Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 33
^VW'íumAr Hvað gerir fólk þegar það kemst á eftirlaun? Eflaust er það jafnmisjafnt og menn eru margir, sumir eiga erfitt með að slíta sig frá erli atvinnulífsins en aðrir njóta þess að hafa tíma til að gera það sem þá langar til, skrifa eitthvað, hitta vini og kunningja, fá sér kaffi, konfekt og púrtvínstár í góðra vina hópi og rifja upp gamlar minningar. í lok desember verður ein af brautryðjendunum í hjúkrunar- stéttinni áttræð, jafngömul fyrsta félagi hjúkrunarfræðinga, og því ekki úr vegi í lok árs aldraðra að taka hús á henni. Maríu Pétursdóttur þekkja eflaust flestir innan hjúkr- unarstéttarinnar enda hefur hún fengið ótal viðurkenningar fyrir störf sín og látið til sín taka varðandi ýmis málefni á sviði hjúkrunarinnar. María býr í skemmtilegri, óhornréttri íbúð í Túnunum, á sjöttu hæð. „Ég féll alveg fyrir þessari íbúð þegar ég kom hingað fyrst og hefur liðið mjög vel hérna," segir hún brosandi er hún býður ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga velkominn. í heimsókn hjá Maríu eru Arndís Ellertsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, og gömul vinkona frá Noregi sem býr hjá Arndísi í stuttri heimsókn hér á landi, Marie Lysnes. Þær Maríurnar eru að fara í gegnum ýmis skjöl, myndir og pappíra og rifja upp gamlar minningar. Marie Lysnes er að verða 93 ára og notar heimsókn sína hingað til lands m.a. til að leita sér lækninga, hún er óánægð með þá meðhöndlun sem hún hefur fengið í Noregi, hefur reyndar kært lækna og hjúkr- unarfræðinga fyrir ranga meðhöndlun í sínu heimalandi og er hér til að fá álit annarra lækna á meðferðinni. „Henni finnst allt ómögulegt í Noregi en allt frábært hér á landi,“ segir María Pétursdóttir til að skýra afstöðu stöllu sinnar til málanna. María Pétursdóttir segist hins vegar sátt við allt og alla, hún fer tvisvar í viku í Múlaborg og er búin að sækja um á Droplaugarstöðum. Marie Lysnes er mikill íslandsvinur, hefur komið oft áður hingað til lands og ferðast víða. Þær Maríurnar tvær hafa verið vinkonur frá gamalli tíð og eiga ýmislegt sameigin- legt. Marie Lysnes býr ein í eigin húsnæði í Ósló, „bý á 11. hæð, með útsýni yfir alla borgina. Ég sé bátana og fjöllin í bakgrunninum. Ég sé sólina koma upp og setjast og þegar heiðskírt er er himinninn stjörnubjartur og tunglið tekur sig vel út.“ Hún segist lifa ríkulegu lífi og hvergi nærri sest í helgan stól og er nú að skrifa hjúkrunarsögu 20. aldarinnar. Marie Lysnes hefur barist heilmikið fyrir réttindum eftir- launaþega í sínu heimalandi og hefur ákveðnar skoðanir á þeim málum. Hún hefur ekki mikið álit á dvalarheimilum fyrir aldraða í Noregi, segist aldrei munu fara á slíkt heimili. Maríurnar tvær, María Pétursdóttir og Marie Lysnes. „Það getur enginn komið mér þangað! Ég fer ekki nema ég verði borin út!“ segir hún og er greinilega mikið niðri fyrir. Hún segir slík heimili lík gettóum þar sem sjálfræði sé tekið af fólki. Hún er á þeirri skoðun að framkoma við eftir- launaþega sé ekki til fyrirmyndar í þjóðfélögum okkar. „Fólk er látið fara á eftirlaun hvort sem það vill vinna áfram eða ekki, ekkert tillit er tekið til þess hvort það hefur áfram- haldandi starfsorku." Sjálf hefur hún tekið tölvutæknina í þjónustu sína. Sömu sögu er af segja að nöfnu hennar Pétursdóttur, þær hafa báðar skrifað töluvert um ævina og skrifa enn. Eitt sinn voru þær saman í tvær vikur í Hveragerði, Marie Lysnes skrifaði heilmikinn bækling þennan tíma, sem hún segir Maríu Pétursdóttur hafa aðstoðað sig við. Þær hræðast hvorugar tæknina, nota tölvur og internetið þó María Pétursdóttir segist ekki vera mjög lagin við netið enn þá. Hún nær í tvær bækur sem þær hafa skrifað um hjúkrunarsögu, önnur er Hjúkrunarsaga Islands, sem María Pétursdóttir tók saman og gefin var út á kostnað höfundar 1969, og hin er geðhjúkrunarsaga Noregs sem Lysnes skrifaði og gefin var út 1982. Hjúkrunarsaga Maríu er í fallegu skinnbandi og bundin inn af kunningja hennar. Utan á kápunni er mynd úr Víga-Glúms sögu, af Halldóru Gunnsteinsdóttur sem María Pétursdóttir telur vera fyrstu íslensku hjúkrunarkonuna. „Hún mælti þessi orð: „ok skulum vér þinda sár þeira manna, er lífvænir eru, ór hvárra liði sem eru.“ Þeim stöllum ber ekki saman hvenær þær hafi hist fyrst. „Ég sá Maríu fyrst á alþjóðlegu þingi í Montreal 1969,“ segir Marie Lysnes. „Ég tók eftir þér, þar sem þú 321 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.