Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 25
Sigurður Björnsson læknir Fyrsta meðferð eftir greiningu HEILBRIGÐI YCKKtí Inngangur Brjóstkrabbamein er algengasta krabbamein meöal kvenna á Vesturlöndum. Árlega greinist hálf milljón kvenna meö sjúkdóminn og nýgengi hans hefur aukizt um 1 -2% á ári síðustu 40 árin. Þrátt fyrir þessa aukningu á nýgengi hefur aldursbundin dánartíöni af völdum sjúkdómsins staðið nokkuð í stað síðustu 50 árin. Lífslíkur sjúklinga með brjóstkrabbamein standa í réttu hlutfalli við stig sjúkdómsins við greiningu. Sé sjúkdómur- inn raunverulega staðbundinn í brjóstinu (stig I) eða í brjósti og holhandareitlum (stig II) er raunhæft að búast við að unnt sé að komast fyrir hann með staðbundinni með- ferð sem felur í sér skurðaðgerð og/eða geislameðferð. Reynslan sýnir hins vegar að a.m.k. þriðjungur kvenna, sem taldar eru vera á stigi I eða II við greiningu, fær meinvörp innan tíu ára þrátt fyrir það sem álitin er full- nægjandi staðbundin meðferð í byrjun. Talið er að þetta megi rekja til örmeinvarpa sem ekki eru greinanleg í fyrstu, láta síðan lítið fara fyrir sér um árabil áður en þau birtast aftur og valda einkennum og hugsanlega fjörtjóni. Eftir því sem brjóstkrabbamein eru minni við greiningu þeim mun minni líkur eru til að þau hafi náð að skjóta meinvörpum og líkur á fullri lækningu því betri. Með reglubundnum brjóstamyndatökum er oft unnt að greina hnúta í brjóstum áður en þeir finnast við þreifingu. Sýnt hefur verið fram á að lækka má dánartíðni kvenna yfir fimmtugt með slíkri krabbameinsleit. Enn er tekizt á um hvort slík hópleit eykur lífslíkur kvenna sem greinast með brjóstkrabbamein fyrir fimmtugt, en búizt er við að áfram- haldandi rannsóknir muni skera úr um það á næstu árum. Óumdeilt er að jafnan er unnt að komast af með minni skurðaðgerðir hjá þeim konum sem greinast við hópleit en hinum sem greinast með hefðbundnum hætti. (slendingar hafa verið með fyrstu þjóðum til að tileinka sér þessa aðferð við að greina einkennalaus brjóstkrabba- mein. Öllum íslenzkum konum milli fertugs og sjötugs er boðið að koma í brjóstamyndatöku annað hvert ár. Framfarir í meðfeð brjóstkrabbameins síðustu áratugi hafa tengzt auknum skilningi á hegðun sjúkdómsins og leitt til eftirfarandi áherzlubreytinga í meðferð: 1. Fráhvarfs frá mjög viðamiklum skurðaðgerðum (radical mastectomy, extended radical mastectomy) þar sem brjóst, vöðvar og holhandareitlar voru fjarlægð með róttækum hætti. 2. Þróunar minni skurðaðgerða, fleygskurða, þar sem leit- azt er við að skerða sem minnst heilbrigðan brjóstvef. 3. Markvissari beitingar geislameðferðar, einkum í tengsl- um við fleygskurðaðgerðir og í sérstökum tilfellum vegna eitlameinvarpa í holhönd. 4. Aukinnar notkunar lyfjameðferðar samhliða skurðaðgerð með það að markmiði að útrýma hugsanlegum örmein- vörpum. Koma þar bæði til frumueyðandi (cytotoxisk) lyf og hormónalyf. Fræðilegur bakgrunnur slíkrar meðferðar er sá að mest von sé til að ráða niðurlögum æxlis meðan æxlisfrumurnar eru fáar, það er áður en unnt er að greina þær með venjulegum rannsóknaaðferðum. 5. Þróunar á aðferðum sem beinast gegn sérstökum eiginleikum krabbameinsins, svo sem erfðaþáttum. Hér á eftir verður lýst nokkuð helztu meðferðarleiðum sem beitt er sem fyrstu meðferð eftir greiningu krabba- meins í brjósti. Ekki verður sérstaklega fjallað um meðferð á krabbameini sem hefur tekið sig upp á ný. Skurðlækningar Þegar krabbamein er staðbundið í brjósti og holhandar- eitlum er ráðlagt að fjarlægja æxlið og holhandareitla með skurðaðgerð. Samanburðarrannsóknir hafa sýnt að jafnar líkur eru á lækningu hvort sem brjóstið er fjarlægt eða hnúturinn fjarlægður úr brjóstinu og eftirstæður brjóstvefur geislaður. Báðum aðferðunum fylgir eitlabrottnám úr hol- hönd til vefjagreiningar sem er liður í stiggreiningu sjúk- dómsins. Stig sjúkdómsins segir til um útbreiðslu hans og er haft til hliðsjónar ásamt fleiru þegar lögð eru á ráðin um aðra meðferð en skurðaðgerð. Ákvörðun um tegund fyrstu aðgerðar er tekin í samráði við sjúklinginn eftir að hinar ýmsu meðferðarleiðir hafa verið útskýrðar og ræddar. Nauðsynlegt er að sjúklingur með innan við 3 cm hnút í 313 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.