Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 11
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra Ágætu hjúkrunarfræðingar, kollegar. Til hamingju með daginn. Ég vil byrja á því að samfagna með Vigdísi Magnúsdóttur. Það var að sjálfsögðu afar vel til fallið að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga veldi sér þá miklu sómakonu sem heiðursfélaga. Við Vigdís höfum átt mikið samstarf á undanförnum árum og ég veit þvílíkum mannkostum og styrk hún er búin. Flún bætist því í fríðan flokk þeirra kvenna sem eru heiðursfélagar okkar og við samgleðjumst henni með það og óskum þér til hamingju, Vigdís. Á 80 ára ferli félagasamtaka hjúkrunarfræðinga á íslandi hafa að sjálfsögðu skipst á skin og skúrir, sigrar og ósigrar. Það má segja að það sé eins og í lífi hvers okkar, en 80 ár í lífi félagasamtaka er engan veginn hár aldur, og minna má á að hjúkrun er ein elsta fagstétt kvenna í heiminum. Og hér á landi dylst engum, að sigrarnir hafa verið stærri en ósigrarnir í þeirri sögu sem félagasamtök okkar hafa skapað sér. Allt frá því er Christophine Jurgensen kom hingað til lands, fyrst menntaðra hjúkrunarfræðinga, hefur saga hjúkrunarfræðinga á íslandi verið viðburðarlk, eins og fram hefur komið hér áður í dag, og hjúkrunarfræðingar hafa beitt sér markvisst fyrir uppbyggingu heilbrigðisþjónust- unnar á íslandi. í mínum huga er alveg Ijóst að styrkur hjúkrunar hefur aukist ár frá ári, mér liggur við að segja dag frá degi, eftir því sem liðið hefur á þessa öld. Það eru til dæmis fáar nefndir og stjórnir sem snúa að heilbrigðismálum sem hjúkrunarfræðingar eiga ekki sæti í. Fljúkrunarfræðingar hafa haslað sér völl víða í sam- félaginu á fjölþættum starfsvettvangi þar sem reynsla og þekking þeirra nýtist, skjólstæðingum okkar til góða. Ég hef oft haldið því fram, að Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga sé sterkasta fagfélagið á landinu í dag. Félagið nýtur virðingar fyrir vönduð vinnubrögð I hvívetna og faglega nálgun við þau viðfangsefni sem tekist er á við hverju sinni. Og ég er sannfærð um að hinn nýi formaður, Herdís Sveinsdóttir, mun halda áfram á þeirri vel mörkuðu braut. En til þess að tryggja að rödd hjúkrunar heyrist sem skýrast, bæði í röðum hjúkrunarfræðinga og ekki síður út fyrir þær raðir, hef ég ákveðið að færa félaginu að gjöf ræðupúlt. Þúltið er ekki tilbúið, en orð eru til alls fyrst, og verður það smíðað í samræmi við þær hugmyndir sem félagið setur fram og verður afhent við eitthvert gott tækifæri fljótlega. Ég vil að lokum færa Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga mínar bestu árnaðaróskir. Ég ítreka einnig hamingjuóskir mínar til hjúkrunar- fræðinga allra með þessi tímamót og óska þess jafnframt að blessun fylgi störfum hjúkrunarfræðinga í framtíðinni. Ásta Möller, alþingismaður Heilbrigðisráðherra, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, ágætu hjúkrunarfræðingar, aðrir hátíðargestir. Ég vil færa Félagi íslenskra hjúkr- unarfræðinga og hjúkrunarfræð- ingum öllum bestu árnaðaróskir frá Kirsten Stallknecht, formanni Alþjóðasambands hjúkrunarfræðinga, og Judith Oulton, framkvæmdastjóra samtakanna, á þessum hátíðardegi. Samtökin og ekki síst formaður ICN - en hún var sem kunnugt er formaður félags danskra hjúkrunar- fræðinga um nálega þriggja áratuga skeið - hafa á undan- förnum árum og áratugum fylgst náið með þróun hjúkr- unar á íslandi og hafa margoft lýst aðdáun sinni á stöðu hjúkrunar og styrk hjúkrunarfræðinga hér á landi. Á því er enginn vafi að tilnefning mín I stjórn Alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga sl. vor er fyrst og fremst viðurkenning á árangri og stöðu hjúkrunar hér á landi. Það vill svo til að seint í gærkvöld kom ég heim eftir vikulangan stjórnarfund samtakanna þar sem meginviðfangsefnið var að móta stefnu hvernig ICN gæti stuðlað að frekari einingu meðal hjúkrunarfræðinga í heiminum með því að mynda tengsl við fleiri landsfélög hjúkrunarfræðinga, alþjóðleg félög og áhugahópa sérfræðinga innan hjúkrunar. Því fannst stjórn ICN það athyglisvert að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem stofnað var fyrir rúmum fimm árum, væri að halda upp á 80 ára afmæli sitt og þótti það bæði fordæmisgefandi viðhorf og aðdáunarvert ákall um einingu meðal hjúkrunarfræðinga. Áttatíu ár eru ekki langur tími. Ég hef t.d. lifað rúman helming þess tíma og ferill minn innan hjúkrunar er fjórð- ungur þess tíma. Hins vegar hefur afar margt gerst á þessum áttatíu árum, stéttinni og þjóðfélaginu til heilla, sem verður betur rakið af öðrum en mér. Af augljósum ástæðum er þó síðasti áratugur mér hugstæðastur. Fyrir réttum tíu árum var haldin glæsileg ráðstefna og hátíðarfundur í Borgartúninu í tilefni af 70 ára afmæli Hjúkrunarfélags íslands. Mér er þessi ráðstefna sérstak- lega minnisstæð því það var ein af mínum fyrstu skyldum sem þá nýkjörinn formaður Félags háskólamenntaðra 299 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.