þar umfangsmest. Bent var á þá þróun að launabil milli dreifbýlis og þéttbýlis hafi minnkað með nýjum samningum og því erfiðara að fá hjúkrunarfræðinga til starfa á landsbyggðinni. Rætt var um fjárhagsstöðu deildanna og ákveðið að vísa til stjórnar beiðni um hækkun framlags félagsins til deildanna. Þá var rætt um aukin áhrif ferliverka á hjúkrun. For- menn voru sammála um að skapa þyrfti umræður um þau mál í svæðis- og fagdeildum. Rætt var um nauðsyn þess að bæta ímynd hjúkrunar- fræðinga til að fá eðlilega endurnýjun í stéttina. Formenn lýstu ánægju með tillögu frá ritnefnd um að hver svæðis- deild fengi eina síðu í tímaritinu á næsta ári til að koma að því efni sem þær vilja. Nýjar reglur félagsins um ferða- og dagpeninga voru kynntar. Að lokum var kynnt bréf sem norðausturlandsdeild hefur sent þingmönnum vegna klámiðnaðar sem virðist vera búinn að festa rætur hér á landi. Félagsráðsfundur Félagsráðsfundur var haldinn föstudaginn 5. nóvember 1999, að Suðurlandsbraut 22. Á fundinn mættu formenn fag- og svæðisdeilda auk formanna nefnda félagsins. Á fundinum var kynntur ársreikningur félagsins fyrstu 10 mánuði ársins 1999 og Flerdís Sveinsdóttir, formaður, fór yfir starfsáætlun stjórnar 1999-2001. Formaðurinn kom inn á kjaramálin þegar hún ræddi kjara- og réttindakafla starfsáætlunar. Flún lagði áherslu á að félagið þyrfti að heyra vilja félagsmanna varðandi kjarastefnuna. Fram kom að Magnús Fleimisson, kjaramálafulltrúi, er hættur störfum og verður ráðinn hagfræðingur í hans stað eins fljótt og unnt er. Miklar umræður sköpuðust um kjaramálin og kjara- stefnu félagsins. Rætt var m.a. um framgangskerfi, áhrif þeirra og tilgang, áhrif minnkandi launamunar dreifbýlis og þéttbýlis og álagsgreiðslur. Málefni fagdeilda voru einnig rædd. Umræður urðu um styrkupphæð félagsins til fagdeilda og var ákveðið að beina því til stjórnar að hækka upphæðina sem sett er í þennan málaflokk. Einnig var ákveðið að hafa sama hátt á umsóknum um styrki félagsins til fagdeilda á næsta ári sem og á þessu. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2000. Reglur um notkun merkja fagdeilda voru kynntar og samþykktar og rætt um að endurskoða nöfn fagdeildanna. Á fundinum var tekin ákvörðun um viðfangsefni næsta hjúkrunarþings sem haldið verður 10. nóvember á næsta ári. Ákveðið var að fjalla um stefnu Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga í óhefðbundinni hjúkrunarmeðferð á næsta hjúkrunarþingi. Þá kynnti formaður félagsins umræðuna á SSN-þinginu um „heilsu fyrir alla á 21. öld“ (HFA 21) og hlutverk hjúkrunarfræðinga og félagsins í heilbrigðis- áætlun til ársins 2005 á íslandi. Rætt var um á hvern hátt félagið og fagdeildir þess geta komið að þessu máli. Meðal annarra mála, sem tekin voru fyrir, var umræða um hjúkrunarfræðinga og reykingar. Ákveðið var að fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga sjái um þennan mála- flokk en fái til þess aðstoð frá félaginu, m.a. til að halda utan um hópinn „Hjúkrunarfræðingar gegn reykingum". Ákveðið var að setja inn á heimasíðu félagsins almanak sem væri opið félaginu, fag- og svæðideildum, stóru sjúkrahúsunum og menntastofnunum hjúkrunarfræðinga til að viðburðir skarist síður. Samþykkt var ályktun gegn breytingum á Vísindasiðanefnd, kynntar reglur um ferða- og dvalarkostnað sem samaþykktar voru af stjórn í ágúst sl., fundurinn ályktaði gegn klámi og sendi ályktunina til alþingismanna og að lokum var rætt um notkun starfs- heitis hjúkrunarfræðinga í auglýsingum og mun félagið skoða það nánar. Fundarstjóri var Erlín Óskarsdóttir, 1. varaformaður. Leiðrétting í samantekt síðasta tölublaðs um nokkra punkta í sögu hjúkrunar á íslandi kemur fram að hjúkrunar- fræðingar beri ábyrgð á hjúkrun samkvæmt lögum frá 1974. Lög um heilbrigðisþjónustu eru reyndar frá 1974 en það er ekki fyrr en gerð er breyting á lög- unum 1978 sem staðfest er að hjúkrunarfræðingar beri ábyrgð á hjúkrun. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 75. árg. 1999 319

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.