Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Qupperneq 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Qupperneq 15
Áhersla var lögð á að hinn sykursjúki sé fær um að samþætta þekkingu á sykursýki og líkamlega þætti, s.s. blóðsykurmælingar, sprautugjöf, hreyfingu og mataræði, áður en hann útskrifast af sjúkrahúsinu. Ómeðhöndluð sykursýki er lífshættuleg (Watkins og fl., 1996). Vitað er að árlega deyja margir vegna ófullnægjandi blóðsykurstjórnunar, flestir úr afleiðingum súrnunar (Lebrovitz, 1995), en blóðsykurfall er ekki síður lífshættu- legt. Sykursjúkir búa við það ástand að ef blóðsykur þeirra er of hár koma fylgikvillar sykursýkinnar frekar fram, en ef þeir halda blóðsykrinum innan eðlilegra marka eykst hættan á blóðsykurfalli. Stór amerísk rannsókn (n = 1441), sem stóð yfir í níu ár, sýndi að ef blóðsykur var nálægt eðlilegum mörkum þrefaldaðist hættan á blóðsykurfalli þar sem einstaklingurinn þurfti aðstoðar með (DCCT, 1997). Gefur þetta til kynna hve hinn gullni meðalvegur blóð- sykurstjórnunar er vandrataður. Við mat á hæfni hinna sykursjúku til að tryggja eigið öryggi töluðu þátttakendur um huglægt mat. Huglægt mat hefur verið tengt innsæi í starfi. Innsæi er talið þróast við klíníska reynslu, þar sem hjúkrunarfræðingar bera hæfni hins sykursjúka saman við hæfni annarra sykursjúkra, byggt á reynslu þeirra úr starfi (Benner, 1984). Tanner, Benner, Chesla og Gordon (1993) telja að innsæi þróist við það að þekkja sjúklinginn og vera virkur þátttakandi í umönnun hans. Sýnir það gildi þess að sami hjúkrunar- fræðingurinn annist sama einstakling í nokkurn tíma. Það eykur samfellu í hjúkrunarmeðferðinni og möguleika hjúkrunarfræðings á að þroska og nota innsæi í starfi. Innsæi hefur einnig verið tengt við yfirburðarfærni í starfi (Benner, 1984). Rannsóknir (McCormack, 1993; Orme og Maggs, 1993) hafa sýnt að það eru ekki einungis þeir sem hafa yfirburðarfærni í starfi sem nota innsæi í starfi. King og Appleton (1997) telja að mikilvægt sé að innsæi verði viðurkendur hluti af ákvarðanatöku í hjúkrun. Þeir benda á að mikilvægt er að hjúkrunarfræðingum verði kennt að meta gildi innsæis við klíniska ákvarðanatöku. Að stuðla að samfellu í meðferð sykursjúkra Hjúkrunarfræðingarnir lögðu áherslu á að skipulagning og upphaf insúlínmeðferðar sé unnið í teymi. í teyminu eru hjúkrunarfræðingar, læknar, næringarráðgjafi og jafnvel félagsfræðingur og sálfræðingar. Hlutur göngudeildar sykursjúkra í þeirri teymisvinnu er mikill, þangað fara sumir sykursjúkir til að fá kennslu áður en þeir útskrifast og var það talið góður kostur af því að þeir hittu þá fagfólk sem annast þá eftir útskrift. Það var upplifun hjúkrunarfræðing- anna að þeir reyndu að láta teymisvinnuna ganga vel til að auka samfellu í hjúkrun sykursjúkra og til að sykursjúkir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á: Göngudeildin kemur meira og minna inn í meðferð- ina. Sjúklingurinn fer þangað með bæklingana sína og fær oft sína fræðslu þaðan til að hefja samfellu í því eftirliti sem göngudeildin tekur síðan yfir þegar að sjúklingurinn er útskrifaður. Þó að samvinna milli deildanna væri góð að mati við- mælendanna, vantaði stundum að upplýsingar fylgdu sjúklingnum milli deilda. Ef hjúkrunarfræðingur greinir einhver vandamál sem fólk þarf aðstoð með væri æskilegt að skráningin fylgdi með fólkinu. Talað var um að sjúklingarnir notfærðu sér stundum ekki þá þjónustu sem er í boði, t.d. göngudeildarþjónust- una. Það var álit þátttakenda að með því að sykursjúkir hitti starfsfólk göngudeildar meðan þeir liggja inni á sjúkrahúsinu komi sykursjúkir fremur á göngudeildina. Sú áhersla sem lögð var á mikilvægi göngudeildar fyrir hinn sykursjúka bæði meðan á sjúkrahúsdvöl stendur og eftir að heim er komið stuðlar að því að starfsfólk göngu- deildar þekki hinn sykursjúka allt frá sjúkdómsgreiningu. Það getur þá betur gert sér grein fyrir áhrifum sjúkdómsins á líf hans, og hjúkrunin verður samfelld og heildræn. Er það afar mikilvægt því að Wikblad (1991) komst að raun um að við komu á göngudeild fannst sykursjúkum (n=55) yfirleitt of mikið horft á líkamlegar hliðar sykursýkinnar, s.s. blóðsykursgildi. Of lítill gaumur væri gefinn að því hvaða áhrif sykursýkin hefur á daglegt líf. Einnig er þekkt að sykursjúkir sem fá fræðslu og eftirfylgd frá sérstökum sykursýkisteymum liggja skemur á sjúkrahúsi en þeir sem ekki fá sams konar meðferð (Feddersen og Lockwood, 1994; Koproski, Rretto og Roretsky, 1997). Gildi þess að mæta á göngudeild sykursjúkra kom fram í rannsókn Jacobson, Adler, Derby, Anderson og Wolfsdorf (1991), sem sýndi að ef sykursjúkir (n=97) komu þrisvar eða oftar til skoðunar vegna sykursýki á síðustu tveimur árum var blóðsykurstjórnun þeirra marktækt betri mælt með HbA1 (<10) en hinna sem komu tvisvar eða sjaldnar til skoðunar (HbA1 >12). Þetta sýnir mikilvægi teymisvinnu fyrir hinn sykursjúka, eins og þátttakendur bentu á. í þessari rannsókn kom fram að stundum nýta sykursjúkir ekki þjónustuna sem þeim stendur til boða. Er það í samræmi við niðurstöðu Coates og Boore (1998) að af 263 sykursjúkum voru það aðeins 22% sem mættu í allar sex skoðanirnar sem þeir áttu kost á í tvö ár og 34% mættu þrisvar eða sjaldnar. Mikilvægt er að hafa í huga að sykursjúkir hafa þörf fyrir ævilanga fræðslu og stuðning og því sambandi gegnir göngudeildarmeðferðin lykilhlutverki. Umræða Niðurstöður þessarar rannsóknar um margþætt hlutverk hjúkrunarfræðinga við upphaf insúlínmeðferðar sykursjúkra eru í samræmi við breskar rannsóknir um sama efni (Árún 79 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.