Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Qupperneq 12
kennt. Þeir töluðu um að þeir gerðu sífellt mat á árangri
fræðslunnar. í þremur viðtölum kom fram að þekking og
reynsla af umönnun sykursjúkra væri afar mikilvæg þegar
hjúkrunarfræðingar væru valdir til þessara starfa. Athyglis-
vert var að þessir þrír hjúkrunarfræðingar vinna við legu-
deildina þar sem meðferð sykursjúkra fer sjaldnar fram en
á hinni legudeildinni.
Erlendar rannsóknir hafa sýnt að hjúkrunarfræðingar
telja fræðslu sjúklinga mikilvæga og þeir virðast sækjast
eftir þeirri ábyrgð sem sjúklingafræðsla veitir þeim
(Karlsen, 1997; Kruger, 1991). Samkvæmt lögum um heil-
brigðisþjónustu, nr. 97/1990, er hjúkrunarfræðingum skylt
að veita heilbrigðisfræðslu og samkvæmt lögum um
réttindi sjúklinga, nr. 74/1997, eiga þeir rétt á að fá upplýs-
ingar um heilsufar og meðferð, áhættu hennar og gagn-
semi. Því má segja að hjúkrunarfræðingar séu einungis að
fara að lögum við fræðslu skjólstæðinga sinna, hliðstætt
því er kom fram hjá þátttakendum. Hinn sykursjúki þarf að
búa yfir mikilli þekkingu á eðli og meðferð sykursýkinnar
og hann þarf að læra að túlka og greina hvað það er sem
hefur áhrif á blóðsykurinn. Því er haldið fram að þekking
og fræðsla frá fagfólki sé einn af hornsteinum þess að ná
góðri stjórn á blóðsykrinum (Feddersen og Lockwood,
1994; Rankin og Stallings, 1996). Neikvæð áhrif streitu á
athygli og minni fólks eru þekkt (Cimprich, 1992) og vitað
er að líkamleg og andleg líðan hefur áhrif á hæfni
einstaklings til að læra. Þátttakendur kusu að segja frá eðli
og meðferð sykursýkinnar um leið og þeir mátu sjúklinginn
hæfan til þess að geta lært og vildu þá fremur endurtaka
fræðsluna eftir þörfum, m.a. með óformlegri fræðslu.
Formleg og óformleg fræðsla þarf að vera sýnileg, t.d.
með skráningu, og hjúkrunarfræðingar verða að fylgja því
eftir sem á vantar í fræðslunni. Það er hægt að gera með
mati á árangri fræðslu, eins og þátttakendur nefndu. Við
mat á fræðslu ber að hafa í huga að fræðsla sykursjúkra
hefur verið gagnrýnd fyrir það að vera of fræðileg og taka
ekki mið af þörfum daglegs lífs (Tilley og fl., 1995). Bent
hefur verið á að nauðsynlegt sé að greina á milli þekkingar
sykursjúkra á sjúkdómi sínum og þess hvort þeir séu færir
um að nota þekkinguna í daglegu lífi. Hjúkrunarfræðingar
þurfa að miða störf sín við að veita fræðslu sem er
notadrjúg í daglegu lífi sykursjúkra.
Mikilvægi skriflegrar fræðslu er þekkt í hjúkrun og er
hún talin auka áhrifamátt fræðslunnar, t.d. við að ná
góðum tökum á sjúkdómsmeðferð og til að draga úr
óþægindum, s.s. kvíða (Nelson, 1996; Rothrock, 1989).
Er það í samræmi við upplifun þátttakenda. Rannsóknir
hafa sýnt að sjúklingar vilja gjarnan fá skriflega fræðslu
(Hinds, Streater og Mood, 1995).
Að ná tökum á meðferðinni
Fljótlega eftir greiningu er byrjað að kenna sjúklingunum
ýmis framkvæmdaatriði er lúta að meðferð, s.s. blóðsykur-
76
mælingar. Þátttakendum fannst að þjálfun sykursjúkra í að
sjá um sykursýksmeðferðina, m.a. mælingar á blóðsykri,
val á stungustað og sprautugjöf, væri afar mikilvægur hluti
af starfi þeirra. Fannst þeim jafnvel að hlutverk þeirra fælist
að mestu í að þjálfa sykursjúka í líkamlegri umhirðu og
fræðslan tengdist því að miklu leyti. Rík áhersla var lögð á
að kenna sykursjúkum nákvæmni í blóðsykurmælingum
og umgengni við insúlín.
Hjúkrunarfræðingarnir voru meðvitaðir um að líkamleg
umhirða í tengslum við sykursýkina er framandi fyrir flesta
og að flestir þurfa að læra mikið á stuttum tíma:
Þetta er oft talsvert mikið, það þarf að læra að stixa
sig og læra á blóðsykurmæla og á pennann, svo
þarf að læra að sprauta sig. Þetta er svolítið mikið
að meðtaka allt í einu.
Að þeirra mati er mikilvægt fyrir sykursjúka að fá að
hafa tæki sem notuð eru til blóðsykurmælinga og insúlín-
penna hjá sér til æfinga. Hjúkrunarfræðingarnir á annarri
legudeildinni nefndu að þeir væru alltaf með útrunna
penna sem eru merktir sem kennslupennar. Kennslupenna
getur sjúklingurinn haft hjá sér og æft sig í að stilla eininga-
fjöldann:
Ég læt þá fá pennann fyrst til þess að ná valdi á að
skammta. Vera ekki að stinga strax. Bara að leika
sér með pennann og fá tilfinningu fyrir því að
skammta.
Hjúkrunarfræðingarnir lýstu því hvernig sumir sjúkling-
arnir fyllast ótta við tilhugsunina um að þurfa að sprauta
og meiða sjálfan sig. Að þeirra mati yfirvinnur sjúklingurinn
þröskuld með fyrstu stungunni og flestum þykir stungan
ekki eins sár og þeir óttuðust. Þátttakendur reyndu að
miða fræðslu um líkamlegar hliðar sykursýkinnar við þarfir
hvers einstaklings. T.d. ef hinn sykursjúki virðist skilja
hvernig stilla á einingafjölda og beita insúlínpenna fer hann
fljótt að sprauta sig undir leiðsögn hjúkrunarfræðinganna.
Yfirleitt fannst þeim að eldra fólk þyrfti lengri tíma til að ná
færni við tæknileg atriði, því tækin sem notuð eru virðast
stundum flókin í augum þeirra. Einn hjúkrunarfræðingurinn
lýsti leiðsögn sinn svona:
Þegar ég held að þeir séu búnir að ná tökum á
pennanum og tilbúnir að sprauta sig stend ég hjá
þeim og leiðbeini þeim meðan þeir sprauta sig. í
næstu skipti dreg ég mig aðeins til baka og skipti
mér ekki af nema það séu einhverjar augljósar
vitleysur.
Ekki er auðvelt að greina fræðsluþörf einstaklinga með
sykursýki í vitræna og líkamlega þætti. Kennslan fer fram
samhliða og hvort tveggja er jafnmikilvægt. Þegar verið er
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000