Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 28
erfitt er um vik aö gera fullnægjandi skurðaðgerö. Bæði getur þetta stafað af því að einstaklingar hafi ekki sinnt því að fara í skoðun en einnig er ákveðinn hluti brjóstkrabba- meina þess eðlis að mjög erfitt getur verið að greina þau þótt beitt sé myndatökum, ómskoðunum og stungu- sýnatökum. í slíkum tilfellum getur verið ráðlegt að freista þess að minnka hinn „staðbundna" sjúkdóm í brjósti og eitlum með lyfjameðferð (neoadjuvant meðferð) sem þá nýtist jafnframt við að hefta útbreiðslu sjúkdómsins til annarra líffæra. Stundum er beitt geislameðferð til að minnka staðbundinn æxlisvöxt til að undirbúa skurð- aðgerð. Frumueyðandi lyf, sem notuð eru við meðferð á brjóst- krabbameini, eru ósérhæfð og hafa því verulegar auka- verkanir í för með sér og takmarkar það skammtastærð. Einn helzti fylgikvillinn er mergbæling sem veldur fækkun hvítra blóðkorna og þar með hættu á sýkingum og fækkun blóðflaga með aukinni blæðingahættu. Þar sem búast má við því að stærri lyfjaskammtar nái að útrýma fieiri krabbameínsfrumum og auki þar með lækningalíkur þá hafa verið gerðar tilraunir með svonefnda háskammtameðferð með stofnfrumuflutningi meðal kvenna með mikil eitlameinvörp í holhönd við greiningu og fyrstu meðferð. Þá eru gefnir það stórir lyfjaskammtar að lífi sjúklingsins er stofnað í hættu ef ekki kæmi til stofn- frumugjöf. Stofnfrumur eru fjarlægðar úr beinmerg sjúklingsins, meðhöndlaðar og geymdar á sérstakan hátt á meðan sjúklingurinn fær hina hættulegu háskammta- lyfjameðferð er ræðst á krabbameinsfrumurnar en einnig á heilbrigðar mergfrumur sem þá þurrkast að miklu ieyti út. Síðan fær sjúklingurinn sínar eigin, geymdu stofnfrumur aftur, gefnar í æð og eftir fáeinar vikur hafa þær fjölgað sér að því marki að hvítkorn og blóðflögur fara aftur að leita út í blóðrásina. Meðferð af þessu tagi er nú orðin tæknilega vel viðráðanleg, en þær miklu vonir, sem bundnar hafa verið við að hún gæti bætt horfur kvenna með mikil eitla- meinvörp við greiningu, hafa ekki rætzt enn. Nýjungar Viðamiklar rannsóknir fara fram víða um heim sem miða að því að auka skilning manna á orsökum og líffræði krabbameins, viðbrögðum líkamans við þeim og aðferðum til að takast á við sjúkdóminn. Auk framfara í hefðbundn- um lækningaaðferðum, eins og þeim sem hér hefur verið lýst, þá er leitað nýrra meðferðarleiða sem byggjast á hinni nýju þekkingu. Margvíslegir vaxtarþættir og viðtakar fyrir þá eru bundnir við frumuhýði brjóstkrabbameinsfrumna. Þeir viðtakar, sem bezt eru þekktir, eru fjórir tyrosine kinasa viðtakar, ErbB1, ErbB2, ErbB3 og ErbB4. Sýnt hefur verið fram á að slæmar horfur tengjast brjótkrabbameinum ef frumurnar hafa mikið magn ErbB2 sem einnig er kallað Her2/neu. Talið er að allt að þriðjungur brjóstkrabbameina 316 séu með aukna tjáningu á Her2/neu. Sama gildir um mörg önnur krabbamein. Tekizt hefur að þróa einstofna mótefni gegn Her2/neu sem hefur gefið góða raun í meðferð hjá sjúklingum með aukna tjáningu á Her2/neu. Lyfið, Herceptin, verkar bæði þegar það er gefið eitt sér sem og með öðrum krabba- meinslyfjum. Aukaverkanir eru óverulegar. Hafnar eru samanburðarrannsóknir þar sem Herceptin er gefið ásamt öðrum lyfjum eftir skurðaðgerð þegar aukin Her2/neu tjáning finnst á krabbameinsfrumunum. Eitt af frumskilyrðum fyrir því að krabbamein geti vaxið er að æðar myndist og geti flutt æxlinu næringu. Vísinda- menn hafa lengi velt fyrir sér eðli slíkrar æðanýmyndunar og reynt að finna aðferðir til að koma í veg fyrir hana og svipta æxlin þannig næringu og vaxtarmöguieikum. Nú hillir undir árangur á þessu sviði og eru hafnar tilraunir á mönnum með fleiri en eina aðferð að þessu marki. Búin hafa verið til efni sem ráðast gegn frumum í veggjum hinna nýju æða og hindra þannig myndun þeirra jafnframt því sem leitað er erfðavísa sem stjórna æðanýmyndunar- ferlinu. Með því að gera slíka erfðavísa óvirka vonast menn til að hindra æðanýmyndun. Sennilegt er að báðar þessar aðferðir verki aðeins meðan þeim er beitt og að æðaný- myndun hefjist aftur þegar meðferðinni er hætt. Því er talið að þessar aðferðir muni gagnast vel í samvinnu við aðra lyfjameðferð. Ekki er ólíklegt að innan fárra ára muni aðferðir sem þessar verða reyndar sem hluti lyfjameð- ferðar í fyrstu meðferð á brjóstkrabbameini. Heimildir og ýtarefni Alexander, F.E., Anderson, T.J., Brown, H.K., og fleiri (1999). „14 years of followup from the Edinburgh randomised trial of breast cancer screening." Lancet 1999; 353: 1903-1908 Bonadonna, G., Valagussa, P. (1996). „Primary chemotherapy in operable breast cancer.” Semin. Oncol.\ 23: 464-474 Clark, G.M.(1999). „Prognostic and predictive factors for primary breast cancer." Proc. ASCO Educational Book; 205-207 Day, N.E. (1991). „Screening for breast cancer." Br. Med. Bull.\ 47: 400- 415 Early Breast Cancer Trialists' Collaborative Group (1998). „Tamoxifen for early breast cancer: An overview of the randomised trials." Lancet\ 351: 1451-1467 Early Breast Cancer Trialists' Collaborative Group (1998). „Polychemotherapy for early breast cancer: An overview of the randomised trials." Lancet\ 352: 930-942 Harris, J.R., Lippmann, M.E., Veronesi, U., Willett, W,.(1992) „Breast cancer, part 1.“ N. Engl. J. Med.\ 327: 319-328 Harris, J.R. Lippmann, M.E. Veronesi, U. Willett, W. (1992) „Breast cancer, part 2.“ N. Engl. J. Med. \ 327: 390-398 Rutgers, E.J. Th., Peterse, J.L., Bartelink, H., van Dongen, JA. (1994) „Surgical treatment an deciding definitive management policy in a premenopausal patient with early breast cancer.“ Eur. J. Surg. Oncot.\ 20: 607-610 Rutquist, L.E. (1998).„Controversial issues in adjuvant systemic therapy of early breast cancer." Acta Oncol. \ 37: 421-430 Smith, T. (1996). „The role and extent of surgery in early invasive breast cancer." Semin Oncol\ 23 (suppl 2): 12-18 Van der Geer, R, Hunter, T., Lindberg, R.A.,(1994). „Receptor protein- tyrosine kinases and their signal transduction pathways." Annu. Rev. Cell. Biol. \ 10: 251-337 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.