Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 32
Dagana 9.-13. apríl árið 2000 verður haldið námskeið í heilsu- vernd starfsmanna (High quality in the Practice of Occupa- tional Health Services) á Hótel íslandi í Reykjavík. Námskeiðið er ætlað sérfræðingum sem starfa við heilsuvernd starfs- manna eða móta heilbrigðisstefnu. Markmið námskeiðsins eru þau helst að gera þátttakendur betur færa um að skipu- leggja þjónustu af þessu tagi og að meta árangur starfsins. Námskeiðið er haldið á vegum NIVA (the Nordic Institute for Advanced Training in Occupational Health) sem hefur aðsetur í Finnlandi. Stofnunin nýtur styrkja frá Norrænu ráðherranefndinni og hefur það hlutverk að halda námskeið fyrir rannsakendur, sérfræðinga og aðra sem þekkingu hafa og starfa á sviði heilsuverndar starfsmanna eða við annað sem tengist atvinnulífinu. Stjórnendur námskeiðsins eru þrír prófessorar í læknisfræði sem starfa við rannsóknarstofn- anir í vinnuvernd í Finnlandi og í Svíþjóð. Markmið námskeiðsins eru: • að gera þátttakendur færa um að greina þarfir starfs- manna og stjórnenda fyrir heilsuvernd og hvað leggja beri áherslu á í starfsmannaheilsuverndinni á hverjum stað fyrir sig • að fræða þátttakendur um stefnu og strauma í heilsu- vernd starfsmanna, einkum að því er það varðar að meta árangur heilsuverndar af þessu tagi • að gera þátttakendum fært að nota þessar aðferðir í eigin starfi • að gera þátttakendum kleift að beita aðferðum gæða- stjórnunar í heilsuvernd starfsmanna. Markhópur: Þeir sem starfa við eða tengjast heilsuvernd starfsmanna (t.d. féiagsfræðingar og félagsráðgjafar, hjúkrunarfræð- ingar, hoilustuháttafræðingar, iðjuþjálfar, læknar, sálfræð- ingar, sjúkraþjálfarar, verkfræðingar og vinnuvistfræðingar) svo og stjórnendur, þeir sem móta heilbrigðisstefnu og aðrir sem hafa áhuga á þróun heilsuverndar starfsmanna og mati á slíkri starfsemi. E.R.F. hjálpartaski Gervibrjóst • Brjóstahöld • Sundföt Rauðagerði 39 • 108 Reykjavík • sími 568 7377 Meginefni: • Leiðbeiningar og líkön við skipulagningu heilsuverndar starfsmanna. • Aðferðir við mat á heilsuvernd starfsmanna. • Heilsufarsskoðanir og eftirlit með heilsufari starfsmanna • Áhættumat á vinnustað. • íhlutunaraðgerðir og mat á þeim. Á námskeiðinu er lögð jöfn áhersla á fyrirlestra, umræður, hópvinnu og æfingar. Þátttakendur eru hvattir til að kynna eigin verkefni og velta upp spurningum. Námskeiðsgjald er 2.600 finnsk mörk eða um 33.500 ísl. kr. Sérstök heimasíða námskeiðsins verður opnuð á heimasíðu NIVA til að miðla upplýsingum og koma tillögum á framfæri. Heimasíða NIVA er: www.niva.org Tekið er á móti skráningum á námskeiðið hjá NIVA fram til 25. febrúar árið 2000. Ritari námskeiðsins er Pirjo Turtiainen. Frekari upplýsingar er hægt að fá á atvinnusjúkdóma- og heilsugæsludeild Vinnueftirlits ríkisins í síma: 567 2500. Söngur steindepilsins í bókinni eru frásögur fólks sem fengið hefur krabbamein og flest hlotið bata. Ekkja og ekkill tala um sorgina og sjúkrahúsprestur ritar huggunarorð. Útgefandi er Hólmfríður Gunnarsdóttir en hún skrifaði einnig viðtölin og ritstýrði bókinni. Krabbameinsfélag íslands styrkti útgáfu bókarinnar. Heimagisting Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum sem áhuga hafa á að bjóða evrópskum hjúkrunarfræðingum, sem koma hingað til lands á WENR-ráðstefnuna 25.-27. maí á næsta ári, ókeypis gistingu í heimahúsum. Slíkur stuðningur er mikilvægur fyrir hjúkrunarfræðinga sem koma frá efnaminni löndum Evrópu. Með því að bjóða þeim ódýra eða ókeypis gistingu aukum við mögueiika þeirra á að koma hingað og taka þátt í því evrópska samfélagi sem WENR er. Þeir sem áhuga hafa vinsamlega hafið samband við skrifstofu félagsins í síma 568 7575 fyrir 1. febrúar 2000. 320 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.