Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Qupperneq 43
Endurhæfíngarhjúkrun
Á 'R.tyiÚAÍUlAÁÍ
Reykjalundur er endurhæfingarmiðstöð í
nágrenni Reykjavíkur. Að jafnaði dveljast þar 166
sjúklingar sem fá sólarhringsþjónustu.
Reykjalundur er deildarskiptur í hjartadeild,
miðtaugakerfisdeild, geð- og verkjadeildir, gigtar-
og hæfingardeild og lungnadeild. Algengt er að
skjólstæðingur dveljist í 5-6 vikur í
endurhæfingu, þó að það sé einstaklingsbundið.
Þar er einnig rekið sambýlið Hlein og
Súrefnisþjónusta TÍ. Við hjúkrun starfa yfir 30
hjúkrunarfræðingar á 6 hjúkrunardeildum auk
sjúkraliða og aðstoðarfólks við hjúkrun.
Ágætu kollegar.
Ég hef oft velt því fyrir mér að gaman væri að frétta
oftar af því þegar eitthvað markvert gerist hjá hjúkrunar-
fræðingum í starfi, hérlendis og/eða erlendis. Ég veit ekki
hvort margir eru sama sinnis, en mér datt í hug að senda
ykkur línu um það sem gerst hefur markverðast í hjúkrun á
Reykjalundi á síðustu tveimur árum.
Síðustu tvö árin hafa einkennst af aukinni sérhæfingu
og þróun innan hjúkrunar á Reykjalundi. Breytt skipulag
hjúkrunar, aukin áhersla á fræðslu og þróun, ásamt tölvu-
væðingu hjúkrunarskráningar, umræðu um árangursmæl-
ingar í endurhæfingu og uppbyggingu rannsókna innan
hjúkrunar hafa einkennt þennan tíma. Hér á eftir fylgja
nokkur orð um þessa þróun.
Breytt skipulag hjúkrunar. Umsjónarhjúkrun hefur
verið tekin upp á allflestum hjúkrunardeildum Reykjalundar.
Hver skjólstæðingur fær tiltekinn umsjónarhjúkrunarfræð-
ing sem ber ábyrgð á skipulagi, framkvæmd og skráningu
hjúkrunarmeðferðar skjólstæðinga sinna, auk þess að
sinna öðrum störfum á deildinni. í kjölfar þessarar breyt-
ingar hefur áhersla á einstaklingsbundinn stuðning aukist.
Á dvalartíma fær hver skjólstæðingur einstaklingsviðtal við
umsjónarhjúkrunarfæðing sinn a.m.k. þrisvar. Þar er hann
þátttakandi í gerð meðferðaráætlana og mati á árangri.
Lögð er áhersla á að efla frumkvæði skjólstæðinga með
því að hlusta eftir gildismati þeirra í viðtölunum. M.a. er
rætt um hjúkrunina sem hann fær, frekari úrræði og
framtíðaráætlanir en einnig um aðra þætti meðferðar.
Þessi viðtöl hafa aukið persónulegan stuðning og gefið
vísbendingar um hvernig hægt er að bæta þjónustuna.
Á nokkrum deildum höfum við stigið það skref að raða
í forgangsröð og skipuleggja hjúkrunarmeðferð í samráði
við skjólstæðingana sjálfa. Það er að okkar mati stórt
skref. Skráning algengra hjúkrunarvandamála og þeirrar
meðferðar sem eru í boði eru forsendur þess að það sé
hægt. Valkostirnir verða að vera sýnilegir og vandamálin
vel skilgreind til þess að skjólstæðingar hafi nægar
forsendur til þess að velja í samráði við umsjónarhjúkr-
unarfræðing sinn.
Breyttar áherslur í hjúkrun byggðust að hluta til á því að
hjúkrunin væri sýnilegri skjólstæðingum. Einnig stóðu vonir
til þess að rafræn sjúkraskrá á Reykjalundi yrði að
veruleika eftir að allar deildar voru tölvuvæddar fyrir
þremur árum. Ennþá er eingöngu notuð ritvinnsla I Word
en við höfum tölvufært nær alla hjúkunarskráningu sl. tvö
ár. Þetta hefur orðið til þess að auka gæði
hjúkrunarskráningar. Aðgreining „rapports" í hjúkrunar-
greiningar, hjúkrunarmeðferð, framvindu og matsþætti var
framkvæmd á hverri deild fyrir sig. Núna höfum við flokkað
hjúkrunarskráninguna í fernt:
1. Upplýsingasöfnun, upplýsingar frá skjólstæðingi
og/eða aðstandendum. Staðlað form.
2. Greiningar og meðferð hjúkrunar. Þau einkenni sem
hjúkrunarfræðingur greinir hjá skjólstæðingi og þarf að
meðhöndla (vandamál sjúklingsins og á sumum
deildum staða í forgangsröð). Bein tengsl eru milli vals
á greiningu og framsetningu meðferðar og birtist það á
sama blaði. Nýmæli er að framkvæmd meðferðar er
staðfest á meðferðarblaði en ekki sett fram sem texti í
rapporti í hvert sinn eins og áður tíðkaðist. Árangurinn
er mun minni upptalning á verkefnum í framvindu-
nótum. Þannig höfum við dregið úr skriffinnskunni.
3. Framvinda meðferðar. Texti um líðan sjúklings og
framvindu meðferðarinnar ásamt hjálparskemum af
ýmsu tagi (gátlistar, ýmis próf, mælingar, leiðbeiningar
o.fl.). Líðan sjúklings er þungamiðjan í framvindunótum
enda höfum við „sigtað" bæði hjúkrunargreiningar og
meðferð út í miklum mæli (sjá lið 1 og 2). Framvinda er
skráð í tölvu, en á öllum fundum hafa hjúkrunar-
107
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000