Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Síða 14
sókn Andersons (1990) sýndi hins vegar að 30 sykursjúk-
um konum fannst þær ekki fá tilfinningalegan stuðning frá
fagfólki. Stuðningurinn iaut að líkamlegum þáttum en þær
þurftu einar að glíma við sálfélagsleg áhrif sykursýkinnar á
daglegt líf.
Að kunna á sykursýkina
Að mati allra viðmælenda auðveldar jákvætt viðhorf í garð
sykursýkinnar aðlögun sjúklinganna að sjúkdóminum. Það
eflir líka ábyrgðarkennd þeirra gagnvart sykursýkinni. Einn
viðmælenda lýsti nálgun sinni á eftirfarandi hátt:
Ég er svolítið tvísaga í þessu, bæði að reyna að
gera þetta ekki voðalega alvarlegt og ekki voðalega
þrúgandi fyrir fólkið. Þannig að fólk þurfi ekki að
leggja alveg árar í bát, en um leið er fólk látið vita að
þetta er það alvarlegt að það verður að fylgja þessu
eftir. Þetta er eins konar línudans.
Hjúkrunarfræðingarnir töluðu um að með hjúkrun sinni
reyni þeir að draga úr „sjúklingsímyndinni" og reyni að gera
sykursjúka ábyrga fyrir meðferðinni. Þeir voru sammála um
að fólk vildi yfirleitt ná tökum á meðferð sykursýkinnar.
Mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni er að kenna sykursjúkum
að þekkja einkenni of hás og of lágs blóðsykurs svo að
þeir verði betur færir um að stjórna honum. Hjúkrunar-
fræðingunum fannst ákaflega mikilvægt að sykursjúkir
treystu eigin skynjun varðandi líðan sína, þ.e. einkenni of
hás eða lágs blóðsykurs (sykursýkistáknmál líkama þeirra).
Það gerir þá færa um að laga meðferðina að þörfum
daglegs lífs og ná þar með betri stjórn á blóðsykrinum:
Ég spyr fólk: Veist þú hvernig þér líður ef þú ert með
of lágan eða of háan blóðsykur? Það geri ég til að
að fiska eftir hve meðvituð manneskjan er um það
hvernig henni líður, svo hún treysti tilfinningum
sínum og skilji að hún geti lært þetta.
Fræðimönnum ber saman um að lykillinn að því
hvernig til tekst með blóðsykurstjórnun sykursjúkra sé vilji
viðkomandi til að ná tökum á sjúkdómi sínum. í rann-
sóknum Challaghan og Williams (1994) og Coates og
Boore (1998) meðal sykursjúkra kom fram að þeir vilja
sjálfir bera ábyrgð á meðferð sykursýkinnar. Sykursjúkir
(n=263, 18-35 ára) í rannsókn Coates og Boore töldu
ágóðann af meðferðinni meiri en takmarkanirnar sem hún
setti þeim.
[ þessari rannsókn kom fram að þátttakendur lögðu
áherslu á að styrkja sjálfsþekkingu og sjálfsöryggi sykur-
sjúkra svo þeir gætu betur þekkt einkenni sveiflna í blóð-
sykri. Hliðstætt þessu komst Price (1993) að raun um að
sykursýkisstjórnun lærðist einungis með tímanum og að
hún byggðist á því að sykursjúkir hlusti á sykursýkistákn-
78
mál líkama síns og læri þannig að þekkja mynstur í blóð-
sykrinum. Það að ná tökum á blóðsykurstjórnun er ferli
árangurs og mistaka, en til að ná tökum á blóðsykri þurfa
sykursjúkir að fylgja vissum reglum (Paterson og fl., 1999;
Price, 1993). Hjúkrunarfræðingar þurfa að hafa í huga að
hinn sykursjúki þarf aðstoð við aðlögun að daglegu lífi með
sykursýki og að hann hefur þörf fyrir ævilanga fræðslu og
stuðning. Einnig er mikilvægt að gera sykursjúkum grein
fyrir þýðingu blóðsykurstjórnunar. Mikilvægi góðrar blóð-
sykurstjórnunar er álitið meira nú en áður, eftir að nýlegar
rannsóknir (DCCT, 1996) hafa staðfest að ef blóðsykur er
nálægt eðlilegum mörkum dregur úr fylgikvillum sykursýki.
Að meta og tryggja öryggi sykursjúkra
Vitað er að ómeðhöndluð sykursýki er lífshættuleg og fólk
getur dáið af völdum súrnunar og við blóðsykursfall.
Þessar hættur virtust þátttakendum Ijósar því upplifun
hjúkrunarfræðinganna var að þeir ættu að tryggja og meta
öryggi sykursjúkra. Þeirra mat var að ástand sykursjúkra
væri oft mjög alvarlegt við komu á sjúkrahús. Sjúklingarnir
eru oft mjög veikir og það krefst mikils og nákvæms
eftirlits af hálfu hjúkrunarfræðinga. Þar skiptir miklu að geta
metið og túlkað öll viðbrögð sjúklings við meðferðinni, því
ástand sjúklingsins getur breyst fljótt:
Það sem ég upplifi sem hjúkrunarfræðingur er hin
stranga eftirlitsskylda og hið lífshættulega ástand
viðkomandi. Sykursýkisjúklingar gera mann alltaf
pínulítið óöruggan, því þetta fólk kemur oft inn á
deildina í krítisku ástandi. Þú verður að stixa nógu
oft og gefa rétt magn af sykri og insúlíni. ... Það er
mikilvægt að rapportið sé gott þannig að sá næsti
sem tekur við hafi allar upplýsingar í höndunum.
Þátttakendur voru spurðir hvort sykursjúkir óttuðust
einkenni of lágs blóðsykurs. Nokkrir töldu svo vera og
hefði það jafnvel áhrif á hvernig sykursjúkir veldu að
stjórna blóðsykri sínum. Hjúkrunarfræðingarnir sögðu
reynslu af blóðsykurfalli auðvelda sykursjúkum að þekkja
einkenni of lágs blóðsykurs og getur það í sumum tilfellum
dregið úr óttanum við blóðsykurfall. Þátttakendum fannst
þeir þurfa að huga að mörgum þáttum þegar öryggi
sjúklings er metið. Nefndu „huglæga" matið þegar þeir
reyna að átta sig á því hversu örugg manneskjan er í raun
og veru með alla þætti sykursýkinnar og samþættingu
þeirra:
Ég horfi á tölurnar og kíki í bækurnar og reyni að
meta frá degi til dags hvort þetta eru nokkuð jöfn
gildi, síðan er það huglæga matið. Þessi tilfinning
þegar að reynt er að átta sig á því í raun og veru
hversu örugg manneskjan er í sambandi við
insúlínið, mataræði og hvenær hún á að borða.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000