Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 24
Frá fræðslu- og menntamálanefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga: Málþing um AnÁitAAit Fræðslu- og menntamálanefnd Félags Islenskra hjúkrunar- fræðinga hélt snemma á árinu málþing um andlegan stuðning við hjúkrunarfræðinga í starfi. Markmið nefndar- innar með þinginu var að fræða þátttakendur, vekja umræður um efnið og fá fram tillögur til úrbóta. Þátttak- endum var því skipt í umræðuhópa að fyrirlestrum loknum og niðurstöður þeirra kynntar í lok málþingsins. Þátttakendur voru á einu máli um að mikil þörf væri á stuðningi við hjúkrunarfræðinga í starfi. Margar áhuga- verðar hugmyndir til úrbóta komu fram og því ákvað nefndin að kynna niðurstöðurnar á þessum vettvangi til að þær nýttust sem flestum. Eining var um að sjálfsþekking væri nauðsynleg til að geta sinnt sjálfum sér og öðrum. Næmi fyrir eigin tilfinn- ingum og bjargráðum skiptir miklu. Þess vegna taldi þingið að námskeið, sem stuðlaði að sjálfsþekkingu, ætti að vera hluti af námsefni í hjúkrunarfræðum. Einnig var lögð áhersla á nauðsyn þjálfunar í samskiptum og samtölum. Þingið taldi mikilvægt að reynt væri að koma til móts við þá hjúkr- unarfræðinga sem vilja leita sjálfsþekkingar. Til dæmis væri það hvatning ef hægt væri að fá styrk frá starfsmennt- unarsjóði stofnana til slíks náms eða handleiðslu. Mikilvægi handleiðslu sem tækis til að varðveita andlega vellíðan í starfi var margítrekað á þinginu. Þeir sem höfðu reynslu af slíku fannst hún ómetanleg og hafa nýst vel í starfi. Þingið taldi nauðsynlegt að handleiðsla hæfist strax í náminu. Þannig lærði nemandinn að þekkja kosti sína og galla og ætti auðveldara með að viðurkenna veikleika og styrkleika í starfi. Þingið komst að þeirri niðurstöðu að stefna ætti að því að allir hjúkrunarfræðingar ættu kost á handleiðslu á sinni stofnun. Æskilegast væri að hafa skipulagða handleiðslu fyrstu tvö árin í starfi og eftir það væri hægt að leita eftir slíkri aðstoð eftir þörfum. Það form handleiðslu, sem hjúkrunarfræðingum hefur oftast staðið til boða síðastliðin ár, er hóphandleiðsla og líklegt er að svo verði áfram vegna skorts á leiðbeinendum. Þátttakendur þingsins töldu árangursríkast að hjúkr- unarfræðingar leiðbeindu hjúkrunarfræðingum og því nauðsynlegt að fleiri læri handleiðslu. Til að hvetja til þess væri hægt að veita hjúkrunarfræðingum styrk úr starfs- menntunarsjóði og veita þeim námsleyfi til að stunda nám í handleiðslu. Á þinginu kom einnig fram sá vilji að nám í handleiðslu væri skipulagt af hjúkrunarfræðingum og hvetjum við hjúkrunarfræðinga sem hafa þá menntun sem til þarf að koma slíku á fót. Á þinginu kom fram að stuðningur vinnufélaga væri 312 mjög mikils virði og að mikilvægt væri að geta rætt við vinnufélaga eftir álagsstundir. Þátttakendur lýstu aðferðum sem notaðar eru á þeirra vinnustað og hafa reynst vel. Má þar nefna tillögur eins og að vaktstjóri kalli alla saman í lok erfiðrar vaktar, myndun umræðuhópa, hópslökun, setja tillögur að umræðuefnum í krukku til að ræða á reglu- legum fundum og að nýta betur starfsmannaviðtöl. Víða vinna hjúkrunarfræðingar einir og þar væri tilvalið að mynda umræðuhópa með fleirum sem vinna við svipaðar aðstæður í nágrenninu. Einnig kom fram vilji hjúkrunar- fræðinga til aukins samstarfs við presta og djákna. Tvennt kom fram varðandi skipulag hjúkrunar sem gæti haft áhrif á andlega líðan hjúkrunarfræðinga. í fyrsta lagi töldu þeir sem höfðu reynslu af einstaklingshæfðri hjúkrun að slíkt skipulag hefði mjög jákvæð áhrif á andlega líðan hjúkrunarfræðinga og skjólstæðinga þeirra. Það hlýtur því að vera keppikefli að koma slíku skipulagi á. Yfirstjórn hjúkrunar er í lykilhlutverki til að styðja þær deildir sem vilja breyta sínu skipulagi. Slíkur stuðningur getur falist í fleiri stöðugildum svo og fræðslu og stuðningi við breytingarferlið sjálft. í öðru lagi var kynnt á þinginu starf geðhjúkrunar- ráðgjafa. Þingið taldi að þeirra starf myndi hafa jákvæð áhrif á andlega líðan hjúkrunarfræðinga og skjólstæðinga þeirra. Við vonumst því til að geðhjúkrunarráðgjöf verði hluti af þeirri þjónustu sem hjúkrunarfræðingum, sjúklingum og aðstandendum þeirra stendur til boða á næstu árum. Við hvetjum alla til að íhuga hvernig þessum málum er háttað á sínum vinnustað og grípa til aðgerða. Þörf er á aukinni umræðu um andlega líðan hjúkrunarfræðinga í starfi og skipulagðar aðgerðir til að tryggja vellíðan okkar. Málþing- ið var vel sótt og vonumst við til að þátttakendur þess hrindi í framkvæmd einhverjum af þeim tillögum sem fram komu. Fyrir hönd fræðslu- og menntamálanefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Lilja Björk Kristinsdóttir, Halla Grétarsdóttir Athugasemd f síðasta tölublaði var sagt frá því að Ingibjörg H. Elíasdóttir væri fyrsti meistaraneminn í hjúkrun við námsbraut í hjúkrunarfræði sem fengi styrk úr rannsóknarnámssjóði Rannsóknarráðs fslands. Nafn dr. Hólmfríðar Gunnarsdóttur kom þar ekki fram en hún er í meistaranámsnefndinni ásamt þeim dr. Rúnari Vilhjálmssyni, prófessor, og dr. Guðrúnu Kristjánsdóttur, dósent. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.