Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Page 5
Formannspistill
Breytíngar
Herdís Sveinsdóttir
Miklar breytingar hafa átt sér stað á
stjórnskipulagi heilbrigðisstofnana á
undanförnum árum. Heilsugæslu-
stöðvar víða um land hafa verið sam-
einaðar sjúkrahúsum, Heilsugæslan í
Reykjavík hefur verið sameinuð undir
einni yfirstjórn og nú á vormánuðum
sameinuðust stóru sjúkrahúsin í
Reykjavík undir eina framkvæmda-
stjórn. Tilgangur sameiningar heil-
brigðisstofnana er að auka hagræðingu
í rekstri, einfalda og samþætta ýmsa
þjónustu með það lokamarkmið í huga
að gæði þjónustunnar verði meiri. í
skýrslu nefndar á vegum Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga, Framtíðar-
skipan sjúkrahúsmála í Reykjavík frá því
í apríl 1998 gerir nefndin að forsendu
tillagna sinna að skipulag og starfsemi
heilbrigisstofnunar eigi fyrst og fremst
að taka mið af þörfum skjólstæðinga
hennar. Þetta felur í sér að öll starfsemi
skuli skipulögð með tilliti til þeirrar
grundvallarhugmyndar að sjúklingurinn
sé í öndvegi.
Þeir sem starfa næst sjúklingnum
eru þeir sem hafa bestu forsendur til að
fylgjast með áhrifum breytinga. Ég hvet
aila hjúkrunarfræðinga til að fylgjast
grannt með hvort breytingar þær sem
orðið hafa á undanförnum árum séu til
hagsbóta fyrir skjólstæðinga okkar. Ef
þið komið auga á óæskilegar
afleiðingar er mikilvægt að taka á þeim
strax til að tryggja áframhaldandi
gæðaþjónustu.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
þarf þó að fylgjast náið með því hvernig
þessar breytingar koma við hjúkrunar-
fræðinga sjálfa. Allar þessar breytingar
hafa mikil áhrif á störf hjúkrunarfræð-
inga. Það sem ég hef helst orðið vör
við tengist sameiningu sjúkrahúsa og
heilsugæslustöðva á landsbyggðinni.
Við sameiningarnar hafa stöður
hjúkrunarforstjóra víða verið lagðar af.
Svo dæmi sé tekið af Heilbrigðis-
stofnun Austurlands (sem nær frá
Vopnafirði að Djúpavogi) hefur nú verið
ráðinn þangað einn hjúkrunarforstjóri.
Stöðum hjúkrunarforstjóra við
heilsugæslustöðvarnar á t.d. Fáskrúðs-
firði, Eskifirði og Seyðisfirði hefur nú
verið breytt í stöður hjúkrunarstjóra og
á stöku stöðum (heilsugæslunni á
Vopnafirði t.d.) hefur stöðu hjúkrunar-
forstjóra verið breytt í stöðu deildar-
stjóra. Þessum breytingum á stöðu-
heitum fylgir launalækkun og er lítið við
það að athuga ef starfssvið og ábyrgð
breytist í samræmi við breytingar á
stöðuheitum. Mér skilst hins vegar að
þannig sé því ekki ávallt farið og því
fylgist Félag íslenskra hjúkrunarfræð-
inga grannt með framkvæmdum
þessara breytinga.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
hefur einnig af því áhyggjur að breyt-
ingar vegna sameininga stofnana nái
ekki jafnt til hjúkrunar- og lækninga-
þáttar starfseminnar. Þetta á sérstak-
lega við um það sem víkur að starfs-
fólkinu sjálfu, en okkur er ekki kunnugt
um breytingar á starfsheitum og kjörum
lækna sem starfa við heilbrigðisstofn-
anir á landsbyggðinni sem hafa verið
sameinaðar. Hjúkrunarfræðingar geta
að sjálfsögðu ekki unað því að ávinn-
ingur sameiningar verði hagræðing á
kjörum hjúkrunarfræðinga á meðan
aðrir halda sínu.
Það ríkir þó bjartsýni hjá mér í þess-
um málum. Ég trúi því að það sé ásetn-
ingur stjórnenda að gera rekstur heil-
brigðisstofnana hagkvæmari, að auka
samvinnu og samskipti heilbrigðis-
starfsfólks á mismunandi stofnunum og
bæta þjónustuna. Stjórnendur vita að
réttlæti og jafnræði verður að ríkja þegar
veigamiklar breytingar eru gerðar á
starfsemi stofnana og ef jafnréttissjónar-
miðum er framfylgt ætti að ríkja sátt um
breytingar hjá starfsfólki stofnananna.
Við hjúkrunarfræðingar erum sterkt
afl og það er okkar að fylgjast grannt
með því hvernig breytingar á stjórn-
skipulagi stofnana snerta okkur og
skjólstæðinga okkar.
Gleðilegt sumar
losar stíflur og Ic5t t i r c>ncin 11
Fæst £ öllum apótekum
Hreint nef er jafn
mikilvægt og
hreinar tennur
STÉRIMAR
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000
69