Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Síða 16
K. Sigurðardóttir, 1999; Moyer, 1994). Þátttakendur töldu
að starfsreynsla hjúkrunarfræðinga hefði áhrif á hverjir velj-
ast til að hjúkra sykursjúkum sem eru að hefja insúlín-
meðferð. Getur það að hluta skýrst af því hve margþætt
hjúkrunarmeðferðin er. Með starfsreynslu öðlast hjúkrunar-
fræðingar faglega færni, þó að hún nægi ekki ein til að
öðlast yfirburðafærni í starfi (Benner, 1984). Sumum þátt-
takendum fannst tilviljanakennt hvað fælist í starfi þeirra og
sýnir það nauðsyn þess að móta stefnu um hlutverk
hjúkrunarfræðinga við þessar aðstæður. Er það mjög
mikilvægt þar sem starfið virðist vera ákaflega margþætt.
Hjúkrunarfræðingar þurfa að búa yfir mikilli þekkingu til
að geta hjúkrað og frætt sykursjúka en þekkingin er
stöðugt að þróast og breytast. Rannsóknir hafa sýnt að
þekkingu hjúkrunarfræðinga á sykursýki er oft ábótavant
(Lipman og Mahon, 1999) og þeir fá oft litla fræðslu um
sykursýki eftir að þeir hefja störf (MacDonald, Tilley og
Havstad, 1999). Lipman og Mahon benda á að þegar
þekkingin er takmörkuð sé ekki hægt að vænta þess að
hjúkrunarfræðingarnir geti veitt fullnægjandi fræðslu. Þess
vegna þarf að leggja meiri áherslu á fræðslu til
hjúkrunarfræðinga um blóðsykurstjórnun þegar þeir hefja
störf á lyflæknisdeildum og velja tiltekna hjúkrunarfræðinga
úr sem sinna skulu sykursýkisfræðsiu frekar en aðrir. í
rannsókninni kom fram munur á milli legudeilda. Þar sem
umönnun sykursjúkra var sjaldgæfari nefndu þátttakend-
urnir að hjúkrunarfræðingar með meiri starfsreynslu tækju
fremur að sér hjúkrun sykursjúkra. Getur það að hluta
skýrst af því hve reynslan er mikilvæg þegar um svo
margþætta hjúkrun er að ræða.
Það að gera skjólstæðingi kleift að hugsa um sig sjálfur
er mikilvægur þáttur í hjúkrunarstarfinu eins og hér kom
fram. Er það nefnt „efling skjólstæðingsins". Efling skjól-
stæðinga hefur verið skilgreind sem ferli milli hjúkrunar-
fræðings og skjólstæðings til að aðstoða skjólstæðinginn
við að temja sér æskilega hegðun (Ellis-Stoll og Þopkess-
Vawter, 1998). Hugmyndafræðin um eflingu skjólstæðinga
gerir ráð fyrir að hægt sé að örva og efla flesta til sjálfs-
hjálpar. Þessa hugmyndafræði þurfa hjúkrunarfræðingar
almennt að hafa að leiðarljósi við vinnu sína. Undirstaðan er
að skjólstæðingurinn vilji sjálfur bera ábyrgð á meðferðinni.
Þátttakendur efldu sykursjúka með örvun og stuðningi svo
að þeir lærðu að þekkja einkenni ónógrar blóðsykur-
stjórnunar og að treysta eigin skynjun um blóðsykurinn.
Lykillinn að hæfninni til að stjórna blóðsykrinum á viðunandi
hátt er sá að sykursjúkir þekki einkenni of hás og of lágs
blóðsykurs og læri að tengja blóðsykurmynstur við athafnir
daglegs lífs (Rrice, 1993). Gildi samfelldrar hjúkrunar kom
vel í Ijós, m.a. þegar sykursjúkum var kennt að sprauta sig
og þegar öryggi sjúklings var metið, sem hjúkrunarfræðing-
arnir tengdu innsæi. Þroskað innsæi hefur verið tengt
öruggri klíniskri ákvörðunatöku í hjúkrun (Benner og Tanner,
1987). Til að hjúkrunarfræðingar þroski með sér innsæi
80
þurfa þeir að rýna í starf sitt með opnum huga (Kristín
Björnsdóttir, 1992). Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingum
séu skapaðar þær aðstæður að þeir þori að rýna í starf sitt
og vinnulag með opnum huga.
Erlendar rannsóknir hafa sýnt að stuðningur og starf
hjúkrunarfræðinga eru mikilvæg til að sykursjúkir nái að
fella sykursýkismeðferðina inn í daglegt lífsmynstur sitt
(Challen og fl., 1990; Moyer, 1994). íslenskir hjúkrunar-
fræðingar veita stuðning og ráðgjöf í sykursýkismeðferð,
m.a. til að draga úr ótta við blóðsykurfall og bæta þannig
blóðsykurstjórnunina. Blóðsykurstjórnun er nákvæmnis-
verk og hinir sykursjúku þurfa stuðning og fræðslu frá
fagaðilum ævilangt til að draga megi úr fylgikvillum sykur-
sýkinnar og bæta þar með líf sykursjúkra.
Gildi fyrir hjúkrun
Rannsókn þessi eykur skilning á því hve hjúkrun einstak-
linga sem nýlega hafa greinst með insúlínháða sykursýki er
margslungið viðfangsefni. Þó ber að hafa í huga að
eigindlegar rannsóknir hafa almennt ekki alhæfingargildi.
Niöurstöðurnar geta samt sem áður gefið vísbendingar
sem hægt er að nota við hjúkrun, sérstaklega þegar
einstaklingurinn þarf að aðlagast nýju lífsmynstri.
Vísbendingar komu fram um að þarft sé að skipuleggja
hjúkrun öðruvísi en nú er gert, m.a. má hugsa sér að
tilteknir hjúkrunarfræðingar á ákveðinni deild hafi umsjón
með hjúkrun sykursjúkra. Framkvæmdin gæti verið þannig
að tilteknir hjúkrunarfræðingar, t.d. þrír, sérhæfðu sig í
hjúkrun sykursjúkra. Þeir sjái um hjúkrun þessara einstak-
linga að öllu jöfnu og útbúi fræðsluefni um sykursýki og
sjái um fræðslu fyrir starfsfólk deildarinnar. Er það mikil-
vægt í Ijósi þess að árangur sérhæfðs starfsfólks í
umönnun sykursjúkra er betri en ef starfsfólk er ekki sér-
hæft (Feddersen og Lockwood, 1994). Einnig er vert að
hafa þessar rannsóknarniðurstöður í huga þegar reynt er
að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Góð samvinna
milli deilda eykur líkur á samfellu í hjúkrun og að hún sé
heildræn og er því til hagsbóta fyrir hinn sykursjúka. Því
þurfa hjúkrunarfræðingar að stuðla að góðri samvinnu, t.d.
á milli göngudeildar og legudeilda. Einnig má hugsa sér
breytt starfssvið hjúkrunarfræðinga á göngudeild sykur-
sjúkra, þar sem hjúkrunarfræðingar annist fræðsluna í
meiri mæli. Leggja þarf meiri áherslu á fræðslu um
einkenni ónógrar blóðsykurstjórnunar og viðbrögð við of
lágum og of háum blóðsykri í grunnnámi hjúkrunarfræð-
inga, svo og símenntun eftir að hjúkrunarfræðingur hefur
hafið störf.
Fyrir hinn sykursjúka og aðstandendur hans getur
rannsóknin gefið upplýsingar um hve flókin meðferð sykur-
sýkinnar er og getur því aukið skilning heilbrigðisstarfsfólks
á þörfum sykursjúkra fyrir stuðning og fræðslu ævilangt.
Eins má segja að þessar sömu upplýsingar geti leitt til
betri skilnings á þörfum sykursjúkra almennt.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000