Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Qupperneq 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Qupperneq 52
Bækur og bæklingar Kostvejledning i primær sundhedssektor - en medicinsk teknologivurdering í bókinni er fjallað um hvernig minnka má kólesterólmagn í blóði um 10-20% með tilteknu mataræði. Höfundar eru Ulla Ischiel Træden og Valgerður Gunnarsdóttir og er bókin gefin út hjá Munksgaard, www.munksgaard.dk Geðheilsuvernd mæðra eftir fæðingu Á vegum Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands er kominn út ritlingurinn Geðheilsuvernd mæðra eftir fæðingu: Greining á vanlíðan með Edinborgar- þunglyndiskvarðanum og viðtölum eftir dr. Mörgu Thome. Ritið er til söiu á skrifstofu námsbrautar í hjúkrunarfræði og kostar 900 krónur. Kryddlegið hjarta Á vegum Hjartaverndar er kominn út bæklingurinn Krydd- legið hjarta. Bæklingurinn er ætlaður fólki á öllum aldri og hefur verið dreift á hvert heimili og fyrirtæki í landinu. Tilgangur hans er að auka skilning fólks á skaðsemi reyk- inga á hjarta- og æðakerfið og er bæklingurinn sá fyrsti í ritröð Hjartaverndar um áhættuþætti hjarta- og æðasjúk- dóma. Útgáfa á vegum ICN Á vegum ICN eru nýkomnar út tvær handbækur Writing for Journals og Guidebook for Nurses Futurists. Fyrrnefnda bókin hefur verið tekin saman af Vivien De Back, ritstjóra Inernational Nursing Review. Bókinni er ætlað að leiðbeina hjúkrunarfræðingum að skrifa fyrir útgefendur. Ný öld, nýjar áskoranir nefnist ritröð sem ICN hefur hafið útgáfu á og eru fyrstu sex ritin komin út. Þær nefnast Nursing Care of Older People, Understanding Cross Border Professional Regulation, Telenursing, Telehealth, Implementing Nurse Prescribing, The Changing Union og Community Development - A guide for action. Varnaraðgerðir gegn ofbeldi Bæklingurinn Varnaraðgerðir gegn ofbeldi er kominn út á vegum geðsviðs Landspítala, háskólasjúkrahúss. Þar er lýst aðferðum sem hægt er að fara eftir þegar brugðist er við ofbeldi á sjúkrahúsum. Með þeim er hægt að fyrirbyggja og ná tökum á ofbeldi og tryggja öryggi skjólstæðinga og starfsfólks. Ábyrgðarmaður er Þórunn S. Rálsdóttir. Tekist á við sorg Út er komin bókin Tekist á við sorg, eftir Larry Yeagley, en þýðandi og útgefandi er Þröstur B. Steinþórsson. Bókin er hagnýt stuðningsbók syrgjenda og þeirra sem vilja fræðast um sorgarviðbrögð. Bókin er 99 blaðsíður og kostar 1.500 kr. í póstkröfu. Upplýsingar gefur Bryndís Svavarsdóttir í síma 555 3880 og 695 4687. Heima er best Bæklingur um heimahjúkrun barna og unglinga er kominn út. í bæklingnum er rakin hugmyndafræði heimahjúkrunar og sagt frá í hverju hún felst. Þá eru taldir upp þeir hópar barna sem geta fengið heimahjúkrun og hvert þeir eiga að snúa sér sem vilja fá slíka hjúkrun inn á heimilið. Þegar andlót ber að höndum / Utfararstofan annast meginhluta allra útfara d höfuðborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Alúðleg þjónusta sem byggir a langri reynslu Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266 $ g 116 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.