Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Síða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Síða 19
Brynja Tomer blaðamaður Hjúkrunarfræðingar eiga mikinn þátt í þeim hluta heilsu- verndar sem snýr að tóbaksvörnum og hafa umsjón með flestum námskeiðum fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga hefur á síðastliðnu ári lagt áherslu á að efla sérstaklega þann þátt tóbaksvarna sem snýr að því að hjálpa þeim sem reykja til að hætta því. Unnið er að því að koma í veg fyrir tóbaksnotkun en reykleysismeðferð vantar sárlega. Fagdeildin hefur staðið fyrir tveimur eins dags námskeiðum fyrir hjúkrunarfræðinga á höfuðborgarsvæðinu og í Vestmannaeyjum og er tilbúin að halda fleiri námskeið ef áhugi er fyrir hendi. Fagdeildin tók einnig að sér að undirbúa stofnun samtaka hjúkrunar- fræðinga og Ijósmæðra gegn tóbaki en hugmyndin að því kom upphaflega frá Svíþjóð. Ingileif Ólafsdóttir, einn ötulasti talsmaður hjúkrunarfræðinga gegn tóbaki í mörg ár, stýrði þeirri vinnu í upphafi, ásamt Þuríði Bachmann og Halldóru Bjarnadóttur. Samtökin voru stofnuð 1997 og hafa um 40 manns skráð sig í þau. Formaður þeirra er Guðrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Vífilsstöðum. Hugmyndin kom frá Svíþjóð eins og áður segir, þar sem ýmsir faghópar í heilbrigðis- og uppeldisstéttum hafa stofnað samtök með sama markmið; að vinna gegn reyk- ingum. Þau vekja fólk til umhugsunar um markaðssetn- ingu tóbaks og bregðast við áróðursaðferðum. Jafnframt vinna tóbaksframleiðendur að tóbaksvörnum með því að hafa áhrif á löggjöf og forvarnir ásamt því að koma fróðleik til almennings, þjálfa heilbrigðis- og uppeldisstarfsmenn í að tala við skjólstæðinga sína og sjá til þess að fagfólk fái ávallt nýjar rannsóknarniðurstöður og upplýsingar um skaðsemi tóbaks. Dýrt og flókið að gera löglegt reykherbergi Reglur um aðbúnað og loftræstingu í reykherbergjum á vinnustöðum eru orðnar svo strangar að dýrt og erfitt er að uppfylla kröfurnar. Margir atvinnurekendur hafa því brugðið á það ráð að krefjast reykleysis á vinnustöðum. Sumir koma síðan til móts við reykingafólk með því að bjóða því á námskeið gegn reykingum. Þóra Magnea Magnúsdóttir, fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur, og Dagmar Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík, eru í hópi þeirra sem haldið hafa sérstök námskeið á vinnustöðum. Dagmar hefur jafnframt haldið námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvum utan höfuðborgarsvæðisins auk þess sem hún hefur verið með málþing ásamt lungnahjúkrunar- fræðingum þar sem fjallað hefur verið um hvernig hjúkr- unarfræðingar, hvort sem þeir reykja eða ekki, geti stutt skjólstæðinga sína. Dagmar var fulltrúi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á þingi evrópskra hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra gegn tóbaki, sem haldið var í Stokkhólmi í mars síðastliðnum. „Þar var þetta aðalumræðuefnið. Hjúkrunarfæðingur þarf að hafa skýr mörk milli vinnu og einkalífs. í starfi þarf hann að vera faglegur og rækja fræðsluskyldu sína, hvernig sem einkalífi hans er háttað. Frumskilyrði er einnig að vinnu- staður sé reyklaus og hjúkrunarfræðingar reyki ekki á vinnutíma." Meðferð gegn reykingum í 17 ár Á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur stjórnar Dagmar meðferð gegn reykingum. í kringum 1983 byrjaði Þorsteinn Blöndal, lungnalæknir á Heilsuverndarstöðinni, að bjóða reykingafólki námskeið en á síðustu árum hefur Dagmar að mestu leyti haft umsjón með þeim. Hún segist mæla með notkun nikótínlyfja en hún þurfi að vera markviss og einstaklingsbundin. Jafnframt sé nú aukin áhersla lögð á líkamsrækt. „í rannsókn sem ég lauk nýlega kom í Ijós að árangur er nær helmingi betri hjá þeim sem stunda reglubundna líkamsrækt en hinum sem ekki gera það.“ í rannsókninni fékk hópur fólks hefðbundna meðferð á Heilsuverndarstöðinni, en samanburðarhópur 83 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.