Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 46
.VOE VB^ v PLUS+^ byCoatajUoe 98% Aloe Vera Gel Hreint án litarefna 98% Pure Aloe Vera Gel Hreint Aloe V'era GeJ ■'V" GœrtnvottflA 1»™«. AlocVcrn ^PWE*4 PLUS+ by CoalMjlloe Gæðavottað Aloe Vera Fyrir íslenskt veðurfar Dreifing: Niko ehf. íslenskir skurðhjúkrunarfræðingar með fyrirlestur á heimsþingi í Finnlandi Heimsþing skurðhjúkrunarfræðinga var haidið í Helsinki í Finnlandi 25. júlí-30. júlí 1999. Fulltrúar frá 33 þjóðlöndum sátu þingið og var þetta 11. heimsþing skurðhjúkrunar og í fyrsta sinn sem íslenskir skurðhjúkrunarfræðingar fluttu fyrirlestur. Yfirskrift þingsins var „Kjarni hjúkrunar á skurðstofu". Helga Kristín Einarsdóttir fjallaði um menntun skurðhjúkrunarfræðinga og hvað þeir geta gert til að efla og bæta þjónustu við skjólstæðinga sína. Hún fjallaði einnig um framgangskerfið. Kristín Gunnarsdóttir og Svanhildur Jónsdóttir fjölluðu um viðhorf og vonir kvenna sem gengust undir skurðaðgerð vegna krabbameins í brjósti. Fyrirlesturinn var kynning á niðurstöðum könnunar sem þær gerðu á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1996. Skurðhjúkrunarfræð- ingar á heimsþingi, frá vinstri: Heiga Kristin Einarsdóttir, Svanhildur Jóns- dóttir og Kristin Gunnarsdóttir. Ályktun frá Landssambandi gegn áfengisbölinu Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er eitt af aðildarfélögum Landssambands gegn áfengisbölinu. Landssambandið hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Stjórn Landssambandsins gegn áfengisbölinu biður landsmenn alla að gjalda varhug við skefjalausri áróðurs- herferð fyrir sölu léttvíns og bjórs í stórmörkuðum. Þeir sem þar eru að verki eru óskammfeilnir verslunareigendur sem telja sig sjá einhverja auravon í sölu áfengra drykkja í sölubúðum sínum. Þeir tala fjálglega um frelsi, en horfa fram hjá áfengis- og fíkiefnavandanum sem óhjákvæmilega fylgir aukinni sölu og neyslu áfengis. Þeir gleyma að áfengið hefur reynst frelsi fjölda einstaklinga fjötur um fót og heft margt æskufólk í viðjar áfengisbölsins. Stjórn Landssambandsins mælist eindregið til þess við aðildarfélög sín, að þau veki athygli félagsmanna sinna á þessum staðreyndum. Jafnframt vari þau unga sem aldna við allri neyslu áfengra drykkja, minnug þess að bindindi er besta forvörnin gegn áfengis- og fíkniefnavandanum og að gott fordæmi er það sem talar skýrustu máli í þessum efnum sem öðrum. Þá lýsir stjórn Landssambandsins furðu sinni á því virðingarleysi fyrir viðskiptamönnum sem fram kemur í auglýsingum Nýkaupa, þar sem þjóðkunnir leikarar koma fram í gervi ógæfusamra drykkjumanna sem oft eru í daglegu tali nefndir rónar. Þar eru þeir persónugerðir sem ímynd viðskiptavina Nýkaupa. Það er ósmekklegt, ber dómgreindarleysi glöggt vitni og er til þess fallið að fæla ærukæra viðskiptavini frá þessari verslun. Stjórn Landssambandsins gegn áfengisbölinu fagnar því að fjölmargar matvöruverslanir hafa tekið tóbaksvörur úr hillum sínum. Bæði áfengi og tóbak eru hættuleg og heilsuspillandi efni sem eiga enga samleið með almennri matvöru í verslunum landsmanna." 334 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.