Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 10
unum og bera ábyrgö á uppbyggingu hjúkrunarþjónust- unnar. Þaö var stór áfangi fyrir hjúkrunarfræðinga þegar þessi ábyrgö á skipulagi og framkvæmd hjúkrunar var stað- fest í lögum um heilbrigðisþjónustu sem tóku gildi árið 1978. Fyrir atbeina félagsins hafði hjúkrunarfræðingur verið ráðinn til starfa í heilbrigðismálaráðuneyti árið 1971. Hefur það borið góðan árangur og sýnt að mikilvægt var og er fyrir stéttina að hafa sterkan málsvara á þeim vettvangi. Allri upp- byggingu á heilsugæsluþjónustu á landsbyggðinni var stýrt frá ráðuneytinu og skipti það sköpum fyrir hjúkrunarþjónust- una að sjónarmið hjúkrunar heyrðust vel í þeirri vinnu. Stofn- un stöðu yfirhjúkrunarfræðings hjá landlæknisembættinu árið 1990 er einnig áfangi sem vert er að minnast. Kjara- og réttindabaráttan hefur fylgt félagasamtökum hjúkrunarfræðinga frá upphafi og aldrei verið auðveld viður- eignar enda hafa störf hjúkrunarfræðinga löngum verið vanmetin til launa að þeirra eigin mati og annarra. Ýmsar ástæður hafa verið nefndar sem orsaka þetta vanmat, en flestir eru sammála um að sú staðreynd, að hjúkrun er hefðbundið kvennastarf, ráði mestu þar um. Gífurlegar breytingar hafa að sjálfsögðu orðið á aðstæðum hjúkrunar- fræðinga á þessum 80 árum enda þjóðfélagsaðstæður ekki sambærilegar. Réttindamál eins og barnsburðarleyfi voru vart á borðinu áður, en eru nú eitt af stóru málunum. Enda fögnuðu hjúkrunarfræðingar ásamt öðrum ríkisstarfsmönn- um yfirlýsingu forsætisráðherra að lokinni kvennaráðstefn- unni þess efnis að það ætti að jafna rétt kynjanna til fæðingarorlofs og fara út í sérstakar aðgerðir þannig að hægt væri að samræma fjölskyldulíf og atvinnulíf. Árið 1998 var tekið í notkun nýtt launakerfi hjúkrunar- fræðinga sem er mun dreifistýrðara en áður var. Hjúkr- unarfræðingar horfa björtum augum til þessa nýja kerfis en þróun þess er engan veginn lokið. Kostir nýja kerfisins, sem við hjúkrunarfræðingar eigum jafnframt erfiðast með að fella inn í hugsunarhátt okkar, er að hæfni í klínískri hjúkrun er viðurkennd og metin til launa. Það þýðir að hjúkrunarfræðingar með sama starfsheiti þiggja ekki endilega sömu laun. Þetta eru talsverðar breytingar frá því á fyrstu árunum en þá var brýnt fyrir félagsmönnum að una ekki lægri launum en starfssystur þeirra höfðu annars staðar við sambærileg störf og skilyrði. Þessa breytingu, sem orðið hefur samfara nýja launakerfinu, tel ég endurspegla styrk hjúkrunarfræðinga í dag. Við erum komin á það stig að viðurkenna að við leggjum mismikið af mörkum á hverjum tíma og höfum vilja til að fylgja því eftir. Heiti Félags íslenskra hjúkrunarkvenna var breytt í Hjúkrunarfélag íslands árið 1960 í kjölfar þess að fyrstu karlmennirnir urðu félagsmenn. Árið 1975 var gerð sú breyting á hjúkrunarlögum að tillögu félagsins að starfsheitið hjúkrunarfræðingur var tekið upp og notað samhliða heitunum hjúkrunarkona og hjúkrunarmaður. Ástæða þess að við höldum í dag upp á stofnun fyrsta fag- og stéttarfélags hjúkrunarfræðinga en ekki hreinlega 298 áttatíu ára afmæli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru ekki þessar nafnbreytingar heldur að 2. desember árið 1978 var stofnað nýtt félag hjúkrunarfræðinga á íslandi, Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Ástæður þess, að ekki náðist samkomulag á milli Hjúkrunarfélags íslands og nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga úr nýrri náms- braut í Háskóla (slands, verða eflaust raktar rækilega f sagnaritum um hjúkrun á tuttugustu öld. Ekki ætla ég að blanda mér í þá söguskoðun hér og nú. Hitt er vitað, að úthald hjúkrunarfræðinga til innbyrðis aðskilnaðar var þrotið 15 árum síðar, en í allsherjaratkvæðagreiðslu, sem fram fór í nóvember 1993, samþykktu yfir 95% félags- manna beggja félaganna að sameinast. Nú sex árum síðar tel ég félagasamtök okkar öflugri en nokkru sinni fyrr. Félagasamtök hjúkrunarfræðinga eru þannig farin að eldast, en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er kornungt. Félagið okkur hefur því til að bera þekkingu, reynslu og víðsýni hinna eldri og kraft og nýjungagirni þeirra sem yngri eru. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur innanborðs sterka einstaklinga. Framtíðarsýn mfn er að þeir verði virkir við mótun heilbrigðisstefnu á íslandi, starfsvettvangur þeirra mun taka breytingum, sérstaklega í þá veru að hjúkrunin mun færast meira út í samfélagið, tækniþróunin mun einnig hafa áhrif á störf og samskipti hjúkrunar- fræðinga. Sjálfstæði og framþróun sérhverrar faggreinar er háð því að einstaklingar innan greinarinnar séu færir um að afla nýrrar þekkingar og taka gamla þekkingu til gagn- gerrar endurskoðunar, meta hvað er gott og hvað má betur fara. Á þessu sviði eiga hjúkrunarfræðingar eftir að eflast á nýrri öld. Að lokum vil ég segja að styrkur hjúkrunarfræðinga felst í samstöðu og öflugu faglegu starfi. Það er góð tilfinning að tilheyra Félagi íslenskra hjúkr- unarfræðinga. Ég legg til að við lyftum glösum í tilefni farsæls starfs okkar hjúkrunarfræðinga á síðustu áttatíu árum sem vfsar okkur veginn fram á við. Takk fyrir. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.