Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 42
ATVINNA
Heilbrigðisstofnunin í
Uestmannaeyjum
Hjúkrunarfræðingar
Óskum eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á
sjúkrahússvið í fastar stöður og til afleysinga í
iengri eða skemmri tíma.
Sjúkrahússvið skiptist í 2 deildir:
A - deild, sem er langlegudeild, og
B - deild sem er blönduð deild, handlæknis-,
lyflæknis- og fæðingardeild með mótttöku
allan sólahringinn og fjölbreytta starfsemi.
Samgöngur við Eyjar eru góðar, flug og ferja
daglega. Afþreyingarmögluleikar eru
margvíslegir og góð aðstaða til íþrótta og
útivistar.
Vinsamlega hafið samband og leitið
upplýsinga um laun og starfsaðstöðu.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri,
Selma Guðjónsdóttir, síma 481-1955.
TTPT
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahús Akraness
Á lyflækningadeild sjúkrahússins vantar
hjúkrunarfræðinga til starfa.
Sjúkrahúsið á Akranesi er fjölgreinasjúkrahús
með vaktþjónustu allan sólarhringinn. Lögð er
áhersla á fjölþætta þjónustu á eftirtöldum
deildum: lyflækningadeild, handlækningadeild,
fæðingar- og kvensjúkdómadeild,
öldrunardeild, slysamóttöku, skurðdeild,
svæfingadeild, röntgendeild, rannsóknadeild,
endurhæfingardeild. Starfsmenn SHAtaka
þátt í menntun heilbrigðisstétta og lögð er
áhersla á vísindarannsóknir.
Nýjum hjúkrunarfræðingum er boðin aðlögun
með reyndum hjúkrunarfræðingum og
Ijósmæðrum.
Þeir hjúkrunarfræðingar, sem hafa áhuga á að
skoða stofnunina, eru velkomnir.
Nánari upplýsingar um stöðuna og hin
nýju launakjör gefur hjúkrunarforstjóri,
Steinunn Sigurðardóttir, í síma 430 6000.
Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði
Heilbrigðisstofnunin Isafjarðarbæ
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
Bráðadeild FSÍ ieitar að hjúkrunarfræðingum í
fast starf nú þegar, eða eftir samkomulagi.
Deildin er 20 rúma blönduð bráðadeild fyrir
hand- og lyflækningar sjúklinga á öllum aldri.
í tengslum við bráðadeild er 4 rúma
fæðingardeild.
Umsóknarfrestur er opinn.
Nánari upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri,
Hörður Högnason,
og deildarstjóri bráðadeildar,
Auður Ólafsdóttir, í s: 450 4500 og 894 0927
LJÓSMÓÐIR
Fæðingardeild FSl leitar að Ijósmóður í 100%
fasta stöðu við sjúkrahúsið. Einnig er þörf fyrir
Ijósmæður til afleysinga í vetur.
Um er að ræða samstarf við aðra Ijósmóður
og skipta báðar á rmilli sín dagvöktum, auk
gæsluvakta utan dagvinnu og
útkalla vegna fæðinga. Fæðingardeildin er sér
eining með vel útbúinni fæðingarstofu,
vöggustofu, vaktherbergi og 4 rúma
legustofu. Fæðingar hafa verið frá 79-105
undanfarin ár.
Helsti starfsvettvangur:
Fæðingarhjálp, fræðsla og
umönnun sængurkvenna og nýbura.
Hjúkrun kvenna í meðgöngulegu.
Umsóknarfrestur er opinn.
Nánari upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri,
Hörður Högnason,
í s: 450 4500 og 894 0927 og Sigríður Ólöf
Ingvarsdóttir, hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir,
í s: 450 4500.
Sunnuhlíð
Hjúkrunarfræðingar
Óskast á kvöldvaktir, næturvaktir og um
helgar nú þegar.
Upplýsingar veitir Áslaug Björnsdóttir,
hjúkrunarforstjóri, í síma 560-4163
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingar
Við Heilbrigðisstofnun Suðausturlands á Höfn
í Hornafirði eru lausar til umsóknar
eftirfarandi stöður:
♦ Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslu- eða
sjúkrasviði
♦ Deildarljósmóðir á fæðingardeild
heilbrigðisstofnunarinnar.
Stöðurnar veitast frá og með 1. janúar 2000
eða eftir samkomulagi.
Góð kjör og aðstaða er í boði.
Nánari upplýsingar veita Guðrún Júlía
Jónsdóttir, hjúkrunarforstjóri, f síma 478-1021
og Garðar Jónsson, bæjarstjóri,
í síma 470-8000.
Undir heilbrigðisstofnun Suðausturlands á
Höfn í Hornafirði heyra heilsugæslustöð (H3),
hjúkrunardeild með bráðaþjónustu,
fæðingardeild og dvalarheimili aldraðra.
Heilbrigðis- og öldrunarþjónustan í héraðinu er
rekin af sveitarfélaginu sem reynsluverkefni
samkvæmt sérstökum þjónustusamningi við
ríkið. Á stofnuninni fer því nú fram spennandi
þróunarstarf.
Heilbrigðisstofnunin, Siglufirði
Okkur vantar hjúkrunarfræðinga
Hafið þið áhuga á fjölbreyttu starfi sem
fléttar saman á hæfilegan hátt hin ýmsu
svið hjúkrunar, s.s. bráðahjúkrun,
öldrunarhjúkrun, krabbameinshjúkrun, hjúkrun
hjartasjúklinga o.fl.?
Ef svo er hafið samband og/eða komið í
heimsókn og kynnið ykkur aðstæður.
Nánari upplýsingar gefur
hjúkrunarforstjóri
Heilbrigðisstofnunarinnar, Siglufirði,
sími 467-2100, heimasími 467-1417
Eir, hjúkrunarbeimílí, Grafaruogi
Hjúkrunarfræðingar
Okkur vantar hjúkrunarfræðing til starfa á
mótttökudeild og almenna heimilisdeild.
Um er að ræða morgun- og kvöldvaktir.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í
síma 587-3200 milli klukkan 8:00 og 16:00
ST JÓSEFSSPÍTALI Sifj
HAFNARFIRÐI
Staða hjúkrunarfræðings á lyflækningadeild er
laus til umsóknar.
Starfsemi deildarinnar er fjölbreytt og
vinnuaðstaða góð.
Nánari upplýsingar veitir Birna Steingrímsdóttir
í síma 555-0000.
330
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 75. árg. 1999