Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Page 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Page 49
Frá Rannsóknarstofnun KjúkrunArfYvtói Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði tók til starfa í febrúar 1997 og vinnur eftir reglugerð nr. 124 frá 28. janúar 1997. Stofnunin flutti í eigið húsnæði á 2. hæð Eirbergs haustið 1998 eftir miklar endurbætur og viðgerðir, sem stóðu yfir í rúmt ár. Þar er vinnuaðstaða fyrir sérfræðinga, meistara- nema og gesti, og fundarherbergi sem nýtist einnig fyrir fræðslustarfsemi. Unnið hefur verið að uppbyggingu tækjakosts, hugbúnaðar og rannsóknatækja. Stjórn Rann- sóknarstofnunar 1997-1998 skipuðu: dr. Marga Thome dósent, formaður stjórnar, Ásta Thoroddsen lektor, dr. Auðna Ágústsdóttir lektor og dr. Helga Jónsdóttir dósent. Stjórn 1999 skipuðu: dr. Marga Thome dósent, for- maður stjórnar, dr. Erla K. Svavarsdóttir lektor, dr. Helga Jónsdóttir dósent, Herdís Sveinsdóttir dósent, dr. Margrét Gústafsdóttir dósent, frá haustmisseri 1999, og Ingibjörg Eiíasdóttir, fulltrúi meistaranema. Starfsmenn Rannsóknarstofnunar eru: Páll Biering sérfræðingur, frá 1. september 1998 til tveggja ára, og Ingibjörg Ingadóttir, ritari í 20% starfi. Til stöðu sérfræðings var stofnað af hjúkrunarstjórn Landspítalans, sem greiðir launakostnað. Hlutverk sérfræðings felst í rannsóknastörf- um, ráðgjöf til hjúkrunarfræðinga vegna klínískra rann- sókna og í þátttöku í rekstri stofnunarinnar. Annað starfslið stofnunarinnar eru allir fastráðnir kennarar námsbrautar í hjúkrunarfræði. Auk ritarastarfa sér ritarinn um að auglýsa fræðslustarfsemina og annast einnig yfirlestur rannsóknar- greina fyrir kennara. Skrifstofustjóri námsbrautar í hjúkr- unarfræði sér um bókhald. Hlutverk Rannsóknarstofnunar er m.a. fólgið í stuðningi við rannsókna- og fræðistörf kennara við námsbraut í hjúkrunarfræði og í samþættingu kennslu og rannsókna. Árið 1999 voru samtals 60 rannsóknir í hjúkrunarfræði skráðar í gagnagrunn RIS. Þessar rannsóknir hafa verið styrktar af Rannsóknasjóði Háskóla íslands eða af Rannsóknaráði íslands. Rannsóknaverkefni eru fjölbreyti- leg og tengjast í flestum tilvikum ákveðnum hagnýtum og klínískum úrlausnarefnum. Dæmi um rannsóknaverkefni eru: Verkir og verkjameðferð, þarfir foreldra veikra barna, heildræn hjúkrun fólks með lungnasjúkdóma, heilbrigði kvenna, starfsánægja hjúkrunarfræðinga o.fl. Fyrir utan rannsóknastyrki frá Rannsóknasjóði Háskóla íslands eða Rannsóknaráði íslands hafa kennarar fjármagnað rann- sóknir með erlendum styrkjum, styrkjum frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og með samstarfi við stofnanir og félagasamtök. Dæmi um evrópska og alþjóðlega rann- sókn, sem hefur hlotið erlendan styrk, er skráning og upplýsingatækni í hjúkrun (TELENURSE / ACENDIO) sem er unnin af Ástu Thoroddsen lektor, í samstarfi við hjúkrunarfræðinga frá Bandaríkjunum, Noregi og Svíþjóð. Mörg rannsóknaverkefni tengjast starfsvettvangi hjúkr- unarfræðinga og hafa hagnýtt gildi fyrir heilbrigðisþjónustu, sem birtist í breyttum viðhorfum eða starfsháttum. Dæmi um hagnýt verkefni eru: Innleiðing og árangur skipulags- breytingar í hjúkrun, rafræn skráning hjúkrunar, geðheilsu- vernd mæðra eftir fæðingu, fjölskylduráðgjöf við barn- eignir, bætt verkjameðferð, gæðastjórnun o.fl. Sum rann- sóknaverkefni hafa tengst rannsóknaverkefnum meistara- nema og einnig lokaverkefnum til BS-gráðu í hjúkrunar- fræði og efla því tengsl rannsókna og kennslu. Dæmi um slíkt er: Þróun göngudeildarþjónustu fyrir ungbörn með svefntruflanir og foreldra þeirra, þjónusta við foreldra nýbura á vökudeild, mat sjúklinga á hjúkrunarþjónustu á bráðadeild, þættir á vinnustað sem tengjast sálfélags- legum þáttum heilbrigðis o.fl. Beitt hefur verið bæði eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum í hjúkrunarfræði og stuðlar það að fjölbreytilegri þróun þekkingar. Rannsóknarstofnun annast einnig þjónusturannsóknir eftir beiðnum þar um. Árið 1999 gerðu formenn Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með sér samning um þjónusturannsókn til að kanna vinnuálag og starfsánægju hjá íslenskum hjúkrunarfræðingum. Páll Biering sérfræð- ingur og Birna G. Flygenring lektor unnu könnunina, sem er ólokið enn. Starfsmenn Rannsóknarstofnunnar veita ráðgjöf til hjúkrunarfræðinga sem vinna að rannsóknum á starfsvett- vangi sínum og starfa sumir kennarar einnig með þeim. Sérfræðingur rannsóknarstofnunar veitti ráðgjöf til hjúkrunarfræðinga vegna fjögurra rannsókna árið 1999. Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði var fyrst kynnt við opnun hennar 7. maí 1997 og var þá sett upp spjald- sýning um rannsóknir kennara. Kynningarefni er á heima- síðu námsbrautarinnar (http://www.hi.is/pub/hiukrun/1. Stofnunin hefur verið kynnt tvisvar í Tímariti hjúkrunar- fræðinga og einu sinni í Fréttabréfi Háskóla íslands, í Curator, blaði hjúkrunarnema, í Ríkisútvarpinu, á fundi 113 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.