Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Side 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Side 33
jAústAXAfccfá&táwL í hjúkrunarfræði við Háskólann k A.kwvfciAri - Fjarnám í samvínnu víð Manchester-háskóla / janúar 1997 hófst meistaragráðunám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri í samvinnu við Royal College of Nursing Institute (RCNI), sem er deild innan Manchester- háskóla. í fyrsta hópnum hófu 11 hjúkrunarfræðingar nám og eru 6 þegar útskrifaðir, þau Christer Magnusson, Dóróthea Bergs, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Hólmfríður Kristjánsdóttir, Laura Sch. Thorsteinsson og Sigfríður Inga Karlsdóttir. Aftur voru teknir inn nemendur íjanúar 1999, þá 10 hjúkrunarfræðingar. Næst er ráðgert að taka inn nemendur í janúar 2001. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. Umsjón með náminu hefur Sigríður Halldórsdóttir prófessor (Sigridur@unak.is). Námið er 60 einingar og er byggt upp af 6 nám- skeiðum (5 einingar hvert) og meistaragráðuritgerð sem er 30 einingar (gerð árið 2002). Námsefnið er mest á ensku en einnig á íslensku. Fjarnám er frábær möguleiki fyrir þá sem stýra vilja sínu námi sjálfir og með því hafa allir sama möguleika, sama hvort þeir búi á íslandi eða erlendis. Námið er afar krefjandi en námsefnið er aðgengilegt og verkefnalýsingar allar mjög skýrar. Inntökuskilyrði er BS-gráða í hjúkrunar- fræði og a.m.k. tveggja ára starfsreynsla. Námskeiðin eru sem hér segir: Kenningargrundvöllur hjúkrunar (Clarifying Theory for Practice) Námstími: Kennt á vormisseri 2001. 120-150 náms- stundir (5 einingar). Umsjónarkennari: Christer Magnusson, hjúkrunar- fræðingur MSc. Námslýsing: Kenningargrundvöllur hjúkrunar er skoð- aður. Leitast er við að kryfja og skilja hjúkrunarfræði, m.a. út frá vísindaheimspeki. Litið er á ýmis hugtök sem tengj- ast hjúkrun og hvernig hægt er að þróa hjúkrunar- kenningar út frá hjúkruninni sjálfri. Lögð er áhersla á breidd í þróun kenninga í hjúkrunarfræði og nemendur eru hvattir til að íhuga hvað hjúkrun ætti að vera en ekki endilega hvað hún er. Námsmat: Ritgerð. Aðferðafræði (Research Methodology) Námstími: Kennt á vormisseri 2001. 120-150 náms- stundir (5 einingar). Umsjónarkennari: Sigríður Halldórsdóttir prófessor. Námslýsing: Þetta námskeið fjallar um aðferðafræði rannsókna. í námskeiðinu er leitast við að kryfja grundvöll rannsókna og þá fræðasýn sem einkennir mismunandi tegundir rannsókna. Fjallað er bæði um eiginda- og megindabundnar rannsóknir og fjallað um helstu styrkleika og veikleika hverrar aðferðafræði innan þessara megin- rannsóknagerða fyrir sig. Námsmat: ítarleg umfjöilun um tvær rannsóknar- aðferðir og samanburður á þeim. Ráðgjöf (Concultancy) Námstími: Kennt á haustmisseri 2001. 120-150 námsstundir (5 einingar). Umsjónarkennari: Laura Sch. Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur MSc. Námslýsing: Ráðgjöf er mikilsverður þáttur í starfi sérfræðings í hjúkrunarfræði. Þetta námskeið fjallar um ráðgjafarferilinn og hvað hjúkrunarfræðingur þarf til að bera til að verða ráðgjafi í hjúkrun á stofnun (innri ráðgjafi) eða sjálfstæður ráðgjafi (ytri ráðgjafi). Ýmis líkön varðandi ráðgjöf eru kynnt og rætt hvað þarf til að hjálpa fólki að fara í gegnum breytingarferli. Að námskeiðinu loknu eiga hjúkrunarfræðingar að geta veitt ráðgjöf á sínu sérsviði. Námsmat: Ráðgjafarskýrsla. Gagnasöfnunaraðferðir (Research Methods) Námstími: Kennt á haustmisseri 2001. 120-150 námsstundir (5 einingar). Umsjónarkennari: Sigríður Halldórsdóttir prófessor. Námslýsing: Þetta námskeið byggist á námskeiðinu Aðferðafræði, sem er nauðsynlegur undanfari, og í því er lögð áhersla á að kryfja til mergjar ýmsa þætti varðandi rannsóknarsnið, gagnasöfnun og gagnagreiningu. Gagna- 97 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.